Stenst evran brotthvarf Grikkja?

Grikkir fá ekki meiri peninga, segir í Die Welt. Gangi það eftir fækkar evru-ríkjum úr 17 í 16. Grikkir eru taldir sérstaklega slæmur félagsskapur í samstarfi þar sem þeir skálda hagtölur og hagkerfið er mest neðanjarðar.

Engu að síður eru Grikkir í Evrópusambandinu og með evru. Verði þeir þvingaðir úr evru-samstarfinu er komið fordæmi. Þrátt fyrir sérstöðu Grikkja verður litið svo á að markaðurinn hafi brotið á bak aftur pólitískan vilja Evrópusambandsins. Fjármálamarkaðurinn mun óðara prófa hversu viljugt Evrópusambandið, Þýskaland sérstaklega, er að ábyrgjast ríkisfjármál Spánar og þar á eftir Ítalíu.

Brotthvarf Grikkja úr evru-samstarfinu gæti hleypt af stað skriðu sem ekki verður stöðvuð.


mbl.is 51% Þjóðverja vill evruna burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt ein af spurningum spurninganna og áhugaverð fyrir almenning.

Þessi spurning hefur sýnt hve langt "elítan" er tilbúin að fórna almenningi og kosta ógnarmiklu til að þurfa einmitt ekki að horfast í augu við svarið.

Það virðist vera alveg fullt af Jóhönnum og Steingrímum í Brussel sem gera bara hvað sem er til að þurfa aldrei að segja;

"Guð hjálpi ...".

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband