Einveldi og ESB-veldi

Gamli sáttmáli frá 13. öld var upphaf fullveldisframsals Íslands. Kópavogsfundurinn réttum 400 árum síðar var staðfesting á orðnum hlut. Gullöld Íslendinga var þjóðveldisöldin en eymdartímabil tók við þegar við höfðum sagt okkur til sveitar hjá Noregskonungi.

Þegar Íslendingar vildu endurheimta fullveldið tók það meira en hálfa öld, frá miðri 19. öld fengust áfangasigrar þartil Ísland varð fullvalda 1918.

Íslendingar vilja ekki aðild að Evrópusambandinu enda vita þeir að tapað fullveldi er ávísun á eymd og volæði. Forsenda fyrir lífvænlegu samfélagi á Íslandi er að landsmenn haldi sjálfræðinu.


mbl.is 350 ár frá Kópavogsfundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

nú lokar þú á mig eins og JVJ og Villi póstur í DK en ég reyni...

Ert þú ekki að stela pósti sem Ómar Ragnarsson var að byrja?

Sjá...

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1251097/

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 02:17

2 identicon

Er þessi Anna geðsjúk? Ég bara spyr. Eins og hún lætur líka undir annarri færslu Palla.

Nonni2 (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 03:31

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nonni2 , hver ert þú? Jón Valur? Hljómar eins og hann, en ég hef aldrei skrifað neitt undir anna2 eða nonni3 eða palli, eða palli 2 eða anna 3 eða....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 03:44

4 identicon

Eru þetta ofsjónir? Þú heldur bara að allir séu Jón Valur eða Vilhjálmur. Varstu ekki að enda við að segja þetta við aðra manneskju annars staðar?

Nonni2 (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 03:47

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

jú , ég berst fyrir að þeir sem skrifa á blogg og eru ekki halfvitar eða gungur, skrifi undir fullu nafni, alltaf!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 04:40

6 identicon

Það er ekki þitt mál að ákveða það undir hvaða nafni fólk skrifar í blogg. Það er ekki þitt mál að ákveða að þeir sem ekki gera það séu hálfvitar eða gungur. Þú ættir að fara að lækka í þér rostann.

Nonni2 (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 05:02

7 identicon

Flokkshestar verða að fá fullt nafn. Annars gætu þeir hneggjað á vitlausum stað.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 06:04

8 identicon

Athugasemdir þínar Elín Sigurðardóttir eru alveg yndislegar:-)

Þú talar nú í epigrömmum, eiginlega örljóðum, dag eftir dag. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband