Miðvikudagur, 1. ágúst 2012
Össur níðir krónuna - veikir undurstöðu atvinnulífsins
Krónan var forsenda þess að við komumst hratt og vel úr hruninu - efnahagslega. Írar, sem einnig lentu í bankahruni, búa við 15 prósent atvinnuleysi, lítinn hagvöt og dökkar horfur. Engu að síður talar Össur Skarphéðinsson niður krónuna og vill hana feiga. Össur er sjálfstætt efnahagsvandamál.
Össur neitar að horfast í augu við þá staðreynd að evru-samstarfið er búið að vera. Annað tveggja gerist að stóraukin miðstýring ESB á hagkerfum þeirra 17 ríkja sem búa við evru heppnast eða að samstarfið leysist upp. Hvort heldur sem er þá munu stór og öflug ESB-ríki standa utan við evruna í fyrirsjáanlegri framtíð.
Bretland, Svíþjóð og Danmörk munu ekki taka upp evru. Þessi þrjú ríki eru í Evrópusambandinu. Ef það tekst að verja evruna mun Evrópusambandið klofna í evru-kjarna annars vegar og hins vegar laustengdari ríki.
Engin glóra er fyrir Ísland að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu við þessar kringumstæður.
Mögulegt eftir lausn evruvandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin er svo vitlaus að það væri mikið mun betra fyrir alla að senda hóp af apaköttum í ráðherrastólana.
Þá væri líka hægt að borga í banönum.
jonasgeir (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 14:45
páll kannar þú aldrei það sem þú setur fram á þessu bloggi þínu. bullið er stundum með eindæmum eins og þessi fullyrðing þín að það séu dökkar horfur framundan hjá írum. þeir fóru nýlega í fyrsta sinn með ríkisskuldabréfaútboð til lengri tíma á alþjóðamarkaðinn. þar fengu þeir betri vaxtakjör en íslendingar í svipuðu útboði.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 15:16
Er ekki lágmarkið Friðrik, að hafa grunnþekkingu á írskum efnahagsmálum, áður en þú veður á internetið og ásakar fólk um bull?
Sendinefnd AGS var á Írlandi fyrir rúmri viku síðan, og boðaði að Írar þyrftu annað "bailout" á næsta ári. Eftir u.þ.b. ár verða Íaar búnir að draga á allar lánalínur, og með 10% halla á ríkissjóði, er ekki nokkur leið fyrir landið til að standa á eigin fótum.
Össur þekkir náttúrulega ekkert til efnahagsmála, og bandaði frá sér allri ábyrgð á hruninu, með vísun til þess.
Maður sem er fremstur í flokki innlimunarsinna, og viðurkennir að hafa ekki þekkingu á mikilvægasta málaflokknum, á náttúrulega að finna sér annað starf.
Ég býð sendiherrastöðu í Langtíburtistan og nokkra kampavínskassa.
Hilmar (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 18:32
Það er ekki nema ein leið fyrir Íslendinga út úr þessum gjaldeyrishöftum,slá nýja mynt(ríkisdal og fastengja hann við USA dollar) og hafa gömlu krónuna í höftum næstu ca. 20 árin.
Það hefur ekki nema einn stjórnmálaflokkur komið með eitthvað vitrænt í þessa umræðu, og það er flokkur fólksins,
Hægri Grænir,aðir flokkar virðast ekki hafa hugmynd um hvað á að gera.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 19:09
Svei mér þá Jón Ólafur, þú ert nú bara ekki í lagi.
Þetta rugl í gamla verðbréfasalanum á Wall Street, þessum Gvendi Franklín þarna, er bara tómt bull og algjör froða.
Bara froðusnakk fyrir hönd einhverra Ponzi gæja og vina hans á Wall Street.
Eva (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 00:23
Þetta raular Gvendur Franklín fyrir hægri grasasnana:
"I´m an Fed-landic cowboy with my Fed-landic Dollar."
Eva (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 00:30
Þessi Eva er nú hálf-Pésaleg. Vona að skilaboðin komist til skila til Jóns og Gunnu.
Eva2 (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 02:15
Það er einhver misskilningur í þessu hjá þér Páll. Ekkert bendir til þess að evran verði slegin af sem gjaldmiðill.Hún er hinsvagar of hátt skráð miðað við greiðslugetu undirstöðu þjóðanna í evrusamstarfsamstarfinu.Fyrr eða síðar verð frakkar og Þjóðverðar að viðurkenna þessa staðreynd.Trúlega fara þeir íslensku leiðiina,en hámörkun verður örugglega sett á innstæður.
Sigurgeir Jónsson, 2.8.2012 kl. 02:52
Það er líka misskilningur hjá þér Páll að íslenska krónan sé ekki tengd evrunni. Þegar og ef evran fellu,Þá fellur íslanska krónan gagnvart öðrum gjaldmiðlum en evru vegna útflutnings okkar til evru ríkjanna.
Sigurgeir Jónsson, 2.8.2012 kl. 03:00
Fáar ef nokkrar þjóðir hafa eins mikla hagsmuni af því að evran sé hátt skráð og íslendingar.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 2.8.2012 kl. 03:12
Það er líka óþarfi hjá þér Páll að vera að tala svona niður til össurarr.Allar innstæður í íslenskum krónum eru í raun svipað og var að eiga innstæðu í banka í Arkangels þegar ég var að sigla á Sovétríkin hér á árum áður.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 2.8.2012 kl. 03:26
hilmar, það er rétt að menn eiga að hafa lágmarksþekkingu á því sem þeir skrifa um. þess vegna bendi ég þér á síðustu skýrslu ags um írland, þ.e. frá 18. júlí s.l. hjá hér: http://www.imf.org/external/np/ms/2012/071812.htm
fridrik indridason (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 06:23
Fjármála-verbréfabrask-kerfið er hrunið, og allir í afneitun.
Til hvers er gjaldmiðill?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.8.2012 kl. 08:59
Færsla þín er hárrétt, Páll, láttu ekki hugfallast þó að fólk kjósi að ganga um með svefnleppi fyrir augum og með Euro- músík í heyrnartólum. Blekkingarleikur Össurar hlýtur að ljúka með skelli, því að hann hefur fengið að dingla frjáls of lengi, þrátt fyrir að viðurkenna réttilega að hann "hafi ekkert vit á fjármálum".
Ljóst er að krónan verður að duga um sinn, hvaða draumalönd sem fólk vill skapa sér. En ríkisfjármálin eru aðalmálið, og ekki eru þau beysin þegar tugmilljarða halli myndast, aðallega vegna spillingarmála stjórnarinnar.
Ívar Pálsson, 2.8.2012 kl. 11:42
Hann hefur nefnilega ´ekki hundsvit á fjármálum´, samkvæmt honum. Sigurgeir, ég er sammála þér nema það má vel tala niður til Össurar sem hefur svívirt lýðræðið og þjóðina. Það á að koma honum frá völdum, fyrir fullt og allt.
Elle_, 2.8.2012 kl. 11:51
Nrk.no: Draghi skuffer...
Það er einfaldast að benda á erlendan fréttaflutning, frekar en íslenskan.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.8.2012 kl. 14:49
Gerði þarna mistök. Sigurgeir, veit ekki hvað þú meinar með evrunni og innistæðum og ætlaði ekki að taka undir það heldur NEI-ið þitt. Það er svona að skrifa á hlaupum.
Elle_, 2.8.2012 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.