Brusselstarfið hans Björgvins G. í húfi

Umsóknarríki semja við Evrópusambandið um sérstakan starfsmannakvóta sem stjórnvöld umsóknarríkis fá úthlutað við inngöngu. Björgvin G. Sigurðsson og félagar hans í þingflokki Samfylkingarinnar renna hýru auga til starfsmannakvótans.

Eftir næstu þingkosningar verða fjölmargir núverandi þingmenn Samfylkingar án atvinnu. Flokkurinn mælist þriðjungi minni en í síðustu kosningum.

Björgvin G. vill halda lífi í ESB-umsókninni til að skerða ekki atvinnumöguleika sína eftir kosningar.


mbl.is Viðræðum svo gott sem lokið fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kvótinn miðast við mannfjölda og Ísland fær ekki nema 17 stöður. Þar af á eflaust Árni Þór og ESB-kjarni VG einhverja kröfu. En kannski er öflugt aðstöðarmannakerfi í gangi sem getur bjargað hinum.

Ragnhildur Kolka, 13.8.2012 kl. 13:35

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Skildu allir þessir sautján sem Ragnhildur hér ágæt mynnist á, borga gjöld hér heima?  Þetta er alvöru spurning því Það skiptir máli, þar sem allir hinir sem þá eru atvinnulausir borga  væntanlega ekki mikið til samfélagsins.  

En svona gersamlega andlaust og handalaust fólk þarf náttúrulega að komast inn í einhverskonar aumingja kvóta, sem svo hrinur og þá verður fólk með þrekið og hendurnar að bjarga því.      

Hrólfur Þ Hraundal, 13.8.2012 kl. 14:36

3 identicon

Ef við berum okkur saman við Lúxembúr og Möltu, þá yrðu Íslenskir starfsmenn 105-115, innan ESB.

Það eru maaargir bitlingar.

Nægilega margir til þess að bæta alþingismönnum upp atvinnumissi. Það er jafnvel pláss fyrir duglega flokkshesta sem núna fá að stunda kynjaða hagfræði á launum skattgreiðenda.

Hluti VG er búinn að sætta sig við, að þessi störf eru ekkert á leiðinni, og hafa því söðlað um í örvæntingu. Atvinnuleysisvofan kemur þó nokkuð örugglega til með að heimsækja stóran hóp VG.

Samfylkingar hafa þó ekki gefið upp vonina. Kannski á flokkurinn einhver störf inni hjá ESB, burtséð frá innlimun eða ekki. Ekki ólíklegt að flokknum verði umbunað á einhvern hátt fyrir vel unnin störf í þágu ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband