Þórudagurinn í viðtali

Þóra Arnórsdóttir tapaði forsetakosningunum vegna þess að þær voru pólitískar. Þóra og fylgismenn hennar óskuðu sér að svo væri ekki. Þóruframboðið vísaði í kjör Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980 fyrir tæpum hálfum mannsaldri, - ekki beinlínis nýja Ísland þar.

Pólitíkinn í kosningunum 2012 stafaði af deilum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. við forseta Íslands vegna Icesave og ESB. Ólafur Ragnar vísaði Icesave í þjóðaratkvæði þar sem stjórnin tapaði í tvígang og hann talaði fyrir annarri framtíðarsýn Íslands en inngöngu í Evrópusambandið.

Þóra náði aldrei áttum í þessari umræðu. Þrátt fyrir að eiga fleygustu setningu kosningabaráttunnar, ' innganga í ESB er eins og að skrá sig á brennandi hótel' , var Þóra frambjóðandi ESB-sinna enda sjálf stofnfélagi í Evrópusamtökunum. Í viðtalinu í Sunnudagsmogga klifar hún enn á því að ,,samningur þurfi að liggja fyrir."  Við eigum sem sagt að skrá okkur inn á brennandi hótel, ef kjörin eru nógu góð.

Þegar Þóruframboðið reyndi í örvæntingu að ná viðspyrnu í tapaðri kosningabaráttu var skellt í glassúr og Þórudagur hannaður.  Það reyndist síðasti naglinn í líkkistu framboðsins. Persónudýrkunin auglýsti málefnafátæktina.


mbl.is Ólafur Ragnar varð „óttasleginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Átti konan virkilega von á því að Ólafur myndi ekkert gera? Hélt hún virkilega að hún gæti orðið forseti án þess að hafa eitthvað fram að færa? Hver atti Þóru á foraðið? Viðkomandi þarf að biðja Þóru afsökunar.

Einhver hringi í vælubílinn fyrir konuna.

Helgi (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 11:30

2 Smámynd: corvus corax

Það vissu það allir sem vildu að enginn frambjóðendanna mundi hafa neitt í Ólaf Ragnar að gera. Hann er atvinnumaður á þessu sviði og amatörarnir skitu bara á sig. Það vakti sérstaka athygli mína að Þóra og Ari Trausti höfðu yfirleitt ekkert fram að færa í kosningabaráttunni annað en ósanngjarna gagnrýni og skítkast í Ólaf Ragnar. Þau ætluðu bæði á Bessastaði á vömmum og skömmum Ólafs en ekki á eigin ágæti sem var þegar nánar var skoðað ...ekki neitt til að tala um.

corvus corax, 21.7.2012 kl. 13:19

3 identicon

Er morgunmatur á hótelinu innifalinn í verðinu?

Jóhannes (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 13:50

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Góð grein, Páll. Heldur Þóra að sagan verði skrifuð öðruvísi með því að koma þessum hugarórum sínum í blaðið? Að maður sé ekki dæmdur af verkum sínum og því sem maður hefur alltaf staðið fyrir? 80% Samfylkingarfólks (ESB-sinna) treysti henni, en aðrir mun minna, þar sem hún yrði án efa höll undir ESB ef í harðbakkann myndi slá.

Lokastaðfestingin á Samfylkingar- sinnanum Þóru kom með landlægu vænisýkinni þar um Davíð (Staksteina) og Moggann: það þarf ekki frekari vitnana við.

Ívar Pálsson, 21.7.2012 kl. 13:53

5 identicon

Enska orðið "pathetic" hefur nú loks fendið almennilega íslenska þýðingu

pathetic= þórulegt

Grímur (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 14:55

6 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Gaman að sjá hvernig  hörðustu andstæðingar ESB og jafnframt hörðustu stuðningsmenn ÓRG þjappa sér nú í vörnina fyrir hann þegar  sannleikurinn er sagður um vinnubrögð hans. Er þó varla hálf sagan sögð.

Eiður Svanberg Guðnason, 21.7.2012 kl. 15:33

7 identicon

Það verður örugglega erfitt fyrir menn og konur í framtíðinni að fara í forsetaframboð miðað við það sem Þóra og hennar fjölskylda fékk að reyna í kosningabaráttunni núna.

Ótrúlega margir eru tilbúnir að hrauna yfir fólk sem þeim er ekki þóknanlegt og skiptir þá engu máli hvort sagt er satt eða logið.

Páll Vilhjálmsson er einn af þeim sem hamraði á lyginni án þess að blikna.

Láki (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 15:44

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Eiður, svör við órum Þóru eru ekki endilega varnir fyrir öllum gjörðum Ólafs Ragnars. Hann reynist einfaldlega eina rökrétta svarið við ESB- sinnanum sem þóttist ekki vera það.

Ívar Pálsson, 21.7.2012 kl. 15:47

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eiður er nógu gamall til þess að muna að það er ýmsum "vinnubrögðum" beitt í forsetakosningabaráttu. Á alla bóga.

Kolbrún Hilmars, 21.7.2012 kl. 15:56

10 identicon

Stúlkukindin skilur ekki ennþá að hún tapaði kosningunum.

Hvað þarf til að koma Kratafíflunum í skilning um að það vottar ennþá fyrir lýðræði í landinu.

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 16:03

11 identicon

Láki, manstu eftir þessu?:

"Ólafur sýndi sitt rétta innræti í viðtalninu á Bylgjunni áðan, var bæði ruddi og dóni.  Og reynda skíthræddur líka.

Láki (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 12:14"

Mega bara andstæðingar Ólafs Ragnars og ESB sinnar (eins og þú og Eiður?) "hrauna yfir fólk sem þeim er ekki þóknanlegt og skiptir þá engu máli hvort sagt er satt eða logið."?

Ólafur J. (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 17:00

12 Smámynd: Sólbjörg

Nýjar forsetakosningar ? Þóra á ekki að trúa þeim sem fullyrða við hana að kæran nái fram að ganga og það verði kosið aftur.

Sólbjörg, 21.7.2012 kl. 18:26

13 identicon

Ólafur Ragnar réðst aldrei að Svavari á nokkurn einasta hátt. Svavar skapaði sér sína eigin óvini. Það er ekkert stórt samsæri beint frá Bessastöðum á hendur Þóru. Þóra ætti að taka töflur við ofsóknaræði, og forsetinn ætti að fara í meiðyrðamál við hana fyrir að ljúga svona upp á hann, sem er alvarlegur glæpur og getur þýtt margra ára fangelsisvist. Hún má vera ánægð með að mjög ólíklegt er að hann nenni því.

Einar (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 19:13

14 Smámynd: Elle_

Corvus sagði nákvæmlega það sem ég las út úr bæði Ara og Þóru um niðurrökkun á forsetanum.  Og ekki vantaði það frá ríkisstjórnarflokkunum.  Og svo er ég sammála Einari að forsetinn gæti farið í mál ef hann vildi.

Elle_, 21.7.2012 kl. 19:28

15 Smámynd: Elle_

Eða ´ætti að fara í meiðyrðamál við hana fyrir að ljúga svona upp á hann, - - -´.  Já, sammála, ef hann nennir og ef hann vill.

Elle_, 21.7.2012 kl. 19:44

16 identicon

Það er allt í lagi að Þóra láti gremju sína í ljós.  Það er mannlegt eftir tapið. Hún er bara að hreinsa hugann.

En það er kominn tími til að þjóðin fái að kolfella ESB aðlögunina.

Síðan er nauðsynlegt að fá uppgjör og allsherjar hreinsun valdakerfis spillingar-viðbjóðsins hér innanlands. 

Þá fyrst getur almenningur hér um frjálst höfuð strokið.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 20:32

17 identicon

Samfylkingin var í Hrun-stjórninni.  Hún er enn í stjórn.  Af hverju hefur fólki þar á bæ ekki dottið í hug að hreinsa til. 

Enn sitja hrun-ráðherrarnir Jóhanna og Össur sem fastast og mas. Jóhanna fékk mótaframboðslausa og rússneska kosningu á síðasta landsfundi samFylkingarinnar.  Hallelúja æpti þá hirðin.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 20:40

18 identicon

Gjaldkeri Samfylkingarinnar var á þessu dýrðar-landsfundi

kosinn gamall makker Björgólfs Thor (þessa með Icesave einka-skuldina)

Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP, eða er það CCCP ofl.?

Always follow the money ... always.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 20:46

19 identicon

Í gær Þór Saari, og í dag Eiður Guðnason. Hvað er eiginlega í gangi, sem rekur kratabullurnar úr verndaða DV umhverfinu?

Er enginn sem les ykkur þarna Eiður? Ertu orðinn einn og einangraður?

En fyrst þú ert hérna, og ert áhugamaður um málfar, vil ég benda þér í hinu mesta bróðerni, að þeir sem eru nýbúnir að vinna stórsigur í kosningum, eru ekki í vörn. Og vællinn í Þóru er nákvæmlega sá sami, og áður en atkvæði voru greidd.

Það þarf meira en nokkra bitra evrulúsera til að reka þjóðina í vörn.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 20:49

20 identicon

Stærsta vandamál vinstri manna eru þau Steingrímur Jóhann Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir.

Stærsta vandamál hægri manna er BjarN1 ESB vafningur.

Stærsta vandamál miðjumanna er hækja Bjarna Ben., Sigmundur Davíð.

Allt þetta ESB mál er vandamál. 

Það hefur komið í veg fyrir heiðarlegt uppgjör hér á landi eftir hrunið.

Öll valdastéttin vill moka skít sínum undir Brussel dregilinn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 20:59

21 identicon

Hilmar, það er margt fróðlegt að sjá á dv.is

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 21:32

22 identicon

Titill þessarar myndar er Veruleikafirring,

en gæti alveg eins verið

"Sjálfstæðis"Flokkurinn græðir á daginn

og grillar sauðsvartan almenning á kvöldin.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 21:38

23 identicon

Bjarni Benediktsson minntist ekkert á sína eigin veruleikafirrtu skíta-vafninga.  Hann minntist ekkert á kúlurnar.  Hann minntist ekkert á bankadindlana á þingi.

Hann minntist ekkert á Frelsi, jafnrétti og samhygð með almenningi landsins.

Hann minntist heldur ekkert á að skera niður margar gjörsamlega ónauðsynlegar stofnanir innan ríkiskerfisins, báknið. 

Nei, þar þarf hann að hygla sinni spilltu og veruleikafirrtu bákn-hirð.

Bjarni Benediktsson er með allt niðrum sig, hann er berstrípaður, en er svo veruleikafirrtur að hann sér það ekki sjálfur.  Glampi silfursins blindar hann.

Bjarni Benediktsson ætti vitaskuld að sjá sóma sinn í að borga fyrst reikning upp á 7 milljarða vegna Vafnings málsins.

Hann hefur sjálfur sagt að engu skuli hlíft.  Varla ætlar svo drýldnislegur stríðsherra að hlífa sjálfum sér og sínu ættarsilfri,

eða er það allt á leið úr landi, kannski í skjól ESB eða Breska heimsveldisins?

Sagði hann þess vegna já, já áfram við Icasave aðgöngumiðanum að ESB?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 22:15

24 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Páll Vilhjálmsson var að ræða um Þóru Arnórsdóttir í pisli sínum...  Pétur Örn.Hvers vegna blandar þú Bjarna Ben saman við umræðu um þóru??

Vilhjálmur Stefánsson, 21.7.2012 kl. 22:30

25 identicon

Vilhjálmur Stefánsson ... vegna ESB druslu og gunguháttar Bjarna Ben.

Er það ekki málinu skylt?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 00:08

26 identicon

Vilhjálmur minn ... en einkum var það vegna

góðrar athugasemdar Hilmars um "evrulúsera"

sbr. margfræga og blautra drauma grein Bjarna Ben. og Illuga Gunnarssonar. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 00:13

27 identicon

Við sem berjumst af einurð gegn ESB aðlögunni, án skotgrafarhernaðar og án þess að eiga flokksskírteini, kusum taktískt ÓRG, sem öryggisventil.

Við sem eigum ekki flokksskírteini höfum ekkert á móti Þóru per ce. 

En það að segja Nei við ESB, þýðir heldur ekki, að við viljum að svo haldi áfram hér á landi í stíl þess sem Styrmir Gunnarsson lýsti svo

“Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta”

Við hljótum að eiga okkur betri drauma til handa landi og þjóð en að hér verði allt "ógeðslegt" áfram?  Vart viljum við meira af seim óld sjitt ???? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 01:27

28 identicon

Fyrirgefðu mér  Vilhjálmur minn, ég gleymdi hér að ofan að minna á það hversu það var stór hópur innvígðra og innmúraðra í "Sjálfstæðis"Flokknum sem kaus Þóru, kannski vegna góðra tengsla hennar við ESB Samfylkinguna?

Bjarni er formaður "Sjálfstæðis"Flokksins og Þóra var frambjóðandi ESB.

Þessi blanda er gruggug og jafnvel görótt sem gambri.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 02:13

29 identicon

Sjálfur gistir postulinn Páll á 5-stjörnu hóteli LÍÚ við Rauðavatn og mun þaðan keyptur koma til að sullumbulla í landanum að hætti hússins.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 09:02

30 identicon

Vá! Það virðist bara sem Þóra Arnórs megi bara ekki tjá sig þó að hún hafi tapað kosningunum, þá tjúllast aðdáendur heilags ÓRG!

Tek það fram að ég kaus hvorugt þeirra, en hún á samt rétt á að tjá sig rétt eins og hann.  Margt sem hún segir í viðtalinu er athyglisvert. Hann sagði nú að fréttin um að hann myndi sitja í 2 ár hefði komið frá Svavari í Sprengisandsþættinum.  Það var ekki mjög fallega gert hjá gamla refnum...  

Svo vona ég að það þurfi ekki að endurtaka kosningarnar.

Skúli (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 23:50

31 identicon

Og líka, hugsið ykkur ef þið væruð í framboði og það myndi loða við ykkur stimpill um að þið væruð handbendi einhverra ákveðinna pólitískra flokka og gætuð ekki þvegið þann stimpil af ykkur.  Þið yrðuð varla ánægð með það...

Skúli (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 23:53

32 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hefur ÓRG reynt að þvo af sér sjálfstæðisflokksstimpilinn?

Kolbrún Hilmars, 23.7.2012 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband