Laugardagur, 4. ágúst 2012
Alþjóðlegt samdráttarskeið næstu 3-5 árin
Þótt Ísland komi hlutfallslega vel undan kreppu eru engar líkur að efnahagsleg velmegun áranna fyrir hrun endurtaki sig í bráð. Teikn eru á lofti um að alþjóðlegt samdráttarskeið sé í vændum og það vari nokkur ár. Minni umferð á vegum úti hér á landi er aðeins ein vísbending um það sem koma skal.
Þrír þættir eru nefndir kreppuvakar: skrykkjótt efnahagsstarfsemi í Bandaríkjunum, evru-kreppan og kólnun efnhagsvélarinnar í Kína.
Samdráttarskeiðinu gætu fylgt pólitískar hræringar, bæði innan ríkja og í milliríkjasamskiptum. Þegar kreppir að verður verndarstefna ofaná í pólitískri umræðu sem skilar sér í viðskiptahindrunum milli ríkja.
Ísland mun ekki fara varhluta af efnahagslegum samdrætti. Við erum þó ólíkleg til að blandast inn í deilur sem koma okkur ekki við, t.d. milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, enda fullvalda í öðrum og víðtækari skilningi en ESB-þjóðir.
Ferðalög út á land hafa dregist saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er alveg borðliggjandi, að Alþjóðlegt samdráttarskeið er í vændum, því er brýnt að veruleg tiltekt eigi sér stað í okkar þjóðfélagi áður, t.d. leiðrétting á stökkbreyttum lánum heimilanna, því þar varð algjör Forsendubrestur við hrunið.
Líst mjög vel á tillögur Floks Fólksins, Hægri Grænna,
að settur verði á fót Sannleiks og Sáttadómstóll svo sátt náist í þjóðfélaginu. Því það er óumflýanlegt annað en að skoða og rannsaka þátt alþingismanna og annara í aðdraganda Hrunsins. Og þeir alþingismenn, sem hafa tekið þátt í að brjóta stjórnarskrána, og aðrir sem hafa sýnt af sér mjög alvarleg afglöp í starfi, verði sviptir eftirlaunum að fullu eða hluta, eftir alvarleika brotsins.
Þessi Sannleiks og Sáttadómstóll þarf að skoða mál allt aftur til ársins 1990, þegar þingmenn samþyktu frjálst framsal á sameign þjóðarinnar, kvótanum, sem er skýlaust brot á 72.gr stjórnarskrárinnar, og það þarf ýtarlega skoðun á því hvort, þessa þingmenn á svipta eftirlaunum, að hluta eða að fullu.
Sömuleiðis þarf að skoða ýtarlega alvarleika brota þeirra þingmanna sem samþykktu Árna Páls lögin sem brutu gegn stjórnarskránni, ásamt mörgu fleiru.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 4.8.2012 kl. 11:07
Það fer ekki á milli mála að samdráttarskeið er framundan. Af þeim sökum og ýmsum öðrum er mér alveg hulin ráðgáta hvernig stendur á þessum FASTEIGNAVERÐSHÆKKUNUM HÉR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU, ÞEGAR FASTEIGNAVERÐ LÆKKAR Í LÖNDUNUM KRINGUM OKKUR???? Að mörgu leiti er ég sammála Halldóri Birni, nema að því leiti að mér finnst það ekki vera forgangsmál að leita að einhverjum sökudólgum til að hengja. Þegar búið er að taka til í rekstri þjóðfélagsins, sem reyndar er eilífðarverkefni (aðhaldií rekstri lýkur aldrei), þá er hægt að snúa sér að þessu..............
Jóhann Elíasson, 4.8.2012 kl. 13:39
Sammála þér Halldór Björn, svo framarlega að engin "vafningspersóna" hasli sér völl innan þeirra, þá eiga Hægri Grænir eftir að koma sterkt út í næstu kosningum. Vonandi sleppa þeir þessu "græna" úr nafninu, því það getur skaðað marga sjóndapra manneskju á kosningadaginn. Manneskja getur hæglega sett X við Vinstri græna. Ekki viljum við það??
Jóhanna (IP-tala skráð) 4.8.2012 kl. 19:26
Samdráttarskeiðið verður líklega lengra. Eftir því sem lengur teygist á að Evrópa fari á hausinn, því lengra verður það.
Jóhann: fasteiganverðshækkun á höfuðborgarsvæðinu er örugglega til komin vegna viðskifta bankanna sín á milli með tómar íbúðir.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.8.2012 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.