Popper-prófið á ESB-sinna

Undir hvaða kringumstæðum má fullyrða að evru-samstarfið sé misheppnað og með hvaða rökum er hægt að hafna þeirri yrðingu að kringumstæðurnar núna uppfylli skilyrðið? Roger Bootle spyr þessarar spurningar og biður ESB-sinna  að svara. Hann nefnir spurninguna Popper-prófið í höfuðið á heimspekingnum Karli Popper.

Þeir sem segja að undir engum kringumstæðum sé evru-samstarfið misheppnað ganga trúarbrögðum á hönd og eru hættir að taka mark á hörðum staðreyndum raunheimsins. Þeir sem fallast á að undir einhverjum kringumstæðum sé evran misheppnuð eiga fjarska erfitt með að neita því að þær kringumstæður eru einmitt fyrir hendi í dag.

Popper-prófið hans Bootle er áminning um að rökin fyrir evrunni eru helst sótt á svæði hins yfirskilvitlega. Svona eins og rökin fyrir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband