Evru-neyðin, markaðurinn og sagan

Stórar yfirlýsingar frá Juncker, sem fer fyrir evru-hópnum, Draghi Seðalbankastjóra Evrópu og sameiginlegar yfirlýsingar Merkel kanslara og Hollande forseta í síðustu viku boða skil í evru-kreppunni. 

Víðtæk inngrip í markað með ríkisskuldabréf Spánar og Ítalíu til að lækka lántökukostnað þeirra eru í bígerð. Süddeutsche Zeitung, sem er uppspretta margra annarra fjölmiðla fyrir evru-fréttir, spyr hvort stjórnmálamenn viti betur en markaðurinn.

Evrópskir stjórnmálamenn ætla að bjarga evrunni 'sama hvað það kostar.' Die Welt rifjar upp sögu rómanska myntbandalagsins frá 1865 til 1937. Það myntbandalag var undanfari evrunnar. Ítalir og Grikkur riðu bandalaginu á slig rétt eins og evran kiknar í dag undan óreiðu Suður-Evrópu.

Síðasta efnisgreinin í umfjöllun þýsku útgáfunnar segir að þótt rómanska myntbandalagið hafi verið óstarfhæft í áratugi þá gaf það ekki upp öndina fyrr en 1927. Ónýtt gjaldmiðlasamstarf lifir sjálft sig vegna þess að afnám samstarfsins þykir dýrkeypt.

Evran gæti sem sagt hökt og skrölt eitthvað enn. 


mbl.is Monti á ferð og flugi um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er spurning um hvað þýskir skattgreiðendur, eru tilbúnir að greiða lengi með einkabönkum í suður Evrópu,

sú stund hlýtur að renna upp, fyrr eða síðar.

Norræna (velferðarstjórnin)sagði Gegnsæi og jöfnuð:

Ef rétt er að Nýi-Landsbankinn hafi létt af persónulegum ábyrgðum upp á 1.5 miljarð hjá einum viðskiptamanni,(dv.is) en keyri aðra í þrot vegna nokurra miljóna,þá er löngu tímabært að opna bækur Landsbankans,hélt að bankasýsla ríkisins hafi verið komið á fót til að koma í veg fyrir svona mismunun,en það hefur greinilega verið miskilningur hjá mér og fleirum.Allavega þarf stjórn bankans að skýra þessa mismunun.

Kannski verður við að bíða, Sannleiksdómstóls, til að hið rétta komi fram,sem hefur skeð hér eftir Hrunið.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 14:29

2 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Flestir virðast vera algerlega á rangri leið þegar greina á aðgerðir evrópska ambættisaðalsins varðandi þennan sameiginlega gjaldmiðil.

Allar þessar "aðgerðir" þeirra snúast um að bjarga evrópska sambandsríkinu sem Delors, Schmidt, Kohl, D´Estaing, Mitterand og aðrir áttu sér draum um að komið yrði á laggirnar. 

Evran var aðeins "means to an end" í þessu bralli öllu og var vonlaust hagstjórnartæki frá upphafi. Meðferð skuldamála aðildarríkjanna við upptöku hennar var óútfyllt ávísun á vandræði - sem nú standa yfir.

Þegar þýskur almenningur áttar sig á því að fall evrunnar þýðir efnahagshrun  heima fyrir og að það sé ódýrara að borga rauðvínið ofan í íberana og alla hina ættbálkana, þá draga þeir upp veskið og borga, enda koma aurarnir allir heim í baukinn næsta dag í formi útflutningstekna - sem þeir neita hinum skuldugu um að skapa sér - sem þeir gætu með eigin gjaldmiðli - eins og íslendingar gera.

Snakkaðallinn á Íslandi vill þarna inn, að sögn vegna hagstæðra efnahagsáhrifa. 

Er það ekki tilvalið?

Guðmundur Kjartansson, 30.7.2012 kl. 22:44

3 identicon

Er það ekki rétt skilið hjá mér að stjórnir vesturlanda dásama markaðshagkerfið? Af hverju eru þeir þá með þessi inngrip? Á kostnað hverra eru þessi inngrip? Var markaðshagkerfið bara hugsað þegar vel gengi og þá hjá hverjum?

Anna María (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 23:13

4 identicon

Sæll.

Ef ECB á að koma mikið til skjalanna þýðir það verðbólga, þeir geta ekki prentað peninga endalaust án afleiðinga. Verðbólgutölur eru nú þegar falsaðar víða á Vesturlöndum.

Evran er bara hluti af vanda ESB, það virðast allir þessir spekingar ekki skilja. Því miður virðast afskaplega fáir hérlendis átta sig á því.

Páll, þú ættir að kíkja á eftirfarandi punkta sem eru einn eða fleiri vandamál í ESB ríkjunum:

1) Evran 2) Of stór opinber geiri 3) Ósveigjanlegur vinnumarkaður 4) Aldurssamsetning íbúanna 5) Það sem ekki má segja upphátt en hendir frændur okkar Svía 2049 og Hollendinga skömmu síðar.

Heldur einhver að það sé tilviljun að atvinnuleysi meðal ungs fólks sé svona hátt í Evrópu? Af hverju pælir enginn í því? Atvinnuleysið á Vesturlöndum er ekki óheppni eða neitt slíkt heldur einfaldlega afleiðing af stefnu sem nú er að koma hressilega í bakið á fólki og var fyrirsjáanleg. Blint fólk hefur ráðið ferðinni á Vesturlöndum undanfarna áratugi og nú er komið að skuldadögum :-(

Sósíalismi virka hvergi!!

Helgi (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 23:27

5 Smámynd: Páll Blöndal

Rip, Rap og Rup fyrirsagnastíllinn fer að verða frekar tilgerðarlegur

Páll Blöndal, 31.7.2012 kl. 00:55

6 identicon

Þú segir nokkuð Anna. Af hverju lifir Hannes Hólmsteinn t.d. ekki á frjálsum framlögum? Er hann ekki aðal frjálshyggjugaurinn? Af hverju þurfum við að halda þessum manni uppi? Upp á grínið?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 10:22

7 Smámynd: Elle_

Er ekki Hannes vinnandi maður?

Elle_, 31.7.2012 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband