Rökin fyrir ESB-umsókn eru ónýt

Samfylking bauð aðild að Evrópusambandinu til að endurreisa Ísland. Nú er Ísland endurreist en Evrópusambandið í tómu tjóni og verður um fyrirsjáanlega framtíð. Evran átti að vera frábær gjaldmiðill og leysa krónuna af hólmi. Evran er beinlínis orsök kreppunnar í Evrópusambandinu.

Þau 17 af 27 ríkjum ESB sem búa við evru reyna að halda lífi í samstarfinu en með sífellt tvísýnni árangri. Aðalritstjóri eins áhrifamesta dagblaðs Þýskalands, Frankfurter Allgemeine Zeitung, skrifar með fullkominni fyrirlitningu að Evrópski Seðlabankinn prenti peninga til að bjarga Grikkjum frá gjaldþroti.

Ólíklegt er að evru-samstarfið haldi, og alls ekki í óbreyttri mynd. Evrópusambandið verður óstöðugt um langa hríð á meðan unnið er úr þeim vandræðum sem sambandið hefur ratað í.

Rökin fyrir ESB-umsókn Íslands voru alltaf veik. Eftir því sem kreppa sambandsins dýpkar og dregst á langinn sér alþjóð æ betur að rökin eru ónýt.

Vonandi heldur Samfylkingin umsókninni til streitu. Kjósendur fá þá tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi: stúta Samfylkingunni og slá ESB-umsóknina út af borðinu.


mbl.is Værum að loka á skynsamlegasta kostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skynsamlegasti kosturinn hvað Samfylkinguna varðar er löngu liðinn Magnús Orri. Þið vanmátuð íslensku þjóðina,sem hefur staðið af sér tilræði ykkar. Líklega sjá fleiri en ég steinrunnin böðla,andlit ykkar,í hatursfullum aðgerðum fríandi ykkur frá ábyrgð hrunsins,sem áttuð mikinn þátt í. Hofið í Brussel er nú stekkur,þaðan sem þið sóttuð stærilætið,en hirtuð ekkert um íslensku heimilin,nema eftir þvingaðar aðgerðir fjöldahreyfinga. Skynsamlegasti kosturinn er runninn ykkur úr greipum. Far well Frans.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2012 kl. 01:29

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Áhrifamesta dagblað í Þýskalandi segiru. Ekki veit ég hvaðan þú færð þínar upplýsingar, en eins og annað sem frá þér kemur. Þá eru þær rangar.

"F.A.Z. has a circulation of 366,844 (3rd quarter 2008)[2] and has a slight centre-right or conservative bias. It has the legal form of a GmbH; the independent FAZIT-Stiftung (FAZIT Foundation) is its majority shareholder (93.7%).[3] The F.A.Z. runs its own correspondent network. Its editorial policy is not determined by a single editor, but cooperatively by five editors. It is the German newspaper with the widest circulation abroad, with its editors claiming to deliver the newspaper to 148 countries every day.

[...]

The F.A.Z. is one of several high-profile national newspapers in Germany (along with Süddeutsche Zeitung, Die Welt, Frankfurter Rundschau and die Tageszeitung) and among these has the second largest circulation nationwide. It maintains the largest number of foreign correspondents of any European newspaper (53 as of 2002).[5]

The F.A.Z. promotes an image of making its readers think. The truth is stated to be sacred to the F.A.Z., so care is taken to clearly label news reports and comments as such. Its political orientation is classical liberal with an occasional support for conservative views by providing a forum to commentators with different opinions. In particular, the feuilleton and some sections of the Sunday edition cannot be said to be specifically conservative or liberal at all."

Tekið héðan.

Þetta dagblað er ekki áhrifamikið. Þó svo að það sé vel þekkt. Á þessu tvennu er munir sem Páll ætti að kynna sér.

Hvorki Evrópusambandið eða evran er að fara eitthvað á næstu áratugum.

Jón Frímann Jónsson, 15.8.2012 kl. 02:10

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jón Frímann þú ert trúr þínum,það viðurkenna allir að er kostur. En stendur Ísland þér ekki nær drengur?? Við sem hér búum,viljum hlúa að og nýta landið sem við erum fædd i,byggja áfram upp þjóðríkið island,sem er evrópusambandinu svo fjarri,vegna hugmynda um að gera alla Evropu að einu stórríki.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2012 kl. 02:27

4 identicon

Jón Freeman, af hverju þarftu að nota hvert tækifæri til að auglýsa vanþekkingu þína?

Af hverju léstu þetta innlegg ekki bara eiga sig, þar sem þú hefur ekki snefilsþekkingu á þýskum fjölmiðlum?

Er þetta einhver fetish hjá þér, að láta fólk hlægja að fákunnáttunni?

Hilmar (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 07:42

5 identicon

Samfylkingin líður fyrst og fremst fyrir að þar hefur safnast saman óhæft og óheiðarlegt fólk.

Að almennur félagi í Samfylkingunni skuli sætta sig við þetta er óskiljanlegt.

Hvernig getur nokkur hugsandi maður litið til Jóhönnu Sigurðardóttur sem stjórnmálaleiðtoga?

Karl (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband