Miðvikudagur, 18. júlí 2012
Umsóknin gefur ESB tak á Íslandi
Evrópusambandið telur sig vera með tak Íslandi og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sérstaklega vegna umsóknarinnar um aðild að sambandinu. Í Brussel þykjast menn vita að umsóknin um ESB ræður lífi og framtíðarhorfum ríkisstjórnarflokkanna.
Samfylkingin ætlar að byggja næstu kosningabaráttu á ESB-umsókninni og freista þess að takmarka fyrirsjánlegt fylgistap með því að sameina aðildarsinna í einum flokki. Vinstri grænis sjá fyrir sér hækjuhlutverk á þeirri vegferð.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þykist vita að íslensk stjórnvöld verði að ná samningum um makríl og muni þess vegna sætta sig við minna en Færeyingar sem hafa ekki gefið Brussel tak á sér.
Bjartsýnni á samninga við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn ein sönnun þess hvað þessi ESB umsókn er okkur Íslendingum til trafala í alþjóðasamfélaginu. Umsókn sem þó er ekki umsókn að sögn samfylkingar og vinstri grænna. Að þeirra sögn erum við bara eins og lítil börn við jólatré og erum að kíkja í pakkann. Það hefur aldrei heyrst í samfylkingarfólki þegar fram kemur hvað þessi ESB umsókn er meira til óþurftar en hitt.
assa (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 09:16
Takið?? Dómarinn flautar á peysutog Brussel og gefur þeim rauðaspjaldið.
Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2012 kl. 12:17
Birgitta ætlar víst að stofna flokk með ESB-sinnanum Jóni Gnarr.
Er það nýja útgáfan af Bjartri framtíð, the future so bright I gotta were shades?
Hvað gerir restin af Hreyfingunni, Margrét og Þór? Beint í Samfó?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 21:18
Margrét fer ein yfir í Samfó, ekki Þór.
The Deep Throat (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.