Mánudagur, 13. ágúst 2012
Ekki meirihluti á alþingi fyrir ESB-umsókn
Sumarið 2009 samþykkti alþingi að senda umsókn um aðild að Evrópusambandinu með 33 atkvæðum gegn 28 en tveir sátu hjá. Þessi meirihluti er ekki lengur fyrir hendi þar sem þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hafa vonum síðar ákveðið að fylgja stefnu flokksins og vilja kjósenda og afturkalla umsóknina.
Hvort heldur að alþingi geri formlega samþykkt þegar það kemur saman í haust um að afturkalla umsóknina eða að ríkisstjórnin taki meirihluta þingsins í gíslingu kemur það út á eitt: umboðsleysi Össurar utanríkis er algert. Þjóðin vill ekki ESB-aðild og þingið ekki heldur.
Samfylkingin er líka að gugna á ESB-umsókninni, samanber greinar um helgina frá tveim góðkrötum, Stefáni Ólafssyni og Andrési Jónssyni.
Engin von er til að Evrópusambandið hreyfi sig í samningamálum við Ísland þegar umboðsleysi samfylkingarhluta ríkisvaldsins er afhjúpað. Þar með er girt fyrir að nokkuð liggi fyrir um samning fyrir næstu alþingiskosningar.
Meirihluti snýst gegn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hugrakka fólk, sem þorir að hlýða eigin samvisku og skynsemi, í stað þess að líða áfram heilaþvegið í dái í átt að feigðarósi, er með því að tryggja mannorð sitt meðal góðra manna, og þar með að opna möguleika fyrir áframhaldandi framtíð á sviði samfélagsmála, mögulega innan alþingis, og ýmsar aðrar dyr, sem munu allar standa lokaðar landráðamönnunum sem of lengi hafa heilaþvegið, deyft og slæft gott fólk, eftir næstu kosningar.
Hrafna Flóki (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.