Laugardagur, 14. júlí 2012
Stjórnarskráin og misheppnaða byltingin
Stjórnarskrár ríkja eru undirstöðulög og við þeim er ekki hróflað nema brýna nauðsyn beri til. Stjórnarbyltingar kalla á nýjar stjórnarskrár til að marka skýr skil milli þess gamla og nýja.
Tilraun ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. til að breyta stjórnarskrá lýðveldisins var með slagorðum um ,,nýja Ísland" sem fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins ætlaði að leggja grunn að. Forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur var með sömu formerkjum hins nýja Íslands.
Baksvið nýja Íslands var búsáhaldabyltingin sem felldi ríkisstjórn Geirs H. Haarde og var undanfari kosningasigurs vinstriflokkanna vorið 2009.
Bylting ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. er runnin út í sandinn. Með afgerandi hætti hafnaði þjóðin forsetaframboði ríkisstjórnarinnar. Áður hafði þjóðin látið sér fátt um finnast stjórnlagaþingskosningarnar sem í ofanálag reyndust ólögmætar.
Breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins eru komnar á föndurstig þar sem efna á til 250 m.kr. skoðanakönnunar um hvað fólki finnst um þessa eða hina hugmyndina að breytingum.
Föndrið er að falla á tíma þar sem meirihlutinn klúðraði lagasetningu um kosningarnar.
Misheppnaða byltingin afhjúpar botnlausa vangetu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Tími Alþingis að renna út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn kemur páll Vilhjálmsson ekkert á ovart !
Það var og er krafa venjulegs íslendings að íslenska stjórnarskráin sé endurskoðuð !!!
það er ekki einkamál vinna þinna í peningavaldinu, sem borga þér fyrir að skrifa illa um fólkhvernig og hvnær stjórnarskráin verði endurskoðuð !
JR (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 12:24
JR; Stjórnarskráin var í endurskoðun fyrir hrun en nú er ekkert af viti að gerast í þeim málum þökk sé Jóhönnustjórninni...
Kaldi
Tekið skal fram að engin borgar mér fyrir að skrifa þetta enda er ég sjálfstæður Íslendingur...
Ólafur Björn Ólafsson, 14.7.2012 kl. 14:06
Ótrúlegt að lesa um vandræðaganginn vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Þetta fólk getur bara ekki neitt.
Það er alveg sama hvar niður er borið.
Þetta fólk getur ekki neitt.
Rósa (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 14:44
Flestar byltingar eru sagðar éta börnin sín. Þesst virðist ætla að deyja barnlaus og foreldrarnir veslast upp um svipað leyti.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 15:48
J.R.
Það er ekki krafa venjulegra Íslendinga að stjórnarskráin sé endurskoðuð. Einungis einhverra heittrúaðs Samfylkingarfólks, sem er í minnihluta Íslendinga. Enda hafði stjórnarskrá Íslands ekkert með hrunið að gera, sem vela að merkja var ekki séríslenzkt, heldur alþjóðlegt.
Eru engin takmörk fyrir fáfræði og heimóttarskap?
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 17:30
Raunar hefur stjórnarskráin verið í stöðugri þróun undanfarna áratugi og verður áfram. Þannig á það líka að vera.
Það að treysta einhverju hringleikahúsi götunnar, sem kallast stjórnmálaráð og er ólölegt fyrir þeim hornsteini lýðveldisins sem stjórnarskráin er, sýnir að hin tæra vinstristjórn sem hér ríður húsum hefur gert Ísland að bananalýðveldi.
Mál er að linni og að ábyrg alvöruríkisstjórn komist til valda, áður en skaðinn verðu óbætanlegur.
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 17:38
Afsakið prentvillupúkann. Þetta átti að sjálfsögðu að vera stjórnlagaráð (samt ólöglegt)
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.