Fimmtudagur, 19. júlí 2012
Feluleikur með milljarðatap ríkissjóðs
Ríkisstjóður er rekinn með ,,óvæntu" tapi upp á um 90 milljarða króna. Sáralitlar skýringar eru gefnar á tapi ríkissjóðs og þær í ofanálag rangar, samanber athugasemd Nýsköpunarsjóðs.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kann ekki að fara með peninga. Það sést best á 25 milljarða króna tilraun Steingríms J. Sigfússonar þáverandi fjármálaráðherra að reka SpKef frá ráðuneytinu.
Ríkisstjórnin er rúin fylgi og mun freista þess að kaupa sér atkvæði á kosningavetri. Áður en yfir lýkur verða þau skötuhjú Jóhanna og Steingrímur JóJó okkur giska dýr.
Framsetning ráðuneytis gefur villandi mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enginn vafi á því í mínum huga að forkastanleg meðferð Steingríms á almannafé verðskuldar sérstaka rannsókn og þá í framhaldinu Landsdóm.
Jóhanna á augljóslega við vanda að etja sem á rætur að rekja til aldurs og gáfna.
En valdníðingurinn eys peningum almennings í fyrirtæki sem hann hefur velþóknun á og svarar svo bara fyrir sig með þeim ógeðfellda hroka sem einkennir hann.
Það verður landhreinsun af honum.
Rósa (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 18:40
Milljarðarnir 25 voru endurgjald ríkisins til Landsbankans vegna ríkistryggðra innistæðna SpKef. Það var samkvæmt niðurstöðum úskurðarnefndar, ef ég man það rétt. Og það var mun meira en reiknað hafði verið með.
En hverjir tæmdu og mergsugu SpKef, Steingrímur? Nei, ég held nú ekki. Auðvitað voru það sjallbjálfarnir, meðal annars Steinþór Jónsson nokkur og einnig ku hafa verið viðriðinn Jónmundur Guðmarsson, núverandi framkvæmadstjóri FLokksins. Og svo auðvitað sparisjóðsstjórinn, eðal sjalli, man ekki hvað flónið heitir. Ætli Árni Sigfússon hafi svo ekki rétt þeim skítuga hjálparhönd.
Allt var þetta samkvæmt hinu svokallaða Peter-Blöndal-Prinzip: “Sjóðir, sem ekki eru komir í botnlausa vasa sjallabjálfanna, eru fé án hirðis.”
En þetta var bara eitt dæmi af mörgum. SJÓVÁ, SagaCapital, Fjárfestingarbankinn? etc. etc.
Sjallarnir tæmdu og stálu nánast öllu steini léttara.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 20:00
Þetta er eina sem Kristinn og félagar geta sagt ef "KLÚÐUR" klúðursklíkunnar (ríkisstjórnarinnar) ber á góma þá segja þeir bara:"HEY HÉR VARÐ HRUN"!!!! En þetta er orðinn svolítið þreyttur "frasi" og útslitinn.
Jóhann Elíasson, 19.7.2012 kl. 20:20
Komið þið sæl; Páll síðuhafi - og aðrir ágætir gestir, þínir !
Haukur Kristinsson !
Láttu ekki blekkjast; ágæti drengur.
Geirmundur (Kristinsson, misminni mig ekki) heitir affiktið, félagi Steinþórs og Jónmundar.
En; vita skaltu Haukur, að Þingeyzka Skoffínið, Steingrímur J. Sigfússon, er JAFNSEKUR þessum amlóðum, í óþverranum, þar syðra.
Þar; nýtur Steingrímur grímulauss vinfengis, við þessar glæpaspírur - og hefir óefað þegið mútur einhverjar, í formi einhvers þess, sem seint, eða aldrei verður upplýst. Slík; er samtrygging 4urra flokka ýldunnar, Haukur minn.
Og; seint, munu Grænlendingar, gleyma ódrengsskap Steingríms, gagn vart Makríl lönduninni í dag, en gerpið var snöggt, að fela sig á bak við reglugerða froðu Fiskistofunnar, svokölluðu.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi - sem oftar /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 20:31
Tjón ríkissjóðs suður með sjó varð út af SpKef, sem Steingrímur J. Sigfússon lét án samráðs við alþingi stofna hálfu ári eftir hrun. Hrunið var löngu um garð gengið og olli engu um þetta ónauðsynlega tap, alls ekki neinu. Eina ástæðan var illa grunduð og undirbúin félagsstofnun Steingríms, sem kom fólkinu þar syðra reyndar að litlu eða engu gagni. Hann lét almenning bera byrðar, sem að réttu lagi áttu að lenda á kröfuhöfum gamla sjóðsins, ekki sízt í útlöndum. Hann gerði einfaldlega kolvitlausa samninga varðandi þessa sjóðsstofnun sína. Þeir urðu svona dýrkeyptir. Ég hef engan mann hitt suður með sjó, sem veit til þess, að Geirmundur Kristinsson fyrrum sparisjóðsstjóri hafi nokkru sinni komið nálægt Sjálfstæðisflokknum. Og leiðrétti Páll mig, ef hann getur, því að hann hefur einnig heyrt sitthvað þar syðra. Steinþór Jónsson er nýlega kominn með bréf upp á vasann frá alþingi, að hann hafi ranglega verið dreginn inn í hrun Sparisjóðsins. Maðurinn átti aldrei aðkomu að þeim sjóði.
Sigurður (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 21:03
Komið þið sæl; á ný !
Sigurður (kl. 21:03) !
Síðan hvenær; ættu landsmenn að taka mark, á falsbréfum, frá alþingi - einhverri þeirri auðvirðulegustu spýjustofnun, sem betur hefði EKKI verið endurreist, á 19. öldinni (1845), ágæti drengur ?
Vertu ekki; svona glær, í trúgirninni, Sigurður minn.
Ekki síðri kveðjur; þeim fyrri /
e.s. Ekki þar fyrir; vafalaust, svarar Páll síðuhafi þér frekar, sjái hann ástæðu til, en orðhákurinn ég, gat ei á mér setið, að kasta fram, minni fyrirspurn, að nokkru, Sigurður minn; þér, til handa.
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 21:17
Mönnum er nú vorkunn hér, Óskar, þótt þeir hafi ekki allt á hreinu með SpKef, því að síðast í dag reyndi fjármálaráðherra ranglega að kenna hruninu um afglöp Steingríms og reyndar ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Sú kona á að vita betur. En mig langar að benda á frein eftir Garðar Vilhjálmsson, sem rekur nokkuð hreinskilnislega allt brask forkólfa Sjálfstæðisflokksins þarna syðra, og ég held hann fari nokkuð rétt með. En fleiri voru auðvitað með í leiknum. Til dæmis er síðasti stjórnarformaður Sparisjóðsins og einn helzti rugludallurinn fyrrverandi formaður í Samfylkingarfélaginu í bænum. Greinin er hér: http://www.vf.is/adsent/ad-gefnu-tilefni/53578
Sigurður (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 21:58
Komið þið sæl; sem fyrr !
Sigurður !
Þakka þér fyrir; andsvarið - sem og ábendinguna, ágæti drengur.
Sízt lakari kveðjur - en hinar fyrri, og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 22:32
4urra flokka ýldunnar, Óskar Helgi? Og sammála ykkur Sigurði um Steingrím. Grátspaugilegt að Oddný Jóhönnu hafi gengið í varnarband með honum um að hvítþvo hann alsaklausan eins og stjórnarflokkana.
Elle_, 19.7.2012 kl. 23:30
Og sammála Jóhanni líka.
Elle_, 19.7.2012 kl. 23:38
Því miður Jóhann, það VARÐ alvöru hrun og sama hvaða ríkisstjórn sæti núna, það væri ennþá allt í rugli. Annars er ég ekki að verja einn né neinn.
Skúli (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.