Miðvikudagur, 25. júlí 2012
Kínverskt landnám á Norðausturlandi
Norðausturland er að verða kínverskt áhrifasvæði, þökk sé sveitastjórnarmönnum handgengnum Huang Nubo og hans fólki. Handlangari Nubo, Halldór Jóhannsson, sem áður reyndi fyrir sér með lakkrísverksmiðju í Kína, er orðinn að skipulagsfræðingi Langanesbyggðar.
Skipulagsráðgjafinn hannar hafskipahöfn og olíuhreinsunarstöð með 15 þúsund manna byggð. Þetta er til viðbótar við kínversku nýlenduna á Grímsstöðum á Fjöllum.
Fjármagn og mannafli í uppbygginguna á Norðausturlandi kemur frá Kína. Ef fram heldur sem horfir þarf landshlutinn að koma sér upp utanríkisráðuneyti. Líklega verður það staðsett á Þistilfirði. Fyrsti utanríkisráðherra yrði Steingrímur J. Sigfússon, - sem hvort eð er verður á lausu eftir næstu þingkosningar.
Vilja rannsókn á tengslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fáar verksmiðjur menga eins mikið og olíuhreinsunarstöðvar. Jafnvel verri en pappírsverksmiðjur.
Allir hugmyndir um slík ferlíki hér á Íslandi eru ídíótískar.
Einhver verður að koma vitinu fyrir þessa innbyggjara.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 13:24
Hjartanlega sammála þér Haukur Kristinsson.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 14:09
Og að baki þessu öllu drottnar kommúnistaeinveldið Kína og hlæja sig máttlausa yfir Molbúunum við Norðurskautið , sem eru staurblindir fyrir framtíðaráformun Kínverja.
Að ógleymdum íslenska Guðföðurnum, Steingrími J. Sigfússyni, sem á skeggið sem aldrei hefur yfirgefið sósíalístískar hugsjónir !
" Sjá roðann í austri, hann brýtur sér braut" !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.