Fullveldisfylgi VG og Lilja

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur helmingi af fylgi sínu frá síðustu kosningum. Stærsta skýringin á fylgistapi VG er ein: ESB-umsókn ríkisstjórnarinnar.

Kjósendur sem áður fylgdu VG að málum er ekki líklegir til að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt og ekki virðast þeir flykkjast til Framsóknarflokksins, ef marka má Þjóðarpúls Gallup í ágúst.

Lilja Mósesdóttir, sem var áður þingmaður VG, en stofnaði Samstöðu og ætlar að bjóða fram í næstu þingkosningum mælist með þrjú prósent fylgi en hafði áður skorað 11 prósent.

Fullveldisfylgið í VG og Samstaða Lilju þurfa að mætast. Til að svo megi verða þurfa Ögmundur, Guðfríður Lilja og Jón Bjarna að bjóða fram undir merkjum Samstöðu.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur og Samfylkingin bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrunflokkarnir tveir, Sjallarnir og Framsókn völdu sér flokksformenn þegar innbyggjarar voru uppteknir við að græða og grilla. Þegar fé án hirðis var glatað fé, samkvæmt “Peter Blöndal Principle”, þegar kúlulán voru tekinn, þegar Ísland var stórasta land í heimi með athafnaskáldin sín, “poets of enterprise”, eins og forsetaræfillinn kallaði útrásarbófana.

Því urðu fyrir valinu tveir ríkir pabba drengir, tveir silfurskeiða strákar, kunnu að grilla, en fátt annað.

En það var fyrir Davíðshrunið, fyrir gjaldþrot Seðlabankans, áður en bótasjóður Sjóvá var tæmdur, áður en SpKef var rændur. Einnig áður en Geir Haarde var dreginn fyrir landsdóm og einn nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar var læstur inni fyrir innherjasvik.

Allar aðstæður eru því gjörbreyttar, síðan Bjarni Ben og Sigmundur Davíð urðu formenn Hrunflokkanna, flokka afskrifta- og kvótagreifa.

En með þessa pabba stráka vinnast engar kosningar, ekki einu sinni hér á skerinu, þar sem margir eru sagðir vera stuttminnugir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 11:35

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Heyrðu Páll.

Þú talar fjálglega um fullveldisfylgið hjá VG. Síðan telur þú upp Guðfríði Lilju, Jón Bjarnason og Ögmund. Svona aðeins til upprifjunar, þá vil ég minna á að þessir einstaklingar greiddu öll atkvæði með Icesave II samningnum og Jón Bjarnason studdi líka Icesave III. Alþingismenn létu það verða sitt síðasta verk fyrir sumarfrí að smyrja auknum hlunnindum sér til handa ofan á allt hitt og voru þau öll hjartanlega sammála um þær sponslur (eða hvort einn sat hjá?) Þau þiggja sínar verðtryggðu lífeyrisbætur og hlýta höfðinglegum dómi kjararáðs þegar svo ber undir og eru hjartanlega sammála um milljarða styrki til þeirra eigin stjórnmálahreifinga úr tómum ríkiskassa og svona væri hægt að halda áfram. Maður gæti látið sér dreyma um myndun þjóðstjórnar, með valinkunnum einstaklingum, en þessu hyski sem ríður húsum niðri við Austurvöll á að sparka út í ystu myrkur og það ekki seinna en í gær.

Jónatan Karlsson, 6.8.2012 kl. 11:46

3 Smámynd: Elle_

Ögmundur sagði NEI við ICESAVE2 30. des. 09.  

Elle_, 6.8.2012 kl. 18:17

4 identicon

Þú ert alveg ótrúlega lágkúrulegur, Haukur Kristinsson, eiginlega alveg óþolandi kjaftur og kjáni.

Ólafur (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 18:56

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Elle.

En hvað kaus Ögmundur 16. feb. 2011?

Jónatan Karlsson, 6.8.2012 kl. 19:59

6 Smámynd: Elle_

Já, ég veit hann sagði JÁ þá, Jónatan.  Og það voru 44 alþingismenn sem það gerðu.  Eins og vanalega allir með tölu úr landsöluflokki Jóhönnu.  Og stór hluti þjóðarinnar lét ótrúlega blekkjast af Brussel-vinnumönnum.  En ég var nú annars nokkuð sammála öllu sem þú sagðir.

Elle_, 6.8.2012 kl. 22:27

7 identicon

Elle "... og það voru 44 alþingismenn sem það gerðu."

Nefndu þá alla með tölu Elle mín.  Rifjaðu það upp fyrir okkur öll.

Hvernig kaus td. formaður "Sjálfstæðis"Flokksins?  Höldum því til haga.

Var hann ekki í liði með Steingrími J. og Jóhönnu Sig.?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband