Þriðjudagur, 31. júlí 2012
ESB, Nubo og fótgönguliðar án flokks
Í grein sem formaður dönsku Evrópusamtakanna skrifaði um afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu sagði hann að fiskimiðin, evru-kreppan og önnur slík yfirborðsmál væru ekki meginástæðan fyrir harðri andstöðu landsmanna gegn ESB-aðild. Erik Boel segir fullveldið upphaf og endir andstöðu Íslendinga við aðild að Evrópusambandinu.
Andófið gegn yfirráðum kínversks auðmanns yfir landflæmi á hálendi Íslands er af sömu rót sprottið. Við viljum ekki gefa útlendu valdi tök á að gera sig gildandi á Íslandi.
Ólafur Ragnar Grímsson sigraði forsetakosningarnar með því að höfða til fullveldisins. Kjósendahópurinn að baki Ólafi Ragnari samanstóð af framsóknarmönnum, sjálfstæðisfólki og stuðningsmönnum VG. Fótgönguliðar úr þessum þrem flokkum tryggðu Ólafi Ragnari sigur.
Styrmir Gunnarsson veltir fyrir sér hvers vegna forystumenn VG, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks heyra ekki ekki samstöðuhljóminn meðal fótgönguliðanna. Það er áleitin spurning þegar tæpt ár er til alþingskosninga.
Jón Hákon Magnússon: Kínverjar á Miðnesheiði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er spurning hvort upp rísi nýr stjórnmálaflokkur sem hýst getur alla þessa fótgönguliða sem komi sjái og sigri í næstu kosningum, það er alveg augljóst að grasrótin í fjórflokknum hefur ekkert um það að segja hvernig pólitíkusarnir hegða sér.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 11:14
Það er mjög hlæjilegt að sama fólk sem er á móti ESB og vill ekki "innmúra" sig í viðskipum við Evrópu heldur eigum við að horfa auknu mæli til Kína.... það er sama fólkið sem vilja reka Kínverjann úr landi og ekki eiga viðskipti við Nubo.
Það er ekki heil brú í málflutningi NEI sinna.
Sorglegt.
Sleggjan og Hvellurinn, 31.7.2012 kl. 11:14
Sleggja Það þarf ekki heila-brú til að sjá hvað Kínverjar eru að gera í öðrum löndum. Það eitt að leifa þeim að setjast að hér er sama og að gefa þeim lausan tauminn. Það er sagt að borgun þeirra til sveitafélaganna sé óafturkræft en segir það ekki alla sögunna. Það er líka sagt að samningarnir séu strangir og strangari en þekkist hér en þegar kínamenn eru búnir að útunga 1000 börnum á einu ári þá eiga þeir 1000 íslenska ríkisborgara og aftur á 10 árum eru komnir 10 þúsund. Hver sér ekki hvað. Það vita allir að kínverjar eru með stefnu að ná löndum og lendum án stríða en sama hugmyndafræði er ESB.
Valdimar Samúelsson, 31.7.2012 kl. 11:51
Hann sigraði ekki kosningarnar heldur sigraði hann í kosningunum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 11:52
@S&H
Við erum örþjóð og verðum að skoða hvert einstakt mál fyrir sig og hvernig þau þjóna OKKAR hagsmunum og engra annarra.
Við eigum ekki að taka á móti kínverjum með öllu sem þeim fylgir þó við viljum vera í viðskiptum við þá, við eigum að velja og hafna eftir atvikum.
Við eigum ekki að fara inn í ESB með það að markmiði að vera ölmusuþjóð. Við eigum ekki að semja við ESB við eigum að ganga þarna inn algerlega með OKKAR hagsmuni að leiðarljósi.
=> við eigum ekkert erindi þarna inn.
Naglinn og Spítan (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 12:10
Það er eins og sumir stjórnmálamenn - og kannski fleiri - fari hjá sér gagnvart skammaryrðum andstæðinga sinna, þótt innihaldsrýr séu. Til dæmis er ekkert athugavert við það að vera "einangrunarsinni", þegar átt er við að forðast glórulausa aðlögun og innlimun við ESB. Framsóknarmenn voru í vetur skammaðir fyrir "þjóðernisstefnu", sem var ætlað að vera sóðastimpill og kæfa umræðu um hin raunverulegu málefni. Hrunið á að hafa verið "frjálshyggju" eða "kapítalisma" að kenna, í stað þess að spyrja að öllum hinum opinberu og að miklu leyti innfluttu reglum með alls konar stýringu, málamyndaeftirliti og jafnvel ádrætti um ábyrgð skattgreiðenda, sem veittu falskt öryggi og möguleika á misnotkun og glæpamennsku en eiga ekkert skylt við hreinan kapítalisma. Það er kominn tími til að hrista af sér alla viðkæmni gagnvart svona glósum, ekki sízt í málum á borð við þau, sem Páll ritar um að framan.
Sigurður (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 12:27
Fólk er greinilega búið að gleyma því hvernig íslenska stjórnmálastéttin öll og forsetinn hafa unnið að því í mörg á að sleikja sig upp við Kínverja.
Eru menn búnir að gleyma Falun Gong og mannréttindabrotum Íslendinga?
Það er ekki von á góðu ef minnið er ekki betra en þetta.
Íslenskir stjórnmálamenn í öllum flokkum hafa legið flatir fyrir Kínverjum í meira en 10 ár.
Auðvitað ganga þeir á lagið.
Rósa (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 14:02
En orðið ´einangrunarsinni´ er bara svo öfugsnúið yfir fólk fyrir að vilja halda fullveldinu, Sigðurður. En þú veist það. Svona eins pirrandi öfugmælaorð og ´útlendingahatari´. Svo eigum við að segja upp EES-samningnum. Með hann yfir okkur höfum við litla stjórn á lagaflæði og öðru úr 8% veldinu.
Elle_, 31.7.2012 kl. 15:01
Fyrirgefðu, það læddist þarna ð óvart inn í nafnið þitt. Fannst það skrýtið en sá ekki neitt fyrr en núna.
Elle_, 31.7.2012 kl. 17:02
Alveg sammála, Elle. EES-samningurinn hefði varla farið svona í gegn, hvorki í Noregi né hér, ef fólk hefði gert sér góða grein fyrir, hvaða lagasúpu frá Brussel hann hefði í för með sér, svo að jaðrar við margföld stjórnarskrárbrot í báðum löndunum. Jón Baldvin og kumpánar hans hefðu verið sendir öfugir aftur að samningaborðinu. Og ég er líka sammála því, að auðvitað er engin skömm að því að vilja einangra sig á skynsamlegan hátt, þar á meðal varðandi móttöku nýbúa á sínum eigin forsendum. Þannig hefur til dæmis Wolfgang Schäuble ráðherra talað fyrir því í Þýzkalandi, að kristið flóttafólk frá Mið-Austurlöndum sé sett í forgang, því að staða þess sé sérlega erfið og möguleikar á aðlögun á Vesturlöndum góðir, en Sameinuðu þjóðirnar raða því fólki venjulega aftast. Góð kveðja.
Sigurður (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 17:45
Okkur langar af þessu tilefni bara að minna á vel valin orð Lilju Mósesdóttur um málið. Þau litla Gunna og litli Jón, blessaðir krakkarnir, fundu þennan status hennar á facebook og bentu okkur á þetta:
"Viðtal Spegilsins við Steingrím J. um Grímsstaðamálið og skipun ráðherranefndar til að fara yfir málið er fullt af hrokafullum athugasemdum um menn eins og Ögmund og umræðuna í samfélaginu. Steingrímur segir m.a.: "…Ráðherrar spari stóru orðin til að gera sig ekki vanhæfa í málinu, þannig að ég mun láta öðrum eftir hetjuskapinn um stund…. Ég gef ekkert fyrir þessa vitleysisumræðu sem hér er búin að vera í gangi undanfarna daga að fara draga upp einherjar hetjur og skurka... Menn eiga ekki að missa sig í þessari umræðu og fara út um dal og hól….Ég geri ekki ráð fyrir að menn (hópur ráðherra sem fer yfir Grímsstaðamálið) hangi ekki lengi yfir þessu …."
Steingrímur J. allsherjarráðherra hefur stórlega ofmetnast eftir að hann komst til valda. Kominn tími til að Ögmundur og þjóðin segi þessum manni að þegja!"
http://www.ruv.is/sarpurinn/spegillinn/31072012-1
Svona tala bara heiðarlegir stjórnmálamenn eins og Lilja Mósesdóttir. Beint með tveimur hrútshornum á Steingrím J..
Jón og Gunna (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 00:28
Þetta er æðislega flott hjá Lilju. Mikið er ég sammála henni:
"Viðtal Spegilsins við Steingrím J. um Grímsstaðamálið og skipun ráðherranefndar til að fara yfir málið er fullt af hrokafullum athugasemdum um menn eins og Ögmund og umræðuna í samfélaginu.
Steingrímur J. allsherjarráðherra hefur stórlega ofmetnast eftir að hann komst til valda. Kominn tími til að Ögmundur og þjóðin segi þessum manni að þegja!"
Eva (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 01:33
Ég fór nú bara að kynna mér fleira flott sem Lilja segir. Hef lengi ætlað mér það. Hún segir td. á facebook um þessa grein Styrmis sem Páll vitnar til:
Lilja Mósesdóttir
Sammála Styrmi um að fjórflokkurinn sé ófær um að fylgja grasrót sinni og þjóðinni eftir þegar hún dregur lærdóma af hruninu og hafnar undanþágum sem galopna landið fyrir erlendum fjárfestum.
Lítið heyrist frá þingmönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks en þessir flokkar eru lamaðir í hugmyndafræðilegum fjötrum þeirrar nýfrjálshyggju sem þeir innleiddu í hrunstjórnartíð sinni.
Þingmenn Samfylkingarinnar og forysta VG gera hins vegar allt til að aðstoða erlendu fjárfestana við að sniðganga eða finna glufur í íslenskri löggjöf og virðast fyrst og fremst stjórnast af annarlegri fyrirlitningu á því sem aðrir álíta íslenska hagsmuni.
Aftur og aftur kemur til kasta þingmanna sem rísa upp gegn foringjaræðinu og fjórflokknum og krefjast þess að spyrnt verði við fótum og settar skorður við erlendri fjárfestingu sem byggir á auðlindanýtingu. Krafa sem felur í sér endurskoðun eða uppsögn EES samningsins til að takmarka uppkaup ríkra EES búa á jörðum í ljósi smæðar landsins og hagkerfisins. Andspyrna nokkurra þingmanna dugar því miður ekki til að tryggja hagmuni þjóðarinnar gagnvart ofurefli erlends fjármagns.
Uppstokkun flokkakerfisins og innleiðing beins lýðræðis er nauðsynleg!
Eva (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 02:36
Lilja stígur ekki í vitið.
Er hún að reyna að hindra 16,5 milljarða fjárfestingu á landsbyggðinni?
Ég vona að kjósendur gleyma því ekki þegar þeir kjósa næst.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.8.2012 kl. 09:23
Hvernig væri að Styrmir fræddi okkur raunverulega um hvernig allt er í viðbjóðslega spillingarpottinn búið?
Hann veit þetta, en situr á sannleikanum, eins og ormur á gulli.
Hann verður að safna kjarki og leysa frá skjóðunni af einhverju gagni, því hann hefur aðgang að fréttablöðum og fjölmiðlum.
Hann á börn og barnabörn, og ekki vill hann skilja þau eftir í þessu viðbjóðslega samfélagi, án þess að segja frá og bæta samfélagið?
Það er ekki erfitt að vera sammála því sem Styrmir skrifar, en það vantar bara svo marga kafla í skrifin, til að það gagnist fjöldanum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.8.2012 kl. 10:37
Lilja er vitur kona, því hún hefur heildarsýnina á hreinu, fyrir þjóðina.
Eva (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.