Þriðjudagur, 31. júlí 2012
Evra = atvinnuleysi og ójöfnuður
Evran veldur atvinnuleysi með því að hagkerfi sem fá á sig högg geta ekki notað gjaldmiðilinn sér til varnar. Evran eykur óstöðugleika í atvinnulífi aðildarþjóða, - eins og reynslan sýnir.
Atvinnuleysi mælist aldrei hærra á evru-svæðinu en einmitt núna. Ef ríki eins og Írland, Spánn og Grikkland væru með sjálfstæðan gjaldmiðil væri atvinnuleysi mun minn þar sem gjaldmiðillinn hefði lækkað í verði og þar með bætt samkeppnishæfnina.
Það sem meira er: evran eykur ójöfnuð. Ríkir Írar, Spánverjar og Grikkir taka evrurnar sínar úr innlendum lánastofnunum og setja þær í fasteignir á Bretlandi eða í Þýskalandi.
Hverjir eru það aftur á Íslandi sem vilja inngöngu í ESB og upptöku evru?
Atvinnuleysi aldrei meira í evrulöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já allt Evrunni að kenna?
Ekki óráðsýu í viðkomandi löndum.
Þess má geta að það er um 4% atvinnuleysi í ESB og Evrulöndunum Hollandi og Austurríki. Það er yfir 7% atvinnuleysi á Íslandi
Þrátt fyrir okkar elskulegu krónu.
Sleggjan og Hvellurinn, 31.7.2012 kl. 17:31
Er ekki dýrðar-evran pólitískur gjaldmiðill? Ætlaður til að lauma sjálfstæðum ríkjum í ríkjasambandinu inni í stórt sambandríki?
Elle_, 31.7.2012 kl. 17:48
Þetta er nefnilega einmitt málið.
Við hrunið hefðu ríkir landar og kröfuhafar ekki óskað neins heitara en að geta komið fjármagni sínu út úr landi, en það hefði einmitt verið vandalítið hefði verið hér Evra. Með evru er lítið mál að hreinsa landið af peningalegum verðmætum.
Um leið er ójöfnuður ekki verri við nokkrar aðstæður en atvinnuleysi.
Þar verður ástandið þannig að annað hvort hefur fólk laun eða ekki.
Þannig hefur ójöfnuðirnn aldrei í sögunni verið meiri en nú í draumalandi "jafnaðarmanna", Evrulandi.
jonasgeir (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 17:52
Meira en 20% atvinnuleysi hjá ungum Svíum, sem leita til Noregs í atvinnuleit, sem veldur svo atvinnuleysi hjá ungum norskum.
Bæði löndin hafa sínar gömlu krónur, svo ekki verður evrunni kennt um - beinlínis. En atvinnuleitarflæðið er þó í öfuga átt frá ESB svæðinu.
Noregur er orðið "target" fyrir atvinnulausa hvaðanæva að úr EES löndunum. Styttist áreiðanlega í einhvers konar varnaraðgerðir af hálfu norðmanna.
Kolbrún Hilmars, 31.7.2012 kl. 17:52
Evran er einmitt gjaldmiðillinn sem hjálpar þeim ríku og eykur ójöfnuð.
Það er langt síðan eg var á heimili á Ítlaíu þar sem heimilisfaðirinn Ítali bölsótaðist út í Evruna- sagði allt verðlag hafa rokið upp í kjölfar hennar.
á þeim tíma datt mer ekki í hug að þessi volaði gjalmiðill kæmi okkur á Islandi við !
En ójöfnuðurinn milli fátæktar og Ríkra er hennar filgifiskur- þess vegna er Ríkisstjórnin sem stendur við stallinn svo hrifin af bandalaginu brennandi !
Erla Magna Alexandersdóttir, 31.7.2012 kl. 17:57
Hmm... Írar hafa engan iðnað. Grikkir hafa eftirköstin af herforingjastjórninni. (Mig grunar reyndar af einhverjum orsökum að þeir hafi alla tíð verið óttalegir aular) Sama er að segja af Spánverjum og Portúgölum.
Evran er ekki orsök vandamálanna, en hún hjálpar ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.7.2012 kl. 22:09
Vá, Sleggjan og Hvellurinn gátu loksins fundið tvö lönd sem eru með Evru sem gjaldmiðil og með lágt atvinnuleysi.
Til hamingju með þetta afrek!
Semsagt, þessi tvö Evru-ríki eiga að vera fullkomin sönnun fyrir því að Evran leiði ekki til atvinnuleysis og sé því einungis til góðs!
Bíddu nú hægur. Sögulega séð hefur alltaf verið lágt atvinnuleysi í Austurríki.
Hollans býr svo vel að vera "höfn" Evrópu og því er mikil atvinna þar við flutningastarfsemi.
Og frá sögulegu sjónarhorni, hafa alltaf veri öflug fyrirtæki í Hollandi, blómstrand verlsun, og atvinnustig ætið verið mjög hátt, líka fyrir upptöku Evru!
Reyndu betur næst!
Barði Hamar (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 00:05
Ég var að afsannna þá kenningu sem er í fyrirsögninni Evran = atvinnuleysi.
Það er náttúrulega bull og vitleysa og ég afannaði það með þessari færslu og setti uppí þennan Pál.
Drengurinn er líklega í áfalli núna.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.8.2012 kl. 00:20
"Þess má geta að það er um 4% atvinnuleysi í ESB og Evrulöndunum Hollandi og Austurríki. Það er yfir 7% atvinnuleysi á Íslandi"
http://www.tradingeconomics.com/netherlands/unemployment-rate
"The unemployment rate in Netherlands was last reported at 6.3 percent in June of 2012. Historically, from 2003 until 2012, Netherlands Unemployment Rate averaged 5.3 Percent reaching an all time high of 7.0 Percent in February of 2005 "
"Drengurinn er líklega í áfalli núna." Sleggja, ertu ad tala um sjálfan thig?
Brynjar Þór Guðmundsson, 1.8.2012 kl. 08:12
6,3% svo 5,3%...... þetta er mikið lægra en á Íslandi.
Krónuaðdáðendur eru í sjálfsblekkingu.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.8.2012 kl. 09:20
"6,3% svo 5,3%...... þetta er mikið lægra en á Íslandi"Ertu alveg viss?
skv hagstofunni er medalatvinnuleysid á íslandi frá 2003 4,1% en í Hollandi var thad 5,3%. Atvinnuleysid á Íslandi skv vinnumålastofnunni er 4,8% thrått fyrir verstu ríkistjórn Íslandssögunnar å móti 6,3 í Hollandi.
Spurning hver raunverulega sé í sjálfsblekkingu
Brynjar Þór Guðmundsson, 1.8.2012 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.