Ríkið leggi vegi fyrir Nubo

Kínverjinn Nubo, sem ætlar að gera alla Norðlendinga ríka, skoðaði sig um á Grímsstöðum á Fjöllum í bíl utanríkisráðuneytsins á sínum tíma. Reynslan af niðurgreiðslu íslenska ríkisins í samgöngumálum er Nubo enn hugstæð. Í drögum að samningi við íslensk stjórnvöld fer sá kínverski fram á að ríkið leggi vegi að fyrirhugaðri loftkastalabyggð á hálendinu.

Drögin er að finna í samantekt Láru Hönnu Einarsdóttur um stórveldisdrauma á Fjöllum.

Drögin, sem skrifuð eru af Nubo og hans mönnum, staðfesta að kínversk stjórnvöld hafa hönd í bagga með samningum Nubo við Íslendinga og er áskilnaður um sex mánaða ,,afgreiðslufrest" stjórnvalda í Kína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gott hjá þér að birta tengil í þessa frábærlega vel unninni samantekt á málefnum og áformum Nubo á Íslandi.

Þessi samantekt er dæmi um rannsóknarblaðamennsku sem svo sárlega skortir hjá fjölmiðlum, sem þurfa að lúta eigendavaldi og duttlungum í fréttaöflun.

Tek undir skoðanir þeirra sem vilja eindregið koma í veg fyrir þennan yfirgang "unga og sterka mannsins" frá Kína.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.7.2012 kl. 17:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Las samantekt Láru Hönnu,vildi þakka henni fyrir,en ath.semdin náði ekki til hennar. Það gengur bara betur næst.

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2012 kl. 17:41

3 identicon

Það var svo sem ekki að því að spyrja að Lára Hanna myndi skara af toppklassa bakgrunnsvinnu og staðreyndaleit í Nubo málinu. Við Íslendingar værum í því algera myrkri sem okkur er ætlað að vera ef ekki væri fyrir tilstilli Láru Hönnu. 

Ef það er eitthvað sem við Íslendingar ættum að hafa lært af hruninu og aðdraganda þess þá er það að hafa glöggt auga fyrir gerningum, sem ekki styðjast vil haldþétt rök og almenna skynsemi. Golfvöllur og lúxus orlofsþorp árið um kring uppi á regin öræfum stendst ekki það sem enskutalandi kalla "the smell test."

Ef rétt reynist, eins og Lára Hanna segir að hún hafi litla trú á að þarna verði nokkurn tímann sett upp sú byggð, sem lofað hefur verið, þá er hér klassískt dæmi um það sem, aftur, enskumælandi kalla "bait and switch." Ég hegg sérstaklega eftir síðustu málsgrein í Memorandum of Understanding þar sem segir,

"Parties further agree to maintain a positive realtionship and are open to explore further cooperation opportunities on other issues or projects in the spirit of this agreement."

Mér þykir merkilegt hvað okkar fræknu and-kommúnistar og þjóðhollustuforystumenn, sérstaklega í Sjálfstæðisflokki, hafa lítið haft um málið að segja opinberlega og hinar augljósu skynsemisgloppur í áformum Nubo, eins árvökulir þeir jafnan eru.

Mig grunar að þarna séu menn í biðstöðu að sjá hvað reki að þeirra ströndum. Huang Nubo er enginn bjáni og veit vel að öllum sem áhrif geta haft á framvindu máls síns þarf að gefa smakk í það minnsta. Við munum vita að Sjálfstæðismenn verða komnir með feitt á krókinn frá Nubo, eins og Samfylkingarmenn, þegar Hannes Hómsteinn fer að mæra Grímsstaðaframtakið í pistli sínum á pressunni.is.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 17:44

4 identicon

Hvet alla til að lesa þessa samantekt Láru Hönnu. 

Enn á ný vinnur hún þrekvirki, með óbugandi elju og dug.

Hvet fólk einnig til að opna alla linka sem hún vísar til í samantektinni.

Það setur að manni hroll hversu rotið og gjörspillt og ógeðslegt þetta er allt saman ennþá.  Sum dýrin eru miklu jafnari en hin.  Það eru svínin.

Nú á svínavakt Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Jóhanns Sigfússonar. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 17:51

5 identicon

Og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegja

því þeir eru hluti af svínavaktinni.  Seim óld sjitt, seim óld sjitt.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 17:55

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú vilduði að hr, Huang ætti veginn? Hverskonar bull er þetta? Eru engin takmörk fyrir heimskunni í kjánaþjóðrembingum?? Svo virðist eigi vera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2012 kl. 18:01

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Grein Láru Hönnu hefur vakið meiri athygli á Facebook en Moggablogginu - hingað til.

Eins og Jenný og Pétur segja, þá er þessi grein dæmi um fyrsta flokks rannsóknarblaðamennsku. Og það í sjálfboðavinnu!

En það er auðvitað borin von að þeir sem ráða - þessir "veiklunduðu og sjúku", lesi slíkt ritverk.

Kolbrún Hilmars, 23.7.2012 kl. 18:12

8 identicon

Já en Ólafur og Núbó eru svo nánir.  Hvað er einn vegur á milli vina?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 18:14

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það sem er athyglisvert er, hve auðvelt er að spila kjánaþjóðrembing uppí innbyggjurum ef aðila af erlendu bergi brotnu ber á góma. það er það se er athyglisvert. það verður alveg massa histería.

Líka auðvitað fyndið þessi tilhneyging Palla til að tengja allt við einhverja ,,elítu". Maðurinn sem er að skrifa fyrir helstu elítu landsins.

þessi histerían er bara kjánaleg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2012 kl. 18:33

10 identicon

Róaðu þig nú niður Ómar minn Bjarki Kristjánsson. 

Mæli með að þú lesir nú Bókina um veginn, þá bók sem varð Halldóri Laxness og Steini Steinarr eilíf uppspretta.  Ég er viss um að sú bók mundi göfga anda þinn, bara ef þú létir svo lítið að tileinka þér efni og anda hennar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 18:42

11 identicon

Það er dálitið mikið Láru Hönnu lof hér. Kristján, ég er sammála öllu sem þú sagðir nema við værum ekki í algjöru myrkri ef ekki væri fyrir Láru Hönnu. Sú kona var frekar þrándur í götu hag þjóðarinnar í Icesave-málinu (þó henni megi þakka ýmislegt). 

Þar unnu margir einstaklingar og samtök, og forsetinn, hinsvegar þrekvirki gegn Bretum, Hollendingum, Evrópusambandinu og ríkisstjórn Íslands, lepp Evrópusambandsins.

Ólafur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 18:50

12 identicon

  • Tao er svo dásamlegt að hver og einn skilur það eftir eigin viti.
    En það er mjög gott að lesa Chuang Tze, til að dýpka skilning sinn á Lao Tze.

    Chuang Tze hæðir og spottar hirðsiði Konfúsíusar. Núbbi hefur aldrei lesið Chuang Tze, því get ég lofað þér.

  • Menn í áróðursmálaráðuneyti kínverska kommúnistaflokksins lesa bara Konfucius. Þeir eru ekki mjúkir sem vatnið. Þeir eru harðir sem steinn og því munu þeir molna. Dropinn holar alltaf steininn. Vatnið finnur allar glufur steinsins og funinn og frostið sjá um rest. Það er óhjákvæmilegt.

  • Hefur einhver fundið vitran mann  innan valdakerfis BDSV?

    Nefnið mér alveg endilega nöfn þeirra vitru manna, ef þið þekkið þau.

    Mikið yrði ég þá glaður. Ég hef bara séð svín á fóðrum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 18:56

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er að les stökuna Fylgd eftir Gumðmund Bö. - og bara alveg OMG.OMG.OMG.

Eitt sem er skrítið við kjánaþjóðrembinga og þessi blessuðu rofarbörð og mela þarna - afhverju talið þið alltaf eins og ÞIÐ eigið umrætt land? þið eigið ekkert í þessu landi og hafið aldrei átt.

þessi Jörð er búin að vera til sölu langa lengi. Langa lengi. Enginn viljað kaupa.

Í þessum pistli Láru - þar kemur ekkert merkilegt eða breikíng fram. Eg efast um að nokkur hafi lesið greinina - nea eg. Eg efast stórlega um það. Jú jú, fólk hefur kannski skoðað myndirnar.

Staðreynd: það er mjöög sérstætt og umhugsunarverð þessi massahisteríu tilhneyging ef aðila af erlendu bergi brotnu ber á góma. Mjög sérstök. Ennfremur hvernig afar fáir virðast kynna sér mál að nokkru gagni heldur stökkva þeir bara á einhvern histeríuvagn. það er nóg að segja bara: Útlendingur! Urrd´ann bítt´ann - og þá er öll hjörðin komin á harðasprett gjammandi og gólandi útí loftið nánast viti sínu fjær af kjánaþjóðrembingi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2012 kl. 18:59

14 identicon

Sú kona var reyndar mikill þrándur í götu í Icesave-málinu og kom fjölda manns til að halda að ríkisstjórn Geirs Haarde hefði mismunað útlendingum. Það er ekki bara fjarstæða, neyðarlög hans voru gríðarleg vörn fyrir landið, heldur kjaftasaga þeirra sem ekki skilja málið. Eða hata Sjálfstæðisflokkinn eins og Lára Hanna og vilja koma óorði á Geir Haarde.

Ólafur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 19:01

15 identicon

Það er von Jenný taki undir þetta en skrif hennar eru af sama meiði og Láru Hönnu, fyrir utan "rannsóknarblaðamennskuna".

Ólafur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 19:13

16 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ólafur!  þakka hólið 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.7.2012 kl. 19:59

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvernig var meðhöndlun þeirra Sjalla á erlendum innstæðueigendum ekki mismunun? Ok. förum yfir aðalatriði:

1. Innstæðueigendur í innlendum útibúum fengu aðgang að sinni lágmarksneytendarvernd samdægurs. Neytendavernd sem er samræmd yfir allt EES Svæðið samkvæmt þar til gerðri viðbót og Dírektífi EES Samningsins sem undirskrifaður var í Óportó um árið og er skuldbindandi fyrir Ríkin.

2. Innstæðueigendur að erlendum útibúum fengu enga vernd en urðu að stóla á gjaldþrotaskipti og fengu ekki eina evru eða pund í 3 ár en hafa hugsanlega núna fengið 4-5 evrur eða pund af sínni lágmarksneytendavernd sem lýst er að ofan.

Og þetta er EKKI mismunun eða?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2012 kl. 20:49

18 identicon

Mér hefur snúist hugur um Huang Nubo. Því meira sem ég les og hlusta á efni það sem Lára hefur sett saman, því sterkar læðist að mér sá grunur að hann sé rugludallur. Engin sjáanleg afrek, engin finnanleg fyrirtæki, engar merkilegar eignir. Al Thani aftur, sbr. Vikulokin 21sta júlí.

Er Huang Nubo að bjóða landanum upp á kínverska naglasúpu? Norðlendigar væru skynsamir að hafa í huga það góða heilræði að spyrja, áður en undir er skrifað, "show me the money."

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 20:55

19 identicon

Nei, þú skilur þetta ekki. Bretar og Hollendingar björguðu líka sínum bönkum sjálfir, þ.e. þeim sem þeir völdu að bjarga. Það er annars tómt mál að reyna að rökræða við þig. Það reyni ég ekki.

Jenný, það var ekkert hól þarna.

Ólafur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 21:01

20 identicon

Fyrirgefðu Kristján, ég var að svara Ómari.

Ólafur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 21:02

21 identicon

Neyðarlög Geirs Haarde voru líka gríðarleg vörn fyrir kröfuhafa Icesave. Hefði ekki verið fyrir neyðarlögin hefðu kröfurnar ekki verið forgangskröfur. Það er ekki að ástæðulausu sem Bretar og Hollendingar hafa ekki viljað fara fyrir dómstóla með kröfu um skaðabætur. Það er Hæstiréttur einn sem getur ákveðið skaðabætur í þessu máli.

Ólafur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 21:21

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það sem B&H gerðu er irrelevant varðandi skyldur Íslands samkv. EES. Málið snýst um skyldur Íslands. Not hvað B&H gerðu. Rökfræði 101.

Varðandi þennan blessaða Huang og upplegg kjánaþjóðrembinga, að þá er meinleg rökvilla þar á ferðinni hjá þeim líka sem vonlegt er enda getur aldrei verið neitt röklegt í kjánaþjóðrembingi.

Í öðru orðinu segja þeir að Kína sé á bakvið dæmið maður og Kína ætli að gera þetta og hitt. Byggja flotastöð á Grímsstöðum ásamt alþjóðaflugvelli og ég veit ekki hvað og hvað.

Svo kemur næsta ræða. Og þá ætlar hr. Huang og Kína EKKERT AÐ GERA! þá ætla þeir bræður bara að leygja þetta og borga fyrirfram - til að GERA EKKERT!

það er algjört lágmark að menn ákveði hvort það er. Algjört lágmark.

Í þriðja lagi mætti hugleiða, afhverju svona eitt og eitt atriði ná slíkum histeríuvinsældum hjá kjánaþjóðrembingum. það var þessi Kanadískiá tímabili. Svo tók nú Skuldarmálið allt yfir hjá þeim og þeir vildu endilega fara með þa fyrir Alþjóðlega dómsstóla að það ætti að svindla og pretta á útlendingum. Síðan kemur þessi blessaður kall þarna frá Kína og þá tók það histerívöllinn yfir.

það gæeymist alveg að þð er fullt af útlendingum sem eiga Jarðir hérna. Sumar stórar og sumir margar Jarðir. Gæti þessvegna verið Kínverji í spilinu ef því er að skipta.

þessi histería er ekkert nema kjánaleg. Og ennfremur er verulega umhugsunarvert hvernig margir stökkva ániðurstöðu - bara útfrá ljánaþjóðrembingi. þeir telja sér trú um allskyns firrur án þess að hafa nokkurt raunverulegt bakköpp fyrir þeim firrum.

þetta virkar soldið eins og einkenni er á mörgu innbyggjurum hérna. það er í stuttu máli þannig, að þeir halda að ÞEIR persónulega viti allt og kunni best. þetta er mjög algengt hjá innbyggjurum og einkenni má segja. Hve þeir eru lítið open minded og gefa ekki færi á debatt eða úmsum hliðum mála. Oftanst er það þannig ef maður gengur síðan á þá - þá þekkja þeir akkúrat ekkert til mála og hafa kynnt sér mál zero, 0, að gagni. Skoðun þeirra er bara eitthvað sem þeir halda eða finnst að sé rétt.

þetta verður svo alveg sérleg slæmt ef það á að fara að blanda kjánaþjóðrembingi inní öll mál - og ætla svo að láta svokallaða þjóð far að kjósa um öll mál - það er barasta = Kaos.

því miður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2012 kl. 21:35

23 identicon

Ómar Bjarki.

Afhverju gefur þú þér ekki aukamínútu í hverrri færslu og yfirferð textann áður en þú sendir hann frá þér.

Það er varla vinnandi vegur að lesa þessa hörmung frá þér, svo ílla er þetta skrifað.

Sem dæmi mætti benda þér á að textinn verður ekkert fínni með þessum kjánalegu ensku slettu orðskrípum sem þú treður inn í hverja einustu setningu.

Þú heldur kannski að þetta sé flott, en þetta er bara kjánalegt.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 08:39

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eigi hissa á að siggi litli sé mættur með sitt sjallakjánablaður sem walking táknmynd af því er eg var talking um. Eigi hissa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2012 kl. 09:33

25 identicon

"sem walking táknmynd af því er eg var talking um"

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 09:56

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Yes.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2012 kl. 10:49

27 identicon

Auðvitað er það satt hjá Sigurði #1,

að þú ættir að vanda betur texta þinn Ómar Bjarki.  Það er lágmark að þú látir svo lítið að leyfa okkur að skilja máls þín, en gerist ekki svo blæstur á tungu, að mál þitt sé "zero, 0, að gagni". 

Hugaðu að því að texti getur verið tvíræður og allt í lagi með það, en verra er ef hann er "zero,0, að gagni.  Vandaðu framsetningu máls þín betur Ómar minn.

Það er í reynd ábyrgðarhluti að þú vandir ekki framsetningu þína betur, því nú ert þú að verða síðasti innbyggjarinn, sem verð núverndi ríkistjórn, sem vissulega hefur reyndar verið almenningi þessa lands, alþýðu þessa lands ... "zero, 0, að gagni", en að miklu gagni fyrir hrægamma og erlnda vogunarsjóði.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 11:32

28 identicon

Þetta er bara vinsamleg ábending til þín Ómar minn. 

Ekki verða því æstur og reiður Ómar minn. Passaðu blóðþrýstinginn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 11:36

29 identicon

"að skilja máls þín", ég læt svo lítið að leiðrétta sjálfan mig, því auðvitað átti þetta að vera ... að skilja mál mitt. 

Látt þú nú líka svo lítið Ómar minn að leiðrétta þig.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 11:39

30 identicon

Veljum Veginn eilífa Ómar minn og sleppum krókaleiðum ræningjanna:

LIII.  Tao vs. Globalism

1.  Væri ég nógu vitur, myndi ég fara Veginn eilífa.

2.  Vegurinn eilífi er beinn og greiðfær,

en mönnum eru krókaleiðirnar kærari.

3.  Höllin ljómar af skrauti, en akrarnir eru vanhirtir og hlöðurnar tómar.

Að búast í skart og vera girtur biturlegu sverði, eta og drekka óhóflega

og hafa fullar hendur fjár - það er ofmetnaður ræningja.

(Úr Bókinni um veginn eftir Lao Tze) 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 11:45

31 identicon

Sumir velja krókaleiðir ræningjanna, til að fela vafninga sína:

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 12:10

32 identicon

Ég er í Samstöðu Ómar minn, og hef aldrei kosið sjallana.

Enginn hefur lagt meir að mörkum við endurreisn sjallana á þessu kjörtímabili en einmitt ríkisstjórnin þín elsku karlinn minn.

Það er alveg galið að sá flokkur hafi nú þegar náð fyrri styrk, en því geta þeir umfram alla aðra þakkað þeim Jóhönnu og Steingrími sem sanna það í hverri viku að það er hægt að toppa spillingu sjallana, því það hafa þau gert á hverjum degi frá vormánuðum 2009.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 13:17

33 identicon

Hjartanlega sammála þessum ummælum þínum meistari Sigurður #1

Jón Jón Jónsson biður kærlega að heilsa þér.  Hann er hérna,

en eiginlega alveg hættur að þrasa, hann lætur mig um það, núorðið:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 15:17

34 identicon

Hvaða kjaftæði er þetta í Pétri Erni, ég er eins og Flatus:  Ég lifi ... enn.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 15:19

35 identicon

Mínar bestu kveðjur til Jóns Jóns sonar Jóns

Held samt varðandi síðasta innbyggjarann sem enn trúir á stjórnina sína að hann sé róbót sem styðjist við google translate við áróðurinn sinn.

Eitthvað úrelt hræ sem samspillingin hefur fundið á ebay fyrir lítið.

Ég vil allavega alveg ómögulega trúa því að nokkur maður sé svona vitlaus og ílla skrifandi.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 20:45

36 identicon

Meistari Sigurður #1

enginn vafi, þú hefur leyst hina miklu gátu um sjálfan ÓBK róbótinn.

En þá kemur stóra spurningin ... skyldi hann vera útbrædda eintakið í fyrstu Star Wars myndinni, eða eitthvað úrelt hrat, skv. eve online innbyggjara-forriti gjaldkera samFylkingarinnar og CCCP?

Æi ég er svo aumingjagóður, að ég vona að sé hægt að endur-forrita greyið.

Kannski sé hægt að breyta honum í pappírs-tætara fyrir Össur? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 22:55

37 identicon

Nú reyni ég að gera einhvers konar tilraun til bókmenntafræðilegra skýringa á ÓBK róbótnum, ég notast við stikk-orð hans:

Má segja eigi hissa yes að útbrædda eintakið segi walking talking bakköpp irrelevant eða urdann bítann geltann.

Virkar eins og Gnarr á mig, eigi hissa má segja yes Dada ista parole, eða glórulaus Bravo fútúristi á borð við Krutsjonikh kannski ljóði hans líkt

(ég er ekki að grínast, þetta er ljóð eftir rússneska fútúristann Krutsjonikh):

dyr bul shchyl

ubeshchur

skum

vy so bu

r l es.

Lesendum til uppörvunar þá er þetta ljóð Krutsjonikh ekkert betur skiljanlegt rússneskum lesendum en íslenskum.  En það er skemmtilegt á sinn hátt, eða með stikk-orðum ÓBK róbótsins "má segja eigi hissa urdann bítann geltann"   

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 00:23

38 identicon

Skyldu Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon og Árni Þór Sigurðsson - bara til að nefna helstu ESB trúðana - hafa gert sér grein fyrir stöðu mála?  Meinlaust er bull ÓBK róbótsins, miðað við trúðleik þeirra og sjúkt veiklyndið.  Þau vilja öll inn í bræðsluofn evrunnar:

 A one euro coin is melted with a welding torch in this photo illustration

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 03:32

39 identicon

Ég biðst afsökunar á að húsbóndinn á Nubostöðum á Fjöllum náðist ekki á mynd af vinnufólkinu á bænum.  Hann var víst að sinna ríku auðjöfrunum innan kínverska kommúnistaflokksins og rabba við sveitarstjórann, Steingrím J.  En hvort myndin komist til skila, eða verði ritskoðuð, veit ég ekki:

Despite the disasters of the Great Leap Forward and the Cultural Revolution, Mao remains affectionately remember by many Chinese as the peasant-statesman who liberated China from imperial humiliation

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 18:36

40 identicon

Það var sem mig grunaði, hún var ritskoðuð.  Enda vilja Nubo og Steingrímur J. ekkert kannast lengur við gamla formanninn sinn, Mao Tze Tung. 

Nei, nú eru það hinir "ungu" og "sterku" sem hafa tekið völdin og sinna bara hinum ríku auðjöfrum innan kerfisins til að ræna almenning Íslands og Kína.

En einnig þeirra tíma mun ljúka og enginn mun vilja kannast við þá.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband