Svandís, Ögmundur, Katrín og ESB-umsóknin umboðslausa

Alþingismeirihlutinn sem samþykkti að senda aðildarumsókn til ESB sumarið 2009 var án umboðs þjóðarinnar. Það viðurkenna þeir þingmenn VG sem núna verða að standa reikningsskil gerða sinna gagnvart kjósendum. Þremenningarnir vilja gera yfirbót.

Ef þau Svandís, Ögmundur og Katrín hefðu greitt atkvæði samkvæmt umboðinu sem þau fengu frá kjósendum hefði atkvæðagreiðslan á alþingi 16. júlí 2009 farið þannig að fylgjandi ESB-umsókn hefðu verið 30 en 31 á móti - tveir sátu hjá.

Alþingi á að afturkalla ESB-umsóknina um leið og það kemur saman í næsta mánuði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tekur virkilega einhver lengur mark á orðum Ögmundar Jónassonar?

Ég get ekki ímyndað mér það. Stóllinn er honum allt.

Hvað ætlar hann að gera ef ekki fæst samþykkt að efna til þessarar atkvæðagreiðslu?

Dettur einhverjum í hug að þá muni hann setja hnefann í borðið og standa upp úr ráðherrastólnum?

Hátt geltir ragur rakki.

Þetta fólk er fullt af lofti.

Karl (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 14:35

2 identicon

Nú er aðeins spurning, um hvort Samfylkingunni tekst að fílast með VG í tvo eða fjóra mánuði áður en boðað verði til kostninga.

En eitt er alveg víst, báðir þessir flokkar eiga eftir að verða fyrir gífurlegu fylgishruni, fyrir að hafa ekki tekið á skuldavanda heimilanna, líkt og gert hefur verið við skuldsett fyrirtæki, en hjá þeim hafa 600-800 miljarðar verið afskrifaðir, þrátt fyrir að miljarða arðgreiðslur, undanfarinna ára hafa verið fluttar í skattaskjól erlendis, en ekki nema 30-40 miljarðar hjá heimilum landsins, sem sitja eftir með stökkbreytt verðtryggð lán.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 15:06

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessir og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna samþykktu líka Icesave I, óséð og ólesið, að fyrirmælum forystunnar. Sú skömm er mun stærri en ESB fárið.

Kolbrún Hilmars, 14.8.2012 kl. 16:08

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Kolbrún,svo einkennilega vill til að upphafsstafir þeirra þriggja,sem Páll nefnir í röð,er SÖK, vonandi bítur hún sekan.

Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2012 kl. 18:04

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég tek heilshugar undir með Kolbrúnu og Helgu

Þórólfur Ingvarsson, 14.8.2012 kl. 20:17

6 identicon

Svona greiddu þingmennirnir atkvæði um ESB: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=41080

Sigurður (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 20:47

7 Smámynd: Elle_

Ögmundur var einn á báti í VG með Svavars-samninginn (ICESAVE1 fyrir fyrirvarana).  Ögmundur barðist gegn óséðum samningnum.  Þetta var nefnilega eins og Haraldur Hansson lýsti þessu: >Andstaða Ögmundar og barátta Framsóknar leiddi til þess að nýtt frumvarp var búið til.<

Þó Ögmundur hafi of oft sorglega gefið undan yfirgangi Steingríms, stóð hann samt gegn þessu og ICESAVE2 (30.12.09). 

Elle_, 14.8.2012 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband