Sunnudagur, 22. júlí 2012
Össur spilar póker með þjóðarhagsmuni
Össur Skarphéðinsson utaríkisráðherra er að semja við Kína um fríverslun. Undirbúningur að samningnum hófst árið 2006 en heldur dró úr samningafundum eftir að Ísland, þ.e. Össur, sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009.
En núna er skriður kominn á samningana og Össur segir að fríverslunarsamningur við Kína verði tilbúinn á næsta ári.
Talsmaður Evrópusambandsins segir að aðildarríki ESB geti ekki ein og sér haft fríverslunarsamning við önnur ríki. Í frétt Mbl.is segir
Evrópusambandið hefur með viðskiptatengsl að gera [fyrir ríki sambandsins], þar með talið gerð fríverslunarsamninga, við önnur ríki. Almennt séð, sem aðildarríki Evrópusambandsins, yrði Ísland að segja upp öllum fríverslunarsamningum sínum og fríverslunarsamningar Íslands innihalda ákvæði um uppsögn, sagði Ulrike Pisiotis hjá skrifstofu stækkunarmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í svari við fyrirspurn frá mbl.is
Það er sem sagt ekki hægt að vera aðildarríki ESB og hafa sjálfstæðan fríverslunarsamning við önnur ríki. En Össur ætlar að gera hvorttveggja.
Þegar blekkingarleik Össurar lýkur verður orðspor utanríkisstefnu Íslands í tætlum.
Tilgangslausar makrílviðræður? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem betur fer verður Össsur ekki á næsta þingi,það verður að stoppa helvítismanninn af áður en hann gerir n+meiri óskunda af sér..
Vilhjálmur Stefánsson, 22.7.2012 kl. 20:52
Össur fer ekki með rétt mál varðandi fríverslunarbandalag við Kína. "Össur segir samningaviðræður við Evrópusambandið ekki neinu breyta um þessar samningaviðræður við Kína. „Ekki nokkru," segir hann."
Staðfest var við mig að Kínverjar segðu fríverslunar- bandalag ekki koma til greina á meðan ESB-umsókn væri í gangi. Vinnan var langt komin en slegin út af borðinu þegar umsókn var sett inn, enda gengur hún þvert á fríverslunarbandalag okkar við Kína.
"Ekki er hægt að semja um fríverslun við einstök ESB- ríki". Þetta er ein hryggðarmynd ESB- umsóknarinnar.
Ívar Pálsson, 22.7.2012 kl. 21:07
Við höfum heyrt um krosstengsl,var ekki Kína að lána Esb.samkvæmt beiðni fyrir ekki svo löngu.
Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2012 kl. 21:13
En þið gle9ymið einu. Það er ekki öruggt að aðild að ESB verði samþykkt. Þar með er full ástæða til að halda áfram að gera fríverslunarsamninga. Ef við hins vegar tökum það gæfuspor að ganga í ESB þá falla vissulega niður allir þeir fríverslunarsamningar sem við höfum gert en í staðinn fáum við aðgang að öllum þeim fríverlsunarsamningum sem ESB hefur gert sem eru mun fleiri og mun betri samningar en við munum nokkurn tíman ná sjálfir einir á báti.
Það stafar einfaldlega af því að þjóðir heims telja eftir mun meiru að slægjast að komast inn á 500 milljóna manna markað ESB heldur en 320 þúsund manna markað hér á landi. Hvað Kína áhrærir þá eru samningar ESB við Kína langt komnir rétt eins og okkar.
Það er því engin að spila Póker með almannahgsmuni í ríksstjórninni. Það er annað en þeir gerðu sem létu til dæmis Icesave málið fara fyrir dómstóla í stað þess að samþykkja góðan samning um það mál. Þeir tóku þá ákvörðun að spila rússneska rúllettu með fjármál þjóðarinnar í stað þess að fara öruggu leiðina þó súr væri. Vissuleg getur niðurstaða dómstólsin orðið hagstæðari en samningurinn en það er frekar ólíklegt.
Sigurður M Grétarsson, 22.7.2012 kl. 23:28
Nei, Sigurður, rússneska rúllettan var nefnilega JÁ við ICESAVE. Það þýddi alls ekki að málið færi ekki fyrir dómstóla samt eins og þið í flokki Jóhönnu snúið þessu endalaust á hvolf. Og það var ekki einu sinni ólíklegra. Það er ekki rúletta að neita að borga kúgun og lögleysu og sættið ykkur við það.
Elle_, 22.7.2012 kl. 23:37
Þvílíkt rugl sem þú lætur út úr þér Elle. Með samningum hefði málinu verið eldanlega lokið og engra málfhöfðana að vænta frá Bretum eða Hollendingum. Þá hefðu Bretar og Hollendingar verið búnir að samþykkja að taka á sig allan kostnað umfram lágnarkstrygginguna sem þeir eru núna að gera kröfu um að við tökum á okkur í dómsmálnu. Það gera þeir á grunvelli þess að sú mismunun sem var á milli innistæðueigenda eftir því hvort þeir voru í íslensku eða erlendu útibúi standist ekki EES sáttmálann. Það er mjög líllegt að við töpum því máli því það eru engin efnisleg rök fyrir þeirri mismunun og útilokað að færa rök sem halda vatni fyrir því að sú misnunun hafi verið nauðsynleg til að forðast neyðarástand hér á landi.
Nei og aftur nei. Áhættan á stórum skelli felst í því að láta málið fara fyrir dómstóla í stað þess að klára það með samningi. Þar með hefði málinu verið lokið.
Sigurður M Grétarsson, 23.7.2012 kl. 00:13
Kína og ESB eiga rétt á heilindum af hálfu Íslands. Samningaviðræður kosta fé og fyrirhöfn. Við getum ekki með heilindum unnið í senn að tveim alþjóðlegum samningum sem hvor útilokar hinn.
Páll Vilhjálmsson, 23.7.2012 kl. 00:20
Ekki verða menn mikið hlægilegri en þetta Sigurður M.
Það er ekkert dómnsmál í gangi, sem hefur áhrif á greiðsluskyldu íslenska ríkisins, Hollendingar og Bretar hafa ekki stefnt okkur fyrir eitt eða neitt.
Enda vita þeir sem er, að það er ekki hægt að höfða dómsmál. Það er engu að stefna. Það er ekkert tjón sem Hollendingar og Bretar geta sótt fyrir íslenskum dómstólum.
Það er ekkert dómsmál, og það verður ekkert dómsmál.
Hilmar (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 00:25
Sigurður M Grétarsson þú ert að ræða þetta mál af mikilli vanþekkingu. Samningnum fylgdi mikil áhætta og ef hann hefði verið samþykktur væru íslenskir skattgreiðendur búnir að greiða 60.000 milljónir í erlendri mynt, bara í vexti sem njóta ekki forgangs í þrotabú LB. Það er ekki til peningur fyrir nauðsynlegum tækjum á spítala landsins en ekkert mál í þínum huga að greiða Bretum og Hollendingum.
Dómsmálið sem núna er fyrir EFTA fjallar um það hvort Ísland hafi ranglega innleitt EB94/19 og hvort brotið hafi verið á jafnræði á grundvelli EES samningsins. Ef það má ekki mismuna eftir landsvæðum og það verður niðurstaða dómsins er allt landbúnaðarkerfi ESB undir, það mismunar eftir landsvæðum. Bretar og Hollendingar mismunuðu fjármagnseigendum innan ESB þegar þeir tóku einhliða ákvörðun um að bjarga bönkum innan síns hagkerfis. Þá eignumst við kröfu á Breta og Hollendinga. Gefum okkur að málið tapist fyrir EFTA dómstólnum. Það er allt í lagi því þá þarf að sækja bætur fyrir íslenskum dómstólum. Bætur eru markaðar á Íslandi vegna raunverulegs tjóns. Hvert er tjónið? Þrotabúið ætti að greiða allt (nema vaxtagreiðslur samkvæmt samningnum sem var felldur). Hver á síðan að bera tjónið? íslenska ríkið eða tryggingasjóðurinn sem er gjaldþrota?
Við munum aldrei borga krónu vegna Icesave nema SJS eða Jóhanna verði áfram við völd.
Andri (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 00:34
Ef allt verður samkvæmt spillingarsögu Hrun-skækjanna BDS,
þá mun Bjarni Benediktsson skipa Össur Skarphéðinsson sem sérstakan
sendiherra Íslands í Brussel, gáiði að því. Haldiði ekki að það kosti klof
að ríða röftum? Árni Mathiesen í Róm og Össur í Brussel.
Ingibjörg Sólrún mun hins vegar brátt fara að verða meyr og fara til Kína
undir tjaldborg Huang Nubo.
Kannski hún lyfti sér þó upp og fari í skemmtigöngu með Hjölla til Tíbet?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 00:40
LIII. Tao vs. Globalism
1. Væri ég nógu vitur, myndi ég fara Veginn eilífa.
2. Vegurinn eilífi er beinn og greiðfær,
en mönnum eru krókaleiðirnar kærari.
3. Höllin ljómar af skrauti, en akrarnir eru vanhirtir og hlöðurnar tómar.
Að búast í skart og vera girtur biturlegu sverði, eta og drekka óhóflega
og hafa fullar hendur fjár - það er ofmetnaður ræningja.
(Úr Bókinni um veginn eftir Lao Tze)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 01:57
Skyldu útásarræningjarnir hafa lesið Bókina um veginn?
Skyldi Huang Nubo, hið meinta ljóðskáld, hafa lesið Bókina um veginn?
Skyldu Hrun-skækjurnar 3, BDS hafa lesið bókina um veginn?
Skyldi Flór-goðinn í Norðurþingi hafa lesið Bókina um veginn?
Líkast til ekki. Þeir finna engan frið, heldur ráfa um sem vofur.
Lífið færir þeim engan frið, sem fara með ófriði gegn þjóð sinni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 02:02
Núbbi segist vera ungur og að hann sé sterkur.
Þegar Núbbi mun bjóða frú Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Hjörleifi Sveinbjörnssyni, Helgu Árnadóttur (fyrrum aðstoðarkonu frú Ingibjargar og nú sendiherra við hirðina í Beijing) og Össuri Skarphéðinssyni og ef til vill fleira samFylktu og "ungu" og "sterku" fólki innan ríkiskerfisins og stjórnsýslunnar og stofnana þess,
í skemmtiförina til Tíbet, þá vil ég bara benda "ungu" og "sterku" gestunum að gleyma ekki að biðja Núbba að sýna þeim hvernig Tíbetar kveikja í sér.
Kannski Núbbi segi þeim að það sé bara háttur Tíbeta til að sýna hvað þeir eru elítu kínverska Kommúnistaflokksins þakklátir?
Eða hann segi þeim að það sé bara háttur Tíbeta að kveikja í sér af gleði þegar svo tignir gestir heimsækji þá?
En endilega spyrjiði Núbba.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 02:20
Já, mikil væri nú dýrð þeirra allra, ef Núbbi, „ungur“ og „sterkur“, sem Bjarni Ben., sýndi þeim öllum hina tæru gleði Tíbeta þegar þeir kveikja í sér.
Mikil er dýrð okkar næsta dásamlega forsætisráðherra.
Þeir sem elska valdið og vilja beita því af hörku og skera allt niður, mega alls ekki vera veikgeðja, heldur fullir hörku.
Kannski Bjarni Benediktsson geti lært eitthvað af elítu kínverska kommúnistaFlokksins, um það hvernig megi koma því í kring að venjulegir og óbreyttir og al-mennir Íslendingar læri þá göfgu list að kveikja í sér af gleði?
Þá þyrfti hann ekki að skera vesalingana niður. Það er svo blóðugt. Miklu betra að láta sauðsvatan almenninginn bara kveikja í sér, af eintómri gleði.
Kannski Bjarni Benediktsson hafi nú fundið það út að þetta er miklu hentugri leið en að setja vafninga hans um háls hinna undirokuðu þegna og hengja þá. Miklu betra að sauðsvartur almenningur verði bara að ösku.
Mikil er dýrð okkar næsta dásamlega forsætisráðherra.
Bráðum gæti hann orðið fullnuma í þeirri göfgu list að fá almenning til að kveikja í sér af tómri, en dýrðlegri gleði.Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 13:21
Hrun-skækjurnar 3, BDS, eru svo langt leiddar í fíkn sinni,
að Ögmundur ræður ekki einn við þær.
Hvað segir íslenskur almenningur. Á hann ekki zippo-gasfyllingu
og eldspýtur? Kaupið það þá bara út á reikning flokkskrifstofa BDS
og Flór-goðans í Norðurþingi. Það fer á reikning ríkisns, sem annað.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 13:22
Ef þið viljið vera kúl á dauðastundinni, fáið ykkur líka ný gleraugu,
DG, eða eitthvað trendy merki. Það fer líka á reikning ríkisins, sem annað.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 13:23
Svo verður það afskrifað,
en aðeins þegar almenningur verður orðinn að ösku, sem annað.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 13:24
Nei! Vöknum! Rísum upp!
Glennum upp augun og horfumst í augu við Hrun-skækjurnar 3, BDS
í þinghelgi Flór-goða banka-og elítuðauðræðis glóbalistanna.
Einnig þeirra bíður hið óhjákvæmilega, að drambi þeirra fylgir fall þeirra.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 13:30
Páll. Bæði í Kína og ESB vita menn af báðum samningaviðræðum okkar. Það eru því engin óheilindi í gangi. Báðir aðilar vita að ekki er víst að af samningum verði því það veltur allt á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning að ESB.
Sigurður M Grétarsson, 24.7.2012 kl. 09:54
Andri. Mér sýnist þú nú heldur betur vera að kasta steini úr glerhúsi þegar þú talar um vanþekkingu á Icesave málinu. Það var allta tíð ljóst að samningurinn hefði kostað nokkra tugi milljarða króna. Dómstólaleoiðin getur hins vegar kostað margfallt meira ef illa fer. Áhættan er því mun meiri í dómstólaleiðinni.
Þessar upphæðir gátum við fengið að láni til þó nokkurns tíma á lágum vöxtum. Okkur stóð til boða að nota lán frá AGS til að fjármagna þessar upphæðir enda líta menn þar á bæ svo á að þar sé aðeins um skuldbreytingu að ræða en ekki ný útgöld. Svo skulum við ekki gleyma því að það voru til 23 milljarðar í Tryggingasjóði innistæðueigenda og hefðu þeir fyrst verið notaðir áður en til greiðslu ríkisins hefði komið enda snerist málið einungis um að ríkissjóður ábyrðist lán til tryggingasjóðsins. Því hefði ríkið ekki þurft að greiða alla þessa 60 milljarða.
Til viðbótar við það að geta lent í að greiða margfalt meira en samningurinn kvað á um ef illa fer í dómsmáli þá stendur okkur ekki til boða lán á jafn hagstæðum vöxtum og við hefðum fengið samkvæmt samningum og eykur það enn á útjöld okkar ef illa fer í dómsmáli.
Það er með ólíkindum hversu stór hluti kjósenda hafi trúað þeirri fáránlegu blekingu Advice hópsina að það fælist meiri áhætta í því að fara dómstólaleiðina heldur en að samþykkja samninginn. Málflutningur þess hóps byggðist að mestu á blekingum og útúrsnúningum sem settar voru í trúverðugan búning enda oft fræðimenn sem báru hann fram.
Það hvernig landbúnaðarkerfi ESB er kemur þessu máli ekkert við. Það er einfaldlega bannað að mismuna innistæðueigendum með greiðslur úr þrotabúi banka á grunvelli þess í hvaða útibúi hans menn hafa sínar innistæður.
Sigurður M Grétarsson, 24.7.2012 kl. 10:03
Sigurður M Grétarsson viltu ekki byrja á því að segja satt áður en þú ferð að saka fólk um að kasta steinum úr glerhúsi?
60 milljarðarnir eru vaxtagreiðslur og koma því ekkert við hvað til er í innistæðutryggingasjóðnum. Sú upphæð átti að fara að fullu upp í kröfur Breta og Hollendinga. Þar fyrir utan er ekki um skuld að ræða heldur ólögvarða kröfu. Hún er byggð þvert á 7. gr. reglugerðar EB94/19. þ.e. ríki og sambærilegu lögaðili geta ekki og mega ekki bera ábyrgð gagnvart innistæðueigendum ef þau hafa komið á innistæðutryggingarkerfi í samræmi við reglugerð þessa.
ESA staðfesti 2006 innistæðutryggingakerfi Íslands. Hvað ábyrgð geta íslenskir skattgreiðendur þá borið?
Gefum okkur að málið tapist hjá EFTA dómstólnum þá er þarf að sækja bætur á Íslandi. Til þess þarf að sýna fram á raunverulegt tjón. Hvert er tjónið? Að hafa ekki fengið ríkisábyrgð sem hvergi er sagt til um í lögum? Að fá meira en tryggt vegna neyðarlaganna en ella hefði verið?
Málflutningur þinn er til háborinnar skammar. Þú ætlast til þess að íslenskir skattgreiðendur taki 60 milljarða í erlendri mynt að láni á tíma þegar ekki eru einu sinni til peninga fyrir nauðsynlegum tækjum á sjúkrahús landsins.
Þá er það MR í evrópurétti að lög og gerðir séu skýr og fyrirsjáanleg. Allri bótaskyldu vegna misræmis á því er vísað til aðildarríkja. Ég á eftir að sjá það gerast að héraðsdómur og Hæstiréttur dæmi gegn íslenskum lögum.
Kæmi mér þó ekki á óvart að það væri krafa samfylkingarmanna sem vilja allt til að komast inn í esb.
Andri (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.