Össur kennir Jóni Bjarna um ESB-stoppið

Össur utanríkis kennir Jóni Bjarnasyni þingmanni VG um að ESB-viðræður eru strand. Sérstakur útsendari Össurar á Stöð 2, Þorbjörn Þórðarson, fletti ofan af hneykslinu í frétt byggðri á afburða rannsóknablaðamennsku.

Í fréttinni kemur fram að 19. maí í fyrra, já þú last rétt 19. maí árið 2011, mætti embættismaður úr ráðuneyti Jóns Bjarna með takmarkað umboð. Af þessu takmarkaða umboði leiddi nærri stöðnun aðlögunarferlis, hvorki meira né minna.

Í fréttinni hefur Þorbjörn eftir ónafngreindum Össuri að ekki verði gert hlé á samfylkingarferli Íslands inn í Evrópusambandið - þrátt fyrir þennan voðalega mann Jón Bjarnason.


mbl.is Miklar fórnir í samstarfinu við Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta svona einfalt Páll? 

Ég vona að Jón Bjarnason, Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja geri betur en þetta ... segi sig hreinlega úr VG. 

Þar til það gerist er þetta mín sýn á farsa og skollaleik VG:

Farsi VG, draft/uppkast að örleikriti:

(Tjaldið dregið frá)

2 konur ríða fyrstar inn á sviðið, fyrir hönd Steingríms J., varaformaðurinn Katrín Jakobsdóttir og Svandís, dóttir Svavars Gestssonar, guðföður Steingríms J. í pólitík. 

Þær tala tungum og segjast vera reformeraðar, endurskoðaðar í trúnni.

Á meðan er Steingrímur J. í fríi og lætur ekki ná í sig, en Katrín setur stút á munninn og pírir augun og segir að formaðurinn mikli sé búinn að vinna svo mikið og hafi átt verðskuldað frí inni (enda er Steingrímur J. kominn með sinaskeiðabólgu af að undirrita skuldabréfin á kostnað almennings, hvort heldur er Icesave einkaskuld Bjögganna, Deutsche Bank, ESB og AGS, það kallar Katrín, Hörpudíva Bjögganna, dugnað formanns síns). 

Þráinn kemur fram á hliðarsviði sem hringsnýst og röflar svo smá um flokkseigendafélagið, líkastur hundi sem eltir skottið sitt.  Björn Valur spangólar og þykist ekki vita hvaðan á sig stendur veðrið.

Ögmundur heldur sig á meðan til hlés, en birtist síðan á aðalsviðinu, uppljómaður og með gamalkunnan helgisvip og tónar í stíl við flokkssystur sínar.

Ríður þá Árni Þór Sigurðsson fram á sviðið, í líki endurskoðaðrar heilagrar jómfrúr, og þar með eru orðnar 9 reformeraðar og endurskoðaðar heilagar jómfrúr í þingflokki VG.

Brátt birtist svo fjósamaður ríkisflórsins, ESB og AGS, Steingrímur J. með hvolpana sína tvo, Þráinn og Björn Val og segir að þeir séu algjörlega sammála sínum gömlu félögum í þingflokki VG.

VG stefnir að snemmbornum kosningum, nú eru öll dýrin í Múmíndal VG orðin ógesslega góðir vinir.

Ögmundur og Steingrímur J. fallast í faðma og kyssast sem mest þeir mega.

(Tjaldið fellur) 

Áhorfendum væmir og margir æla, svo viðurstyggilegt er sjóváið hjá VG.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 22:16

2 identicon

Nú kann einhver að spyrja hví ég kalli Katrínu Jakobsdóttur Hörpudívu Icesave Bjögganna.

Því get ég svarað þannig um varaformann Steingríms J., hinnar nýlega reformeruðu,  að í fyrirsögn einhvers vefmiðils sagði litlu fyrr en nýjasti farsi VG hófst:

"Rekstraráætlanir Hörpu voru óraunhæfar, viðurkennir ráðherra – Ríki og borg taki ábyrgð á lausn vandans."  Hvað þýðir þetta á mannamáli? 

Jú, Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Steingríms J. og reformeruðu jómfrúnna í VG, virðist hafa vitað það fyrirfram, að rekstraráætlanir Hörpu voru óraunhæfar, en samt miklaði hún sig mikið í fréttum, þegar ákveðið var að halda áfram með framkvæmdir eftir Hrunið.  Hún lét taka af sér myndir og viðtöl ásamt Hönnu Birnu, þá borgarstjóra og þær stóðu sem einhverjar Múvístars í hálfköruðum steypurudda og hegðuðu sér eins og þær væru að leika í farsa í anda "Carry On" grínmyndanna í denn. 

En hver á svo núna að borga fyrir syndir Katrínar, sem ráðherra? 

Jú, ríki og borg segir hún.  En bíddu við, er það ekki hinn óbreytti og almenni útsvars- og skattgreiðandi, sem jafnframt greiðir þessum sama ráðherra -og haug af reformeruðum ráðherrum og þingmönnum- launin, að maður minnist nú ekki á opinbera afturgöngu lífeyrinn? 

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður hinna reformeruðu í VG, segir svo bara núna -og nú undir Made in China glerhjúp- "Ég held hins vegar að það sé fyrst og fremst mikilvægt að horfa til framtíðar." 

Jamm, tossadansinn dunar áfram í Hröpu og ráðherrann neitar þar með að horfast í augu við eigin mistök og annarra og læra af þeim. 

Nei, hér er allt við það sama, sem fyrir Hrun, enginn af ríkis-verðtryggu opin-beru valdaklíkunni, BDSV, finnst sér bera skylda til að bera ábyrgð á einu né neinu. 

Hvenær ætlar ríkis-verðtryggða og opin-bera valdaklíkan, að muna að réttindum og skyldum fylgir ábyrgð? 

Og ég er ekki að tala þá um ríkisábyrgð, heldur siðferðislega ábyrgð, að axla ábyrgð gjörða sinna ... ykkar reformeruðu jónfrúnna í öllum 4-Flokknum!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 22:25

3 identicon

Fann þessa ör-mynd á dv.is

Ætli þetta sé loka samlesturinn, áður en Steingrímur J. "fór í fríið"?:

 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 01:05

4 identicon

Góður Pétur Örn.

GB (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 10:13

5 identicon

Takk GB.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband