Þriðjudagur, 31. júlí 2012
Nubo-flokkurinn í vörn
Nubo-flokkurinn í ríkisstjórninni, samfylkingarráðherrar og Steingrímur J., eru með allt niðrum sig í málefnum Nubo og Grimsstaða á Fjöllum. Sigrún Davíðsdóttir hjá RÚV og Lára Hanna hafa flett ofan af hroðvirknislegum vinnbrögðum þar sem öllu er trúað sem Nubo segir, sama hversu fjarstæðukennt, en ekkert kannað sjálfstætt.
Nubo er ekki með neinn viðskiptaferli utan Kína að heitið geti. Maðurinn er þartil nýlega starfsmaður kínverska kommúnistaflokksins. Ferlisskrá talsmanns Nubo á Íslandi er, tja, ekki sannfærandi.
Þrátt fyrir öll rauðu ljósin í mælaborðinu veitti Nubo-flokkurinn í stjórnarráðinu kínverska auðmanninum brautargengi og gaf út vottorð án þess að athuga hvort sá kínverski héldi máli.
Minnisblaðið sem talað er um | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sorglegt hvað við eigum auðtrúa stjórnmálamenn.
Maður hefur það á tilfinningunni að þeir geti selt ömmu sína fyrir lítinn pening.
Jóhanna (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 21:48
Nubo þarf að taka sig á í mútunum.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.7.2012 kl. 22:06
Gæti Ingibjörg Sólrún og hennar maki Hjölli ekki reddað Núbo Kínsa um land í Afganistan. Fyrir hótel, golvöll og hvað eina. Styttra að fljúga þangað frá Kína. Gætu jafnvel farið með rútu. Og nóg af ekta Talíbönum, en ekki þingeyskum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 22:47
Samfylkingin má þó eiga það að hún er ekki lengur eins máls flokkur heldur tveggja. ESB/Nubo-flokkur
Aðalbjörn Þ Kjartansson (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 02:17
Þetta eru ekki bara landráð, heldur svik við allt mannkynið. Kína er ólýðræðislegt land, sem svívirðir mannréttindi, stundar kerfisbundna útrýmingu minnihlutahópa (sérstaklega í Tíbet, þar sem fjöldi kvenna er sendur nauðugur viljungur í fóstureyðingu og 7 mánaða gömlum fóstrum eytt með valdi). Kína stunda svívirðilega viðskiptahætti og hvað eftir annað koma upp hræðileg mál varðandi útflutningsvörur frá Kína. Kína murkar lífið úr eigin þegnum, nema þeim sem eru samþykkir í einu og öllu, segja "heil!" við flokkinn, með bros á vör (en oft biturt hjarta) og sérlega ógeðfelldar eru "munaðarleysingjahælin" svokölluðu, sem mörg hver eru bara biðstöðvar eftir dauðanum, þar sem einkum stúlkubörn bíða dauðans, látin afskiptalaus af starfsfólki og vís vitandi ekki gefið að borða (til að spara ríkinu peninga). Allt þetta er skjalfest og staðfest og auðvelt að rannsaka. Kína er fallegt land með stórkostlega náttúru, unaðslega tónlistarhefð og merkilega forna heimspeki. En Kínverska þjóðin er í fjötrum kommúnistaflokksins og menningu hennar fer sífellt hnignandi á meðan svo er. Heill og hamingja mannkynsins velltur meðal annars á því að Kína, í sinni núverandi mynd (sem ekki hverfur næstu áratugi að minnsta kosti), verði ekki of ríkjandi í náinni framtíð (það er að segja næstu 70-80 árin). Þess í stað ber að styðja við bakið á lýðræðislegri og siðferðilega þróaðri öflum sem dansa við annars konar tónlist þegar leitað er mótvægis við Bandaríkin. Þeirra fremst í flokki fer Indland, háþróað ríki með fjölmenningarstefnu og umburðarlyndi sem einkennismerki. Þeir sem styðja við Kína, þeir svíkja mannkynið. Kína mun aldrei breytast fyrr en umheimurinn krefst þess, og áður en það gerist losnar Kínverska þjóðin ekki úr fjötrum sínum og mun deyja sálarmorði, afþví heimurinn lagðist eins og skækja undir kúgara hennar og auðvirðilega harðstjóra.
Chi (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 04:26
Þetta minnir á Icesave-vinnubrögðin. Þöggun, blekking og leynd er meinið.
Það er ekki vandamálið að maðurinn sé Kínverji, heldur er stærsta vandamálið í þessu, eins og öllu öðru, að ekki sé sagt satt og rétt frá hvað er að gerast. Það elur á tortryggni og sundrung, sem er það síðasta sem landsmenn þurfa núna (eins og alltaf).
Það er ekki mikill munur á Kína-veldi og ESB-veldi ef út í það er farið. Það eru bara notaðar ólíkar aðferðir að sama svikamarkinu.
Blekkingar, svik og lygar er vandinn sem við er að etja í báðum samninga-tilfellunum. Það vita flestir hvernig stjórnmálamönnum hefur verið mútað til að svíkja sína kjósendur og landsmenn upp í gegnum áratugina. Það verður að breytast, ef á að koma á einhverju réttlæti og viðunandi siðferði á þessu skeri.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.8.2012 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.