Evran sundrar Evrópu

Fjöldamótmæli á Spáni, andúð á Þjóðverjum í Grikklandi og versnandi sambúð Frakklands og Þýskalands eru beinar afleiðingar evru-samstarfsins. Ein mynt fyrir mörg ólík efnahagskerfi virkar ekki.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er búinn að gefast upp á evru-verkefninu. Andstæðingum evrunnar er hampað í þýskum fjölmiðlum. Danir prísa sig sæla að vera ekki með evru og græða milljarða á því.

Og ríkisstjórn Íslands vill ólm ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.


mbl.is Mótmæli á götum Spánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er hún svona ólm af hatri á okkur,vegna aðgerða okkar í Icesave?

Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2012 kl. 10:08

2 identicon

Þú hittir líkast til naglann lóðbeint á höfuðið Helga mín.

Já áfram er ríkisstjórnin ólm af hatri á óbreyttum íslenskum almenningi.

En munum að hatur Bjarna Ben. og fleiri stuttbuxnasnáða er af sama toga.

Enda greiddi hann atkæði með Icesave III, aðgöngumiðanum að ESB.

Gleymum því aldrei.  Nei, gleymum því aldrei.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 17:22

3 identicon

Og það sýnir veruleikafirringu silfurskeiðardrengsins

Bjarna Benediktssonar best, að hans aðal niðurskurðaráform

til að bjarga þjóðinni er að skera velferðarkerfið miskunnarlaust niður.

Í hans huga eru almenningur drulla, líkt og Bubbi kóngur sagði.

Hann minntist ekkert á sína eigin veruleikafirrtu skíta-vafninga.

Hann minntist ekkert á kúlurnar.

Hann minntist ekkert á bankadindlana.

Hann minntist ekkert á Frelsi, jafnrétti og samkennd alls almennings.

Hann minntist heldur ekkert á að skera niður margar gjörsamlega

ónauðsynlegar stofnanir innan ríkiskerfisins, báknið. 

Nei, þar þarf hann að hygla sinni spilltu og veruleikafirrtu bákn-hirð.

Bjarni Benediktsson er með allt niðrum sig, hann er berstrípaður, en er svo veruleikafirrtur að hann sér það ekki sjálfur.  Glampi silfursins blindar hann.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 16:37

4 identicon

Bjarni Benediktsson ætti vitaskuld að sjá sóma sinn í að borga fyrst reikning upp á 7 milljarða vegna Vafnings málsins.

Hann hefur sjálfur sagt að engu skuli hlíft.  Varla ætlar svo drýldnislegur stríðsherra að hlífa sjálfum sér og sínu ættarsilfri,

eða er það allt á leið úr landi, kannski í skjól ESB eða Breska heimsveldisins?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband