Miðvikudagur, 8. ágúst 2012
Lýðræðishalli ESB og neyðarstjórnun Brussel
Skil urðu í þýskri ESB-umræðu þegar Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu sagði þjóðþing evru-ríkjanna vera Þrándur í Götu björgunar evrunnar. Þjóðverjar eru viðkvæmir fyrir lýðræðisumræðunni enda þar með erfiða ferilsskrá. Tilburðir til að setja lýðræðislega kjörin þjóðing til hliðar í stórpólitískum álitamálum vekur ekki þýska hrifningu.
Dálkahöfundur Die Welt minnir Monti á að hann sé í forsæti embættismannastjórnar og tali sem fyrrum félagi í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins án lýðræðislegs umboðs. Dálkahöfundurinn rifjar upp sögu Evrópusambandsins og hvernig það hefur verið byggt upp án lýðræðislegrar þátttöku almennings í þjóðríkjunum sem mynda sambandið.
Einn aðalritstjóra Frankfurter Allgemeine tekur dýpra í árinni og segir ekki koma til greina að samþykkja enn einu sinni þau rök embættismanna í Brussel að til að bjarga ,,Evrópu" verði ríkisstjórnir að taka höndum saman og sniðganga þjóðþingin og búa til sambandsríki evru-landa.
Þrátt fyrir áratuga sögu Evrópusambandsins hefur ekki tekist að búa til samevrópskan pólitískan vettvang sem almenningur finnur sig heima í. Af því leiðir er ógjörningur að gera hvorttveggja í senn að minnka lýðræðishallan og bjarga evrunni með nýjum valdastofnunum í Brussel.
Annað tveggja gefur eftir: lýðræðið í Evrópu eða evran.
Frakkar á leið í samdráttarskeið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í sandkassanum; ,byggjum geðveikt stórt ríki,sambandsríki,svona eins og USA.
Helga Kristjánsdóttir, 9.8.2012 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.