Þriðjudagur, 7. ágúst 2012
Einn lífeyrissjóður eða enginn lífeyrissjóður
Lífeyrissjóðir á Íslandi eru reknir af græðgisvæddum bjánum sem í ofanálag eru fullkomlega ábyrgðalausir. Bjánarnir sólunduðu almannafé í skýjaborgir auðmanna og fengu í staðinn umbun eins og að sitja í lúxusstúku á Anfield.
Starfsemi lífeyrissjóða er svo einföld að hún sankar að sér getulausu fólki, hrunið sýndi að siðleysingjar hafa líka tekið sér bólfestu þar. Kerfið er ónýtt og þarf að leggja af.
Lífeyrissjóðir starfa í skjóli laga sem tryggir innflæði fjármagns. Útgreiðslur eru aldurs- og örorkutengdar og skýrar reglur þar um. Launþegar greiða til lífeyrissjóða samkvæmt kjarasamningum. Allt er bundið og skýrt og engin samkeppni er á milli sjóðanna.
Spurningin er aðeins hvort sameina eigi alla lífeyrisjsóði landsins í einn sjóð undir ríkisforsjá eða hvort ætti að fara þá leið að hafa enga lífeyrissjóði heldur lífeyrisreikninga í fjármálastofnunum (bankar, tryggingafélög og þess háttar).
Blönduð leið fæli í sér að samtryggingarþátturinn færi til ríkislífeyrissjóðsins en lífeyrissparnaðurinn á lífeyrisreikninga í fjármálastofnunum sem væru undir eftirliti.
Hvaða leið sem verður farin er ástæða til að taka ofan fyrir ríkissstjórn Jóhönnu Sig. (ekki oft gert á þessum vettvangi) fyrir að ráðast til atlögu við ónýtt lífeyrissjóðakerfi.
Viðbót kl. 20:33: auðvitað var þetta misskilningur. Sjóðahyskið á framfæri almennings er innvígt samfylkingarfólk verkalýðsmegin og sjálfstæðismenn hjá atvinnurekendum. Oddný fór í yfirgír að draga tilbaka fyrri orð sbr.
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/08/07/taladi_um_eitt_lifeyrissjodakerfi/
Oddný undirbýr einn lífeyrissjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er farinn að hallast að því alvarlega og án gamans, að réttast væri að þjóðnýta allar eigur lífeyrissjóðanna ca. 2000 miljarða, og borga upp á einu bretti, allar skuldir íslenska ríkisins ca. 2000 miljarða, og byrja algjörlega upp á nýtt, með hreint borð.Því annars verður þjóðin í skuldafjötrum næstu ára tugina, því sú kynslóð sem klúðraði efnahagsmálum þjóðarinnar, hefur ekki siðferðislegan rétt á að koma þessum skuldum á komandi kynslóðir.
Það verði síðan tekinn upp einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn, gegnumistreymissjóður,sem tæki yfir allar greiðslur til lífeyrisþega landsins,þannig engin tapaði neinum lífeyrisréttindum.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 19:57
Viturlega mælt.
Lífeyrissjóðirnir hafa brugðist eins og flest annað í þessu landi.
Til hefur orðið græðgisvætt, rándýrt sukkkerfi sem þjónar ekki hagsmunum landsmanna.
Hyggilegast að leggja lífeyirssjóði niður og flytja inneign á einkareikninga í bönkum og fjármálafyrirtækjum.
Rósa (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 20:10
Mæli með að fólk lesi pistla Ólafs Margeirssonar um afturgöngurnar, áður en það gapir yfir hókus pókus trixi Oddnýjar og samfó. Hér eru linkar á 2 þá fyrstu og fólk getur síðan einnig lesið þá næstu sem fjalla um almennu afturgöngurnar:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/afturgongulifeyriskerfi
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/opinberu-afturgongurnar
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 20:18
Ólafur segir ma. í oistli sínum um "Opinberu afturgöngurnar", sem Oddný vill að sjálfsögðu forðast að nefna, enda samspillingin ferföld í roðinu:
Áfallna staðan hjá opinberu sjóðunumStærsti sökudólgurinn á bakvið 553 milljarða kreditkortareikninginn sem komandi kynslóðir eiga að fá að borga er Lífeyrissjóður Starfsmanna Ríkisins, LSR. Sá ágæti sjóður er með ríkisábyrgð og því hefur hann ekki þurft að skera niður réttindi líkt og almennu sjóðirnir (komum að þeim síðar!) hafa þurft að gera frá 2008. Raunar var LSR löngu kominn í mjög neikvæða tryggingafræðilega stöðu löngu fyrir hrunið í október 2008 svo LSR hefur lengi verið til vandræða.
Áfallna gatið, þ.e. gatið á áfallinni stöðu einni saman, á LSR einum er 355 milljarðar króna.Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 20:24
Auðvitað kemur Páll Vilhjálmsson ekkert á óvart, ræðst á fólk en ekki málefnið !
Það er rétt að opinbera lífeyriskerfið er komið á hausinn, það á ábyrgð opinberar stjórnsýslu !
En ætlað taka peninga út úralmenna lífeyriskerfinu til að borga skuldir handónýttar gjörspiltrar stjórnsýslu er bara galið !!!
Það ætti að hýrudraga alla flokksdindlana inn í opinbera kerfinu til að borga skuldir þeirra !
JR (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 21:26
Það vantar ekki sleggjudómana hér frekar en vanalega.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.8.2012 kl. 21:29
Maður er bara hissa á að sjá menn skrifa hér að eigi að gera fjármuni lífeyrissjóða upptæka.. þjóðnýta.. Nokkuð róttækt að láta sér detta til hugar að stela fjármunum annarra ( launamanna ) til að nota í annað og skilja fólk eftir á vonarvöl í ellinni... svona skrifa bara kjánar eða illa innrættir.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.8.2012 kl. 21:31
Í raun þarf ekki að þjóðnýta lífeyrissjóðina heldur að afnema greiðsluskylduna inn í þá og heimila mönnum að taka út sinn áunna rétt nú þegar. Auðvitað verða þeir óvirkir við það og hið nýja kerfi sem taka þarf upp í staðin er nauðaeinfalt gegnumstreymiskerfi þ.e. lífeyrir verður greiddur út af ríkisjóði og aflað til þeirra greiðslna með skattfé. Um leið og raunar nú þegar þarf að framkvæma það sem til þarf að lækka vexti sbr. greinar Ólafs Margeirssonar þar um. Þegar lífeyrissjóðsruglkerfið er orðið óvirkt þá þarf ekki að tipla á tánum í kringum eðlilegar leiðréttingar á vöxtum og stökkbreytingum lána.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 21:55
Ólafur Margeirsson segir einnig í pistlinum "Opinberu afturgöngurnar":
“Niðurstaðan er því afskaplega einföld: Opinbera lífeyrissjóðskerfið er tæknilega gjaldþrota og uppbyggingu þess má líkja við Ponzi píramída þar sem “fyrstir koma, fyrstir fá”"
Er það sanngjarnt, að hinir dæmigerðu 4-földu og samtryggðu sjálfskammtarar ríkisflokkakerfisins til áratuga,
þau Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Halldór Ásgrimsson og Davíð Oddsson fái sitt, án allrar ábyrgðar á einu né neinu, í anda "fyrstir koma, fyrstir fá"?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 22:30
Þessar bollaleggingar hljóma bara vel og allt gott og blessað um það að segja, en er nokkuð borðfast um tilvist þessara tvö þúsund milljarða, ef til á að taka? Er þetta ekki löngu sólundað fé?
Jónatan Karlsson, 7.8.2012 kl. 22:46
Sæll.
Gallinn við þessa sameiningu er auðvitað sá að lífeyrissjóðirnir standa misvel. Við sameiningu niðurgreiða þeir betur stæðu klúður hjá hinum. Hversu sanngjarnt er það? Hvað ef þeir sem stjórna þessum eina lífeyrirssjóði klúðra einhverju? Þá eru öll eggin í einni körfu?! Er það skynsamlegt?
Gott hjá Pétri að vitna í Ólaf. Alltof fáir þora að ræða stöðu lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna og því lengur sem dregst að taka almennilega á því máli þeim mun erfiðara verður að leysa vandann. Ég held að stjórnmálamenn þori ekki að tækla vandann ef þeir þá skilja hann.
Það er til lausn, lausn sem komin er 30 ára reynsla á. Í Síle komu menn á því sem kallað var "Personal retirement accounts", ef ég man heitið rétt, sem gengur út á að hver og einn leggur til hliðar fyrir sig og sér um eigin lífeyrissjóð. Þá þarf ekki einhverja aðila á háum launum við að skipuleggja fjárfestingastefnu sem stjórnmálamenn eru svo líka að skipta sér að. Með þessu myndi skapast samkeppni um lífeyrisfé landsmanna og allir græða á því. Ávöxtun þessara sjóða í Síle er mjög góð, mun betri en hér.
Þeir sem stjórna og stýra lífeyrissjóðunum hér eru heldur ekki að sýsla með eigið fé, öfugt við síleska kerfið, og menn fara alltaf verr með annarra manna fé en eigið. Ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna hér er einnig afskaplega lítil ef einhver. Hefur einhver/einhverjir sem stýra lífeyrissjóðunum verið látnir taka pokann sinn? Geta eigendur lífeyrissjóðanna rekið stjórnendur? Hefur það gerst? Er stjórn lífeyrissjóðanna að stýra eigin fé sínu? Nei, og m.a. þess vegna er þetta kerfi ekki nógu gott.
Tökum upp það sem gert er í Síle. Þá fá menn það sem þeir greiða inn auk fjármagnstekna og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að greiða stjórnmálamönnum sem skammta sjálfum sér lífeyri sem algerlega er úr takti við það sem þeir greiddu. Ég vil ekki borga undir elítuna, ég á nóg með mig.
@Bjarni Gunnlaugur: Það er algerlega rangt að ætla sér að láta skattgreiðendur standa undir lífeyriskerfinu, þeir sem nú eru að koma inn á vinnumarkaðinn eiga ekki að borga fyrir vitleysu þeirra sem á undan gengu. Það fólk verður að bera ábyrgð á eigin bommertum!!
Helgi (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 23:43
Þetta er mjög góð leið til að fela spillingarslóð fyrri stjórnendur í illa stöddum sjóðum.
jonasgeir (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 00:53
Sumir virðast fara beint í 4-flokks skotgrafirnar þegar nafn Lilju Mósesdóttur er nefnt. En af hverju ekki að kynna sér málin, vega og meta, áður en menn fordæma. Oft setur hún málin í víðara samhengi en aðrir stjórnmálamenn hér á landi. Hún greinir vandann, það er hennar styrkur, líkt og Ólafs Margeirssonar.
Hvað vilja td. 4-flokks skotgrafa-liðar helst setja út á þennan pistil hennar frá 6. feb. 2012? Hér setur hún lífeyrisjóðsmálin í samhengi við ma. Íbúðalánasjóð og ríkis-verðtrygginguna:
Áhættuminna lífeyriskerfi
febrúar 6, 2012 by liljam
Samkvæmt skýrslu úttektarnefndar á lífeyrissjóðunum töpuðust 480 milljarðar króna við bankahrunið og er tapið meira en við mátti búast. Margir bera ábyrgð á tapi lífeyrisjóðanna. Starfsfólk bankanna gáfu stjórnum sjóðanna í mörgum tilfellum upp rangar upplýsingar um eiginfjárstöðu bankanna og tengsl þeirra við fyrirtæki sem þeir ráðlögðu stjórnum sjóðanna að fjárfesta í.
Stjórnir sjóðanna fóru oft á svig við fjárfestingastefnu sjóðanna og verklagsreglur við ákvarðanatöku um fjárfestingar. Eftirlitsaðilar mátu ekki gæði fjárfestinga sjóðanna og Alþingi breytti lögum um sjóðina til að þjóna sérhagsmunum í atvinnulífinu.
Afleiðingin blasir nú við. Iðgjaldagreiðslur launafólks síðast liðin 12 ár hafa tapast og lífeyrir þeirra sem byggt hafa upp sjóðina frá grunni mun að óbreyttu ekki duga til framfærslu. Kostnaður almennings af því að viðhalda núverandi lífeyriskerfi felst ekki aðeins í 480 milljarða tapi.
Tapið mun hækka þegar búið er að leiðrétta virði útblásinna eigna lífeyrissjóðanna og Íbúðalánasjóðs sem engin innistæða er fyrir. Tap sjóðanna varpar ljósi á ókosti þess að byggja upp lífeyriskerfi, þar sem lífeyrissjóðir leika aðalhlutverkið og sjá um samtrygginguna ásamt ávöxtun viðbótarlífeyris á markaðsforsendum í óstöðugu hagkerfi. Nauðsynlegt er að byggja upp nýtt lífeyriskerfi, þar sem meira jafnvægi ríkir milli almannatryggingakerfisins og lífeyrissjóða.
Tapaðar eignir
Eftir hrunið sem hófst í reynd haustið 2007 hefur verið reynt að draga úr tapi lífeyrissjóðanna með því að láta verðtryggðu kynslóðina taka alfarið á sig verðbólguskotið í stað þess að deila því á milli lánveitenda og lántakenda eins og Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir.
Gífurleg eignatilfærsla hefur því átt sér stað frá skuldsettum heimilum í gegnum banka og Íbúðalánasjóð til lífeyrissjóðanna og annarra fjármagnseigenda. Fyrir hrun áttu um 20% heimila ekki eignir fyrir skuldum en þetta hlutfall er nú komið í 40% og fer hækkandi. Auk þess er nú ætlunin að hækka iðgjaldagreiðslur í sjóðina úr 12% af tekjum fyrir skatt í 15%. Núþegar hafa um 33 milljarðar fallið á skattgreiðendur vegna útlánataps Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður á enn langt í land hvað varðar að afskrifa tapaðar eignir (útlán). Gert er ráð fyrir að Alþingi þurfi á þessu ári að leggja Íbúðalánasjóði til a.m.k. 33 milljarða til viðbótar til að mæta útlánatöpum og eiga fyrir greiðslum til lífeyrissjóðanna sem í raun fjármagna fasteignalánin.
Leiðrétting óhjákvæmileg
Skuldavandi heimilanna má fyrst og fremst rekja til ákvarðana bankastarfsmanna, stjórna lífeyrissjóða og stjórnmálamanna en ekki til ákvarðana einstakra heimila. Réttlætingin fyrir almennri leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána er eignabóla (verk banka og lífeyrissjóða) og verðtrygging (verk stjórnmálamanna). Þegar bankarnir hófu að lána ólögleg gengistryggð lán jókst gífurlega framboð lánsfjármagns til fasteignakaupa. Eignabóla myndaðist á fasteignamarkaði sem varð til þess að þeir sem keyptu eignir eftir 2004 neyddust til að greiða alltof hátt verð. Verðtrygging fasteignalána eftir hrun magnaði upp vandann, þar sem hún tryggði að virði skulda hækkaði í kjölfar verðbólguskots á sama tíma og verð fasteigna lækkaði. Óbreytt lífeyrisskerfi mun magna upp skuldavanda verðtryggðu kynslóðarinnar og hrekja margt ungt fólk úr landi. Skuldakreppan mun vara í ártugi ef samstaða næst ekki um almenna skuldaleiðréttingu.
Drögum úr áhættu
Í nágrannalöndunum er meira jafnvægi milli lífeyrissjóða- og almannatryggingakerfisins, þrátt fyrir meiri efnahagslegan stöðugleika. Í umræðunni um framtíð lífeyrissjóðanna hér á landi gleymist oftast að geta þess að sjóðir (sjóðsmyndunarkerfi) fela í sér töluverða áhættu og aðeins er einblínt á áhættuna í almannatryggingakerfinu (gegnumstreymiskerfinu). Í sjóðsmyndunarkerfinu er hætta á að eignir sjóðanna rýrni og tapist eins og gerðist í bankahruninu. Auk þess byggir sjóðsmyndunarkerfið á því að fólk öðlist réttindi í samræmi við iðgjaldagreiðslur. Lífeyrissjóðir viðhalda því launamuninum á vinnumarkaði. Áhætta gegnumstreymiskerfisins felst fyrst og fremst í aldurssamsetningu þjóðarinnar og þróun raunlauna. Ef raunlaun hækka ekki í samræmi við fjölgun lífeyrisþega á sama tíma og fjöldi skattgreiðenda stendur í stað, þá þarf að hækka skatta til að fjármagna kerfið. Tekjujöfnun í gegnum lágmarkslífeyri er mun auðveldara að ná fram í gegnum gegnumstreymiskerfið. Hér á landi hefur almannatryggingakerfið verið talað niður af þeim sem hafa beina hagsmuni af því að nýta peninga almennings í fjárfestingar.
Blandað kerfi
Blandað kerfi sjóðsmyndunar og gegnumstreymis hentar okkur mun betur, þar sem það er áhættuminna og gerir okkur kleift að losna við verðtrygginguna og auka jöfnuð. Mikilvægt er að auka vægi almannatryggingakerfisins sem fyrst og nota það til að tryggja öllum lágmarkslífeyri. Lífeyrissjóðir eiga ekki að sjá um samtrygginguna – aðeins um ávöxtun viðbótarlífeyris. Samtryggingin sem innbyggð er í starfsreglur flestra lífeyrissjóða hefur verið notuð til að réttlæta að skuldsett heimili séu blóðmjólkuð til að bæta tap sjóðanna. Fjármagna á lífeyrisgreiðslur almannatrygginga sem duga til framfærslu með skatti á inngreiðslur í lífeyrissjóðina. Skatturinn mun minnka umfang sjóðanna sem voru fyrir hrun orðnir of stórir fyrir íslenskt efnahagslíf og tóku því mikla áhættu í fjárfestingum sínum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 01:50
Páll segir: Oddný fór í yfirgír að draga tilbaka fyrri orð sbr.
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/08/07/taladi_um_eitt_lifeyrissjodakerfi/
Hvað er þetta eiginlega með Samfylkinguna og Bachman Turner Overdrive?
"Yyoouu, ain´t seen nothing yet" ... hvað er það sem Samfylkingin þykist vilja sýna okkur, en annað hvort getur komið því óbrengluðu frá sér, eða hreinlega heykist alltaf á því?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 02:35
Lífeyrissjóðsmálið er einfalt, skerða réttindindi ekki bara almennings heldur líka opinberra starfsmanna, punktur basta. Hvað svo á að gera við ESB landráðahyskið? það er erfiðara mál að tala um. Norðmenn höfðu breiða lausn við því.
spirit (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 02:54
Eigi skulum við trúa 1 orði sem fulltrúar 4flokksins segja næstu mánuði....
GB (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 10:51
Það er löngu búið að tæma lífeyrissjóðina. Þessi umræða er einungis kosningaáróður banka/fjárglæfrafyrirtækjanna, sem hafa framselt lífeyrissjóðina fyrir löngu síðan. Það er bara verið að hita upp fyrir næstu kosningablekkingu.
Sorglegt hvernig reynt er endalaust að blekkja almenning. Og enn sorglegra að almenningur skuli bíta á blekkingar-agnið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2012 kl. 02:30
Það eru rétt liðlega 30 starfandi lífeyrissjóðir hér á þessari eyju sem hefur rúmlega 300.000 íbúa, þar af eru innan við 200.000 sem eru vinnandi og skapa tekjur.
Rekstrarkostnaður allra lífeyrissjóðanna var árið 2010 um þrír og hálfur milljarður = 3.500.000.000 kr., fyrir utan klúðurslegar fjárfestingar.
Jóhannes (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 03:34
Johannes tad eru 39 sjodir og kostnadurin er ca 10,5 miljardar a ari,auk tess er ca 2 miljardar sem eru umsyslugjød erlendis og ymislegt fleira semeki er gefid upp hja tessum glæpamønnum,auk tess eru medallaun i tessumsjodum a bilinu 6,5-10 miljonir a ari,a sama tima eru sjodsfelagar ad fa medalgreidslur upp a 70-100,000 kr a manudi,og Tr reiknar fyrstu 70,000 kronu a moti kronu,og af 100,000 standa eftir 8000 kr ca netto
Thorsteinn Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.