Gnarr, Birgitta og leitin að léttri innivinnu

Þingmenn Hreyfingarinnar eru þekkir fyrir það á alþingi að mæta ekki í vinnuna heldur hafa það huggulegt heima við tölvuna. Jón Gnarr borgarstjóri í felum er sama sinnis og sagðist í pólitík til að fá létta innivinnu, gjarnan vel borgaða.

Nú þegar ár er í þingkosningar þarf að setja saman framboð fyrir fólkið sem ber velferð heimila sinna fyrir brjósti en vill síður dýfa hendi í kalt vatn. Eigi orð og athafnir að fylgjast að kemur aðeins eitt nafn á flokkinn til greina.

Innivinnuflokkurinn.


mbl.is „Lítum ekki á okkur sem einhvers konar ræningja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er það ekki bara ágætt að þau haldi sér frá vinnustað, kanski minni líkur á því að þau geri landsmönnum og borgarbúum eitthavð illt.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 20.7.2012 kl. 13:02

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta er bara þvag í skítinn sem flokkapólitíkin er. Þeim mun minni áreynsla stóru spillingarblokkanna þegar hrúga er af smáfromboðum og "ég kýs sjálfan mig" flokkum.

Óskar Guðmundsson, 20.7.2012 kl. 13:59

3 identicon

Við værum nú þegar búin að kjósa til alþingis, ef þingmenn öfugmælaflokks Hreyfingar hefðu ekki fyrst og fremst áhyggjur af djobbinu. Þau vita sem er, að starfið er fyrir bí, um leið og kosið hefur verið.

Ég verð þó að hrósa Birgittu fyrir framsýnina, að stofna enn einn flokkinn sem ætlað er að sækja fylgi til iðjuleysingja, ofaldra og spilltra barna í 101 Reykjavík. Mun líklegra að óljósar tilvísanir í eitthvað "frelsi" á netinu skili inn þingmanni en þetta dapurlega samkrull sem hún er að segja skilið við. Ef Wikileaks nær að forðast gjaldþrot fyrir kosningar, er aldrei að vita nema að Birgitta landi starfi með því að hengja sig á Julian Assange og Kristinn Hrafnsson.

Það gefur Jóni Gnarr aukna möguleika á að halda einhverjum tekjum sem óbreyttur borgarfulltrúi, enda eru allir búnir að fatta, að hann er ekki fyndinn og að biðin eftir brandaranum leiði ekki til neins. Reykjavík er sannarlega ekki skemmtilegri með hann í forsvari.

Hitt er þó líklegra, að almenningur sé búinn að fá nóg af innihaldslausri orðræpu þessa fólks, og sé farið að huga alvarlega að hverjum skal treyst til að standa fyrir uppbyggingu á Íslandi.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 14:18

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað er það við Jón Gnarr, sem fólki líkar svona illa?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2012 kl. 16:46

5 identicon

Þetta er nú ekki spurning um að vera illa við manneskjuna Jón Gnarr. Og ekki er heldur skemmtilegt að eyða þessari fallegu Þorláksmessu í að tína saman vammir og skammir á störf hans. En kannski getur þú, Anna Sigríður, eða einhver annar lesandi, sagt okkur, hvaða gagn Reykvíkingar hafa haft af honum sem borgarstjóra. Þá væri allt á vingjarnlegum nótum. Hvað hefur hann gert gott eða gagnlegt fyrir borgina? Það er nóg að nefna eitt eða fáein atriði.

Sigurður (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 17:13

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Afskaplega hef ég nú litla trú á því að þetta fólk sá að tryggja sér vel launaða innivinnu. Ég sé engin teikn um hækkun á þingfararkaupi.

Árni Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 18:17

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður (IP-tala).

Jón Gnarr hefur gert sitt besta til að gjörbreyta ónothæfu grunnskólakerfi, sem hefur hálf og aldrepið mörg börn, með hörmulegum afleiðingum fyrir allt og alla. En margir heilaþvegnir Reykvíkingar studdu ekki það mikilvæga framtak, heldur söfnuðu liði og mótmæltu raunverulegri grunnskólavelferð barnanna sinna.

Hann hefur reynst Fjölskylduhjálpinni vel, og ekki vanþörf á breytingu frá fyrri tíð.

Hann gerði vegfarendum kleyft að komast gangandi í gegnum miðbæ Reykjavíkur yfir há-sumartímann, án þess að þeir þyrftu að verða fyrir bíl eða fá koltvísýringseitrun.

Hann hefur komið almenningssalernum fyrir víðs vegar um borgina, sem engum hefur áður dottið í hug að væri þörf á.

Hann hefur látið fjarlægja tré sem hafa svo sterkar rætur, að húsgrunnar húsa voru í hættu.

Hann er að reyna að kenna borgarbúum að flokka rusl, sem ég vandist fyrir meir en áratug í Noregi, (ég kom svo til Íslands í gamla steinaldarkerfið græðgivædda og siðblinda).

Hann hefur þolað áróður og einelti gömlu valdhafanna, sem stóðu á tímabili í barnalegum skiptimarkaði með borgarstjórastólinn, með miklu stjórnleysi og kostnaði.

Ég get haldið áfram að telja upp það jákvæða við Jón Gnarr, en læt þetta duga í bili. Þetta er allt á vingjarnlegu nótunum, vona ég. Ég er ekki með neinar öfgar, heldur benda á blákaldar staðreyndir.

M.b.kv.  

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2012 kl. 19:18

8 Smámynd: Elle_

Hann eyðir peningum skattborgara eins og vatn væri.  Mætti nefna ljóta 30 milljarða kumbaldinn við höfnina.  Það er bara eitt dæmi um ofureyðslu.
Hann minnkaði sorphirðuþjónustu og hækkaði samt sorphirðugjald.
Hann þurfti ekki að kenna okkur að flokka rusl.  Við kunnum það.
Hann hækkaði gríðarlega gjöld fyrir frárennsli vatns.  Mig minnir að það hafi verið um 90% hækkun.  Það er óeðlilegt.

Elle_, 20.7.2012 kl. 21:03

9 identicon

Þetta er alrangt hjá þér Páll. Við þingmenn Hreyfingarinnar höfum ítrekað verið með besta mætingu allra á nefndarfundi Alþingis. Þetta eru því tilhæfulausar aðdróttanir og dylgjur af sóðalegustu sort. Þú ætti að sjá sóma þinn, ef einhver er, í að draga þetta til baka. Hef ekki lesið mikið af bloggfærslum þínum undanfarið en af þessari færslu og athugasemdunum við hana að dæma er þetta dæmi þitt forarpyttur.

Þór Saari (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 21:20

10 Smámynd: Elle_

Ekki sagði ég orð um þig að ofan nema þú hafir orðið eyðslusamur bæjarstjóri nýlega.

Elle_, 20.7.2012 kl. 21:28

11 identicon

Sælir, þú ert nú meiri kallinn. Algjör sveppur!! Getur ekki verið málefnalegur, ert svona pínulítið eins og Liverpool aðdáandi, með höfuðið ofan í sandinum, styðjandi þitt lið. Gagnrýnislaust. :D

Súðmundur (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 21:55

12 identicon

Þór Saari er meira að segja fyndnari en Jón Gnarr. Óviljandi að vísu, en sama. Það segir sitt um trúða, ef venjulegir fýlupúkar úti í bæ eru fyndnari en þeir.

Hitt er þó ljóst, að Þór Saari líður betur á DV og Eyjunni, enda er þar hófstillt fólk, heiðarlegt og umburðarlynt. Það gerir ekki óþarfar athugasemdir við það, þegar Þór Saari reynir að nýta sér hörmulega atburði í pólitísku skyni.

Þór, ertu farinn að kíkja eftir vinnu? Eða öllu heldur, búinn að tala við Jóhönnu og Steingrím?

Hilmar (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 22:02

13 identicon

Þakka þér fyrir, Anna Sigríður. Gagnlegt að vita, fyrir hvað vinir borgarstjórans eru honum þakklátir. Þakka þér líka, Elle.

Sigurður (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 22:30

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Elle. Kubbaldinn við tjörnina var löngu frágengið apparat, áður en Jón Gnarr tók við borgarstjórastólnum, og ekki nokkur leið fyrir nýjan borgarstjóra að afstýra því slysi fyrri borgarstjóra. Það ættir þú að vita og viðurkenna, ef þú vilt láta taka mark á þér.

Þú segist hafa kunnað af flokka rusl, en líklega tróðst þú öllu rusli í eina tunnu.

Frárennslisgjaldið var kannski óeðlilegt áður en Jón Gnarr varð borgarstjóri.

Þór Saari er svo úti á Seðlabanka-túni í því sem hann er að reyna að fullyrða, með það sem hann tjáir um, með sitt siðmenntaða og viðurkennda bindislausa blöffi sægreifanna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2012 kl. 22:42

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

tjáir sig um, átti þetta að vera

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2012 kl. 22:44

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Ég er ekki vinur borgarstjórans, en þú baðst um að ég kæmi með skýringu á hvers vegna ég styð hann til góðra verka.

Ég hef aldrei hitt Jón Gnarr, og veit ekki hvort hann myndi styðja mig í einu eða neinu, svona persónulega.

Málið snýst um verk borgarstjóra, en ekki hugsanlega vini hans. Sumum finnst það kannski undarleg hugmyndafræði á Íslandinu einkavina-gjörspillta, sem komið er í strand.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2012 kl. 22:54

17 Smámynd: Elle_

Skil ekki hólið frá verjendum bæjarstjórans.  Skil ekki hvað var svona jákvætt við hvað hann vildi skólakerfinu með rústun á skólunum eða sam-einingu (einum of samfylkingarlegt að troða öllum í 1 kassa) eða m.ö.o. tvístra fjölda barna og ýta út þaðan sem þau voru fyrir.  Ætli það hafi verið glæpur hinna ´heilaþvegnu foreldra´ að standa eðlilega gegn þessu?  Vildi að ég gæti skilið plúsinn við þetta.

Og Anna Sigríður bætir við:>Þú segist hafa kunnað af flokka rusl, en líklega tróðst þú öllu rusli í eina tunnu.<  Líklega?? Hvað fær þig til að halda að þú vitir nokkuð um mína flokkun?  Lástu kannski á glugganum heima?  Ætli ég viti það ekki??  Ýmislegt sem þú hefur verið að fullyrða er gjörsamlega ómarktækt.  Þú sagðir opinberlega fyrir skömmu að Ragnar Arnalds væri að >sigla með svikaseglum þöndum< og Styrmir Gunnarsson væri >mesti ESB-sinni allra tíma< og >falskasti stjórnmálamaður allra tíma<.

Elle_, 20.7.2012 kl. 23:08

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tvisvar sinnum verður gamall maður barn;,,má ekki dríja hór,, stríða þór.

Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2012 kl. 23:33

19 identicon

 Jæja, Anna Sigríður: Biðst afsökunar á að hafa kallað þig vin borgarstjórans. Það var ekki meint sem sneið til þín eða hans. Enginn vinur hans eða stuðningsmaður hefur enn kvatt sér hljóðs, til að fullkomna listann þinn, sem mér finnst reyndar ósköp lítið til koma. Styrjöld við foreldra og skólamenn er frekar skens en nokkuð til að monta sig af. Jóni Gnarr datt sannarlega ekki fyrstum í hug að reisa almenningsklósett, því að árin áður en hann kom í borgarstjórn var búið að kosta til ótrúlega mikilli vinnu innan borgarkerfisins, til að útfæra það málefni. Svo að við þurfum ekki að hugsa í þakklæti til Gnarrs, þegar við sitjum á þeim stöðum. Og flest finnst mér álíka léttvægt af þessum afrekum hans. Af mörgum og misjöfnum borgarstjórum í Reykjavík er hann vafalaust sá lakasti, mælt í gagnlegu vinnuframlagi og málefnum. Og ekki er við þig að sakast, Anna Sigríður, að láta þér ekki hugkvæmast það, sem ekkert er. Vingjarnleg kveðja. 

Sigurður (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 00:27

20 Smámynd: Elle_

:)

Elle_, 21.7.2012 kl. 00:30

21 identicon

Jón Gnarr varð borgarstjóri u.þ.b. ári áður en dýru Hörpu var lokið. Miklu dýrari og miklu stærri en áætlað var og skrifað undir í upphafi. Gat borgarstjórinn virkilega ekkert gert til að koma í veg fyrir þetta eða minnka skaðann? Stuðningsmaður hans mætti íhuga þessa frétt:

Dýr verður dásemd Hörpu

 
21. ágúst 2010 

með stærri tónleikasal en helstu tónleikahallir Norðurlandanna

 Nýja tónlistarhúsið Harpa sem opna á formlega í maí 2011 er nærri tvöfalt stærra og ríflega þrefalt dýrara en upphaflega var gert ráð fyrir í samkomulagi sem undirritað var á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins 2002. Húsið verður vígt með tónleikum Vladimirs Ashkenazy 4. maí 2011 og þeim verður síðan fylgt eftir með opnunarhátíð 13. maí, degi fyrir Evrovision keppi evrópskra sjónvarpsstöðva 2011.

Harpa verður 28.000 fermetrar en ekki 15.000 fermetrar eins og gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem undirritað var 11. apríl 2002. Þar rituðu nöfn sín þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra.

Miðaðist samningurinn við 15.000 fermetra samanlagða stærð tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar. Sérhannaður tónleikasalur átti samkvæmt samkomulaginu að rúma um 1.500 áheyrendur, þar af 200 fyrir aftan svið og því 1.300 í salnum sjálfum.

Nú er salurinn orðinn 1.300 fermetrar og mun rúma allt að 1.800 gesti. Til samanburðar tekur stærsti salurinn í óperuhúsinu í Osló 1.350 manns í sæti.

Ólafur J. (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 00:55

22 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég þakka fyrir allar leiðbeiningarnar og leiðréttingar á því sem ég hef látið frá mér fara. Það er þakkarvert þegar fólk bendir manni á eitthvað sem betur má orða á spillta landinu Íslandi.

Það er staðreynd að skólakerfið kostar gífurlega mikið og skilar börnum of oft stórskemmdum út í samfélagið. Allan sparnað mætti nota til að byggja undir eðlilegt skólakerfi fyrir börnin.

Ég læri ekkert ef ég er ekki gagnrýnd, og það sama gildir um alla aðra.

Ég hef ekki getað flokkað rusl frá því ég kom til Íslands aftur, vegna þess að ekki er gert ráð fyrir slíkri flokkun við heimilin, eins og gert er í öðrum löndum.

Að vísu hef ég flokkað eftir bestu getu á gámastöðvunum, en matarleifarnar þurfa sérstaka meðferð ef gagn á að vera af. Þannig virkar flokkunin í þróaðri löndum.

Ég ligg ekki á gluggum til að njósna um hvernig fólk flokkar sitt rusl, eins og ein hér spyr um, vegna þess að mér kemur ekki við hvernig hver og einn hagar sínu einkalífi. Mér finnst það heldur flóttaleg leið til að réttlæta sjálfan sig, að ásaka mig um slíkt.

Það er alltaf ráðist að þeim sem benda á staðreyndir. Þá áhættu verður hver og einn að taka, sem vill koma sínum skilningi á framfæri. Ég stend við allt sem ég hef sagt, en biðst afsökunar á því að hafa jafnvel sært einhverja með orðavali mínu og hreinskilni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.7.2012 kl. 18:27

23 Smámynd: Elle_

Eins jákvætt og það er að þú segist sætta þig við gagnrýni, gerirðu það samt ekki að ofan, heldur kemur núna og talar um ´flóttalega leið til að réttlæta sjálfan sig - - -´.  Hvað ætti ég að vera að flýja og hvað þarf ég eiginlega að réttlæta?  Skýrðu sjálfa þig. 

Mætti halda að þú lægir á gluggum manns þar sem þú heldur þig vita ýmislegt.  Kannski varstu að gá svona meðan ég lá í sófanum heima og var ekki að flokka neitt?  Hvað á maður annars að halda eftir svona fullyrðingar út í loftið, Anna Sigríður?  Kallast yfirgangur að mínum dómi. 

OK, svo þú vandist fyrir yfir 10 árum samkvæmt ofanverðu, í Noregi, og komst svo í steinaldarlandið.  Sjálf lærði ég það fyrir 30 árum í annarri heimsálfu og kom svo í steinaldarlandið og fór að nota gámana.  ALLTAF.  Og Jón bæjarstjóri var bara strákpolli.  Hann setti ekki upp gáma bæjarins og enn síður lærðum við af honum.  Þó engum komi það neitt við.

Elle_, 21.7.2012 kl. 19:00

24 Smámynd: Elle_

Systir mín kallaði líka alltaf dóma hennar og rangdóma á manni ´hreinskilni´.   Það halda það sumir að rangdómar og beinn yfirgangur kallist það.  Þú afsakar eigin hegðun og kennir hinum um.  Þú segir of mikið sem þú ekki veist.

Elle_, 21.7.2012 kl. 19:22

25 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir elle. Þá erum við báðar jafn vitlausar og óréttlátar. Þar hitti skrattinn líklega ömmu sína. Ekki er ég yfir nokkurn hafin, og ekki ert þú yfir nokkurn hafin í þinni reynslu og þekkingu á lífinu. Það er fjöldi fólks sem ekki hefur heilsu eða faratæki til að nýta sér gámana. Við megum ekki gleyma því.

Mér finnst undarlegt hversu heiftarleg þú ert út í mína sýn á málin. Hvers vegna ert þú svona reið út í mig og mín sjónarmið? Hvers vegna er þér svona innilega illa við Jón Gnarr? Getur þú útskýrt þetta betur fyrir mér? Ég vil svo virkilega læra að vera raunverulega réttlátt þenkjandi, ef einhver viti borin manneskja vill kenna mér það.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.7.2012 kl. 20:03

26 Smámynd: Elle_

Anna Sigríður, en ég er ekki reið svo það er ekki spurning um af hverju ég sé reið.  Maður verður ekki að vera reiður til að neita að hafa gert það sem maður gerði ekki.  Og mér er ekki illa við Jón þó ég vildi hann ekki og vilji hann ekki enn og muni ekki vilja hann í bæjarstjórastóli.  Sagði aldrei að mér væri illa við manninn.  En þú fullyrðir enn það sem þú ekki veist.

Elle_, 21.7.2012 kl. 21:00

27 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

elle. Hvers vegna útskýrir þú ekki betur hvað veldur því að þú vilt ekki Jón Gnarr sem borgarstjóra? Og hvers vegna telur þú að þér hafi verið kennt um eitthvað sem þú gerðir ekki? Ég sagði: líklega, en ég fullyrti ekkert, enda hafði ég engar forsendur til þess. Ég ligg ekki á gluggum hjá fólki, eins og þú lætur líta út fyrir með skrifum þínum.

Það þarf útskýringar með rökum, til að fá skiljanlega heildarmynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.7.2012 kl. 21:37

28 Smámynd: Elle_

Anna, nú hef ég skýrt nóg um Jón, nenni ekki að skrifa heila bók um manninn.  Hann er ekki það klár þó sumir lyfti honum upp á stall.  Já, þú sagðir ´líklega´ og bara svona út í loftið.  Og sagðir þú ekki sjálf að ég væri að ´áskaka þig´ (18:27) þó ég hafi spurt þig (23:08), enda skrítið hvað þú gast vitað?

Elle_, 22.7.2012 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband