Föstudagur, 13. júlí 2012
Trú og mannréttindi
Hugmyndin um algildi mannréttinda er ættuð frá frönsku byltingunni annars vegar og hins vegar bandarísku sjálfstæðisyfirlýsingunni á seinni hluta 18. aldar.
Trú er töluvert eldri. Úr fornleifafræði eru vísbendingar um trúariðkun vegna greftrunar um 35 þúsund ára gamlar.
Þegar mannréttindi og trú rekast á hljóta mannréttindi að víkja.
Segja umskurð mannréttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er eins og venjuleg spurning um mannréttindi HVERRA
Mannréttindi foreldra sem fara ekki saman við mannréttindi barns
Mannréttindi samkynhneigðra sem ekki fara saman við mannréttindi gunnskólakennara á Akureyri
Mannréttindi starfsfólks á nektarstað sem ekki samræmist mannréttindum feminista
Grímur (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:08
Abraham er sá fyrsti sem vitað er um að hafi látið umskera sig til að þóknast guði. Honum blæddi út við athæfið og hefði það átt að vera víti til varnaðar.
Það er fyrirhyggja og þörfin að ráðskast með fólk sem heldur ósiðnum við. Kommúnismi, islamism og gyðingadómur er allt af sama meiði þegar upp er staðið. Að stýra og stjórna öðrum.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:14
"Þegar mannréttindi og trú rekast á hljóta mannréttindi að víkja."
Hvert leiða þessi rök?
Svo er mikil einföldun að hugmyndin um mannréttindi sé frá 18. öld. Hún á sér rætur a.m.m. í grískri heimspeki og kenningu Krists.
Skúli Pálsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:15
Það er hreint mannréttindabrot að umskera; það er klárt. Það er viðbjóður að þetta viðgangist.
Aö auki deyja mörg börn á hverju ári vegna þessa.. og smitast af sjúkdómum þegar Rabbíar sjúga blóðið úr skurðinum.. í alvöru, sumir þeirra sjúga blóðið úr.
Barn lét lífið fyrir skemmstu þegar það smitaðist á þennan máta.
Púra villimennska, geggjun
DoctorE (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:19
Nazistar drápu 6 milljón manns og fullt af umskornum börnum til að reyna að útrýma menningu gyðinga, elstu, virstustu og bestu menningu sem þekkst hefur, menningu Jesús Krists, Karl Marx og allra hinna helstu hreyfiafla mannkynsins, menning yfir 40% nóbelsverðlaunahafa, menning rjóma mannkynsins, og þess hóps manna sem hefur gert mest fyrir mannréttindi í þessum heimi ef þið skoðið söguna. Nú komið þið og viljið líka skipa þeim fyrir verkum, nýskriðin út úr torfkofunum ykkar, og banna þeim að gera hlut sem skaðar engan, en sjálf setjið þið göt í eyrun á börnunum ykkar og margt fleira án þeirra samþykkis. Þið eruð hræsnarar, fáfróð, smá og ómerkileg!
Ásta (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:28
Gyðingar komu, gegnum Kristindóm og almenn mannréttindi (Velferðarkerfið á rætur að rekja til gyðingsins Marx og er af gyðinglegum uppruna), og kenndu ykkar forfeðrum að hætta að höggva mann og annan, fara í reglulegar mannráns- og nauðgunarferðir til Írlands og annan viðbjóð. Að launum reynið þið að útrýma elstu menningu heimsins, og þeirri stórbrotnustu sem hefur gefið mannkyninu mest. Skammist ykkar!
Ásta (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:29
Ásta það er enginn að að setja göt í eyru kornabarna.... Sá sem fær sér gat í eyrun, Tattoo eða breytir líkama sínum er að gera það að eigin ósk en ekki ósk foreldra.... Finnst þér virkilega að það ætti líka að leyfa umskurð á stúlkubörnum þar sem það hefur verið framkvæmt í afríku í þúsundir ára ??!? SKAMMASTU ÞÍN ÁSTA!
Gunnar (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:34
Umskurður karlmanna hefur engin slæm áhrif á þá, nema í einu tilfellum af mörgþúsundasta við alvarleg mistök, og í einum af nokkur hundruð hefur hann góð áhrif, enda gera hann sumir seinna í læknisfræðilegum tilgangi, en annars er hann hvorki neikvæður né jákvæður. Nazistar og fleiri slíkir bönnuð hann annars einmitt, og það gerði kaþólska kirkjan líka á miðöldum, og lét drepa þá sem stunduðu hann, meðan hún var dugleg að slátra gyðingum almennt. Umskurnin í gyðingdómi er tákn hins "umskorna hjarta" og er Gyðingdómi afar mikilvæg. Þú Gunnar ert andlegur afkomandi nazista og páfa hinna myrku miðalda, en skilur það bara ekki ennþá. Ég vona þú farir að lesa meira og skilja fleira. Það væri leitt að deyja í slíkri fáfræði sem þú.
Ásta (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:43
Umskurður kvenna veldur aftur á móti dauða hundruða þúsunda kvenna, sem deyja af völdum barnsburðar, en hefðu annars ekki gert það. Það er ekki sambærilegt. Einnig hafa þessar konur enga ánægju af kynlífi lengur, en flestar rannsóknir benda til að umskurn hafi nákvæmlega engin áhrif á kynnautn karlmanna. Þú getur ekki borið saman lífshættulegan hlut, við menningarlegan sið. Og jú, það setja margir göt í eyru stúlkubarna víða um heim, þó það sé frekar sjaldgæft á Íslandi, en grunnskólabörn eru varla heldur fær um að taka líflangar ákvarðanir og þegar ég var í grunnskóla voru allar stelpurnar með göt í eyrunum nema ég. Það er reyndar langt síðan það var.
Ásta (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:45
Afríka hefur ekki "eina menningu". Hin ólíku menningarlegu samfélög Afríku eru ýmist mjög siðuð og standa okkur jafnvel framar siðferðilega, eða mjög frumstæð og stunda hluti eins og að myrða albínóabörn, myrða tvíbura, og annað í nafni hjátrúar. Þú getur ekki borið þessi samfélög, góð né slæm, saman við elsta lifandi samfélag heims, sem eru gyðingar, og er jafnframt það samfélag sem hefur gefið mannkyninu mest á sviði vísinda, lista, læknisfræði og siðferðilegra framfara (Vestræn hugsun er af grísk-gyðinglegum rótum, og húmanisminn okkar aðallega byggður á gyðinglegum /kristilegum arfi. (Ég er ekki trúuð btw, en ég þakka þeim sem þakka ber.) Og ef þú ætlar að fara að banna umskurn, vertu bara velkominn í góðan hóp nazista og miðalda páfa sem létu jafnvel brenna menn á báli fyrir hann.
Ásta (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:49
Múslimar mega gera það sem þeim sýnist í þeim ríkjum sem þeir stjórna, þótt Vesturlandamenn áskilji sér rétt til að gagnrýna Sharía-lög og aðra villimennsku. Þegar þetta fólk kemur til Vesturlanda, er lágmark að það fari að lögum heimamanna.
Umskurn er viðbjóðslegur siður, sem ekki má með lögum leyfa. Engu máli skiptir þótt umskurn teljist trúarleg venja. Hvort telja Múslimar að sá siður að grýta konur sé trúarlegur eða skemmtum ?
Loftur Altice Þorsteinsson
Samstaða þjóðar, 13.7.2012 kl. 19:54
Samt segir Biblían að jörðin sé 10 þúsund ára gömul. Þetta passar ekki saman, að hugsa sér!
Maggi (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:54
Ertu Isabella Spánardrottning endurfædd, Loftur? Villtu ekki bara drepa umskurna menn? Þeir létu reyndar ekki þar við sitja, heldur voru gyðingar og múslimar sem tóku kristna trú, en héldu síðan eftir einhverju af sínum siðum, svo sem eins og í tilfelli gyðinga að halda laugardag heilagan en ekki sunnudag, og umskera börnin sín, líka teknir af lífi, þó kristnir væru. Skammastu þín, Loftur!
Ásta (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 20:06
Hvaða endurfæðingar-rugl er þetta hjá þér Ásta. Hvaðan færðu svo þá hugmynd að einhver vilji drepa þig, þótt þú sért umskorin ? Var eitthvað tekið úr heilanum á þér um leið og umskurnin fór fram ?
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 13.7.2012 kl. 20:11
Ef umskurður karlkyns smábarna er leyfður þá hlýtur með sömu rökum umskurður kvenkyns smábarna líka að vera leyfður í nafni jafnréttis og feminisma.
Grimur (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 20:34
Sterk og góð kaldhæðni hjá nafna mínum sem ég er sjaldan sammála.
Verst hvað kommentin eru flest léleg.
Páll Jónsson, 13.7.2012 kl. 20:37
>Nú komið þið og viljið líka skipa þeim fyrir verkum, nýskriðin út úr torfkofunum ykkar, og banna þeim að gera hlut sem skaðar engan - - - elstu, virstustu og bestu menningu sem þekkst hefur, - - - og þeirri stórbrotnustu sem hefur gefið mannkyninu mest. Skammist ykkar!<
Svo Gyðingar eru stórbrotnastir allra jarðarbúa og þú veist hverjir skulu skammast sín?? Það ert ekki þú, eða hvað? Varstu nokkuð að tala um fordóma? Það er líka alls ekki svo að þetta mál snúist um Gyðinga. Vá hvað svona trúarþras er niðurdragandi.Elle_, 13.7.2012 kl. 20:41
Og Loftur er endurfædd hvað?? Loftur, vertu ekkert að þræta fyrir að vera Spánardrotting:)
Elle_, 13.7.2012 kl. 21:09
Ásta umskurður kvenna hefur verið talinn vera hinn versti glæpur en þú vegsamar hann í krafti trúar
kristinn (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 21:18
Það vantar mikið í Biblíuna hjá V. Jóhannssyni, sem segir hér að framan, að Abraham hafi blætt út eftir að hann umskar sig. Í minni Biblíu umskar hann sig í 17. kafla Genesis en dó mörgum blaðsíðum og mörgum áratugum seinna í 25. kafla. Og ein spurning til þeirra, sem kalla umskurn sveinbarna brot á mannréttindum: Hvar og hvenær var sú skoðun fyrst viðurkennd?
Sigurður (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 21:36
"Þegar mannréttindi og trú rekast á hljóta mannréttindi að víkja."
Algjörlega mögnuð staðhæfing!
Beinlínis ótrúlegt að jafn klár og vel heppnaður maður skuli halda þessu fram!
Talibanar í Afganistan hafa eignast öflugan liðsmann á eyjunni bláu!
Ég er orðlaus!
Rósa (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 21:42
Voru orðin ekki kaldhæðni?
Elle_, 13.7.2012 kl. 22:38
Umskurður er óafturkræf aðgerð. Langar einhvern hér, karl eða koru að vaxa úr grasi, og komast svo að því að það er búið að gera þeim "þetta"?
Er kannski sjálboðaliði hér sem er til í að prófa þetta?
Held ekki....
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 22:45
"Þegar mannréttindi og trú rekast á hljóta mannréttindi að víkja."
Já..
Hvað með þá sem trúa því að gifta eigi stelpur 10-12 ára gamlar til manna sem eru töluvert eldri? Sjálfsagt verða mannréttindi þessara stúlkna að engu, með þessum rökum.
Hvað með mannréttindi barna við að fá læknishjálp, hvort sem það er með blóð eða líffæragjöf, en trú foreldra bannar allt slíkt?
Ef að nágranni þinn borðar ekki svínakjöt eða skelfisk vegna trúar sinnar, verður þá hið sama yfir þig að ganga? Trú hans er jú töluvert eldri en réttindi þín.
Hvað með mann/konu sem er í óhamingjusömu hjónabandi, vegna andlegs og/eða líkamlegs ofbeldis, tjah eða bara að ástin hefur fjarað út? Má hann ekki skilja, og nýta sín mannréttindi til þess, vegna þess að trúin bannar það?
Hvað með menn sem misst hafa eistu sín til krabbameins, mega þeir ekki sækja kirkju, vegna þess að trúin bannar það?
Nú stendur ekkert um þetta í biblíunni, en í Bandaríkjunum var það lengi trú að fólk sem ekki var hvítt á hörund væri bara arfaslappur pappír. Svartir höfðu minni réttindi en húsdýr. En þar sem trú þessi, er eldri en mannréttindi svartra, verða þá mannréttindin að víkja.
Ég hreinlega veit ekki hvort þú varst að grínast, þótt ég voni það svo sannarlega... En bara.. andskotinn sjálfur.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.7.2012 kl. 01:11
Elle. Ísabella var kellingin spánska alræmda sem lét flæma gyðinga úr landi ellegar deyða á sínum tíma, ekki sú eina og hún átti marga góða kollega. Þúsundir skiptu frekar bara um trú, en ef þeir dirfðust að halda samt aðeins í eigin menningu, til dæmis með umskurn eða öðrum ókristnum athöfnum, þá tók glæpagengi páfans þá af lífi undir forystu hennar líka. Þetta er svo ekkert trúarþras. Ég er trúlaus og gyðingar eru bara að litlu leyti trúarhópur. Gyðingdómur er elsta þjóð jarðarinnar, þetta er menningarlegur hópur, sá merkilegasti sem hefur verið til og mun vera til, eini sem er eftir af hinum elstu þjóðum, og verður hérna eftir að flestar núverandi þjóðir verða löngu horfnar og það mun ekki spyrjast til þeirra meir nema í sögubókum.
Ásta. (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 01:22
Ingibjörg mín, gyðingdómi er nákvæmlega sama hvað þú borðar og um líf þitt almennt, þó þeir séu tilbúnir að vernda mannréttindi þín eins og annað siðað fólk. Þar endar það. Gyðingdómur bannar trúboð og skiptir sér ekki af siðvenjum annars fólks. Matarvenjur hans og fleira eru bara fyrir þá sjálfa, og þeir breiða þær ekki út meðal annar, enda stendur þeim slétt á sama um hvað þeir borða. Kristnir menn hafa aftur á móti vaðið með yfirgangi yfir þá og drepið fyrir að vera ekki alveg eins og þeir sjálfir og hafa sömu siði öldum saman, og það gerðu múslimar líka, meira að segja Muhammad sjálfur ofsótti þá.
Ásta (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 01:24
Jón Logi þú ert afar fáfróður maður.Auðvitað er þetta óafturkræft en umskurður karla hefur svo til engin áhrif á þá nema að því leyti að þeir verða næmari á vissum stað og svo upp á hreinlætið að gera þá er þetta miklu betra.Það segja þeir sem eru umskornir.Hef samanburð og verð að segja að umskornir eru "betri"
Gyðingur (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 01:26
Ég vegsama ekki umskurð kvenna. Umskurður kvenna er lífshættulegur, og konur sem gangast undir hann deyja mjög líklega við fæðingu. Einnig verður kynlíf þeim engin nautn, en mörgum kvöl, alla æfi.
Umskurn karlmanns er siðvenja sem hefur táknrænar ástæður. Hún er hvorki til heilsubótar eða skaðleg heilsu, og var ekki stofnað til hennar af neinum heilsuástæðum, og ekki heldur af neinum kynferðislegum ástæðum (ólíkt umskurn kvenna sem er til þess þær njóti ekki kynlífs). Hún táknar "umskurn hjartans" og er merki þessarar þjóðar, rétt eins og margir ættbálkar bera sérstök húðflúr. Hún er því í hæsta lagi sambærileg við göt í eyrunum eða tattú og aðrar venjur annarra þjóða.
Ásta (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 01:28
Ásta, cry me a river, build a bridge, and get over it.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.7.2012 kl. 01:28
Þetta er heldur varla rétt sem Gyðingur segir. Það eru til rannsóknir sem sýna jafnt smá aukningu og einnig þær sem sýna smá minnkun kynhvatar. En staðreyndin er sú að yfirgnæfandi meirihluti rannsókna, og allar virtustu rannsóknirnar, sýna engan mun á umskornum og óumskornum mönnum á kynlífssviðinu, svo vísindalega þenkjandi og rökvíst fólk álýtur hann ekki vera til staðar. Hreinlætisrökin eru líka ofmetin, jú þetta minnkar líkurnar á ákveðnum vandamálum á gamalsaldri, en fólk getur þvegið sér. Þetta er trúarleg athöfn og þarfnast engra veraldlegra útskýringa frekar en afhverju bjöllum er hringt í kirkjum eða afhverju hindúar máli á sig þriðja auga.
Ásta (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 01:32
Og "trúarleg athöfn" er einföldun, því þetta er ekki bara trúarhópur, og trúlausir gyðingar gera þetta almennt líka, af virðingu við forfeður sína og menningu, eða sömu ástæðu og þið látið grafa ykkur í kristnum kirkjugarði vel flest, þó þið mætið aldrei í kirkju.
Ásta (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 01:33
Ég veit nú ekki til þess að við höfum val um það, Ásta, hvar við erum grafin.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.7.2012 kl. 11:33
>Gyðingdómur er elsta þjóð jarðarinnar, þetta er menningarlegur hópur, sá merkilegasti sem hefur verið til og mun vera til - - -<
´Gyðingdómur´ er trú: Judaism. Málið snýst bara ekki um Gyðinga og hvað ´merkilegastir´ allra þeir séu. Ofstækistal. Og talandi um blökkumannahatur: Það viðhafðist líka í landinu Suður-Afríku.
Elle_, 14.7.2012 kl. 12:04
Jewry, versus Judaism, (íslenska á ekkert almennilegt orð sem nær yfir alla gyðinglega menningu) er alls ekki bara "trú". Það eru til synagógur fyrir trúlausa gyðinga, "reconstructualist judaism" kallast þær. Margir reform gyðingar eru líka í raun trúlausir. Gyðingdómur er 5000 ára gamall hópur sem á sér sameiginlega sögu, menningu og, stundum líka, trú, rétt eins og hver önnur þjóð, en er þó um margt mjög óvenjuleg og margþætt þjóð, sem er, vegna mikilla þjóðflutninga, orðin afar fjölbreytt og hefur orðið margar ólíkar greinar (sem þó hafa allar sameiginlegan kjarna.) Meira að segja Ísrael var að mestu byggt og stofnað af trúlausu fólki, sem var samt annt um þessa menningu og afdrif hennar.
Það að Gyðingdómur sé elsta og merkilegasta þjóð heims (þó ekki bara nema fyrir að vera eina lifandi þjóð fornaldar...Egyptaland er til dæmis ennþá til, á yfirborðinu, en fornegypsk menning er dáin, með menning Abrahams, Ísaks og Jakobs lifir enn í þeirra fólki, og það getur jafnvel rekið rætur sínar til Arons bróðurs Móses margt hvert, gegnum ættartölur sannaðar með erfðavísindalegum rannsóknum (Gyðingar eru enn betur skoðaðir í dag en Íslendingar gegnum decode (þetta er samt ekki "kynhrein" þjóð, þó hægt sé að sanna tengslin til Arons bróðurs Móses hjá sumum línum og allt það, og Gyðingdómi er sama um allt sem heitir "kynþáttur", enda má hver sem er fræðilega ganga í hópinn, þó fáir vilji, enda er það mikil vinna, og mikill skóli, og getur tekið mörg ár...og svo er þetta trú sem bannar trúboð til nema fólks sem fæðist hvort sem er inn í trúna. Skv. Gyðingdómi má sem sagt hvetja trúlausan gyðing til að stunda trúnna, en ekki ekki-gyðing til að gerast gyðingur, það er algjörlega bannað.) Þannig að hver er ekki meiri þjóð og menning en fólkið með elstu ættartöflur heims, og þær nákvæmustu. Margt Evrópskt kóngafólk þykist líka geta rekið rætur til Móses og fleiri, en erfðavísindin sýna og sanna að það er bara að ljúga og bulla, og vantar þessa fornu miðaustrænu tengingu. Það að kalla 5000 ára gamla menningu, sem er helsta hreyfiafl mannkyns, "trúarbrögð" er ekki bara einföldun, heldur gróf móðgun.
Ég veit ekki hvað þú ert að þrugla um blökkumannahatur, en blökkumenn sem eru gyðingar, og eru til dæmis víða í Eþíópíu (og erfðavísindin sanna að eru líka afkomendur Arons, og því upphaflega af miðaustrænum uppruna, þó þeir líti út eins og heimamenn í dag) hafa sama rétt skv Gyðingdómi og allir aðrir. Ísrael hefur flutt inn hundruðir þúsunda slíka frá Eþíópíu (sem líta út alveg eins og aðrir Eþíópíumenn, þó erfðarannsóknir sanni upprunann og útskíri afhverju menning þeirra er að mörgu leyti nær eins og annarra gyðinga, þó fjarlægð og tími skilji að og útlitið sé allt annað en þetta venjulega miðjarðarhafslega útlit sem flest þetta fólk hefur.) Það er opinbert markmið hjá ísraelsku ríkisstjórninni í dag að fyrir 2014 verði allir eþíópískir gyðingar komnir til Ísraels, en þetta mun bjarga milljónum frá því að búa við hungursneyð í einu fátækasta og hrjáðasta landi heims. Ísrael hefur líka bjargað fjölmörgu fólki í Austur Evrópu sem bjó þar við örbirgð, ofsóknir og kynþáttahatur, með að bjóða því nýtt líf í lýðræðislegu umhverfi. Þetta fólk hefði aldrei haft tækifæri til að fara neitt annað, og því stóðu allar dyr lokaðar. Ísraels var stofnað til til þess að tryggja að önnur helför ætti sér aldrei stað, og til að gyðingar sem búa við örbirgð eða illa meðferð annars staðar í heiminum eigi sér griðland frá ofsóknum og fátæktinni sem fylgir þeim oftast.
Ásta (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 02:43
Til að fyrirbyggja misskilning er decode ekki að skoða gyðinga, nei, en decode er copy/paste fyrirtæki af eldri, virtari og nákvæmlega eins ísraelskum fyrirtækjum og rannsóknir þeirra á Íslendingum eru copy/paste af rannsóknum þeirra fyrirtækja á ákveðnum hópum gyðinga. Það er engin önnur þjóð í heiminum sem státar af mörgþúsund ára gömlum ættartölum og siðum sem er hægt að sanna á pappír hafi lifað mann fram af manni í 5000 ár. Upprunalega komu gyðingar frá Súmeríu, þar sem Abraham (fyrsti gyðingurinn) fæddist, en skv. sagnfræðinni er Súmería vagga allrar siðmenningar mannkynsins, mun mikilvægari en bæði Egyptaland og Grikkland til samans, sem bæði voru aðeins erfingjar Súmeríu.
Ásta (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 02:47
Þessi Ásta er eins og snýtt út úr Biblíunni, hvar konunni var skipað ákveðinn sess, sem var að liggja kjurr meðan karlar hnoðuðust á henni sér einum til gamans og geta sjálfum sér afkvæmi. Þess á milli voru þessar Ásur druslur einar, óhreinar og þrælar og allt hvað eina, sem herrunum best henntaði.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2012 kl. 16:14
Eg var ekki að ´þrugla um blökkumannahatur´. Eg var að svara fullyrðingu að ofan um ´blökkumannahatur´ en þú varst ekki ein þarna. En eins og ég sagði snýst málið bara ekkert um Gyðinga. Nenni ekki að lesa allt ofanvert um Gyðingadóminn.
Elle_, 15.7.2012 kl. 16:29
Sko, ef ég færi að skera í kynfæri ungabarna vegna batmanblaðs.. maður yrði settur inn um leið. Nákvæmlega jafn hræðilegt og að skera börn vegna hjátrúar.
Umskurður er svona ættbálkarugl, þetta skilar engu umfram því að þvo sér að neðan; Þetta er enginn vörn gegn kynsjúkdómum, nema síður sé, því margir telja sig vera skothelda að neðan eftir umskurð, sem er fjarstæða.
Ásta er algerlega að snappa með kjaftasögurnar úr biblíu.. og að fara yfir um með ísrael..
DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 08:44
Kæri Axel, sveitakall líttmenntaði. Þú lærir lítið sem ekkert um Gyðingdóm á því að lesa Biblíuna, sem er aðeins ein tuga bóka sem Gyðingdómur fær innblástur af, og kemur henni lítið við. Gyðingdómur tryggir konum margvísleg réttindi og ólíkt Islam og Kristni á konan ekki að vera undirgefin manninum í honum. Biblían er samansafn ólíkra bóka, sem eru skrifaðar á ólíkum tímabilum, og er ekki hægt að lesa nema með leiðsögn fræðimanna, og er marklaust hrafl nema annað hvort á upprunalega málinu, eða í nýlegum beinþýðingum sem afskræma ekki allt, ólíkt draslinu sem þú hefur rétt gluggað í en ekki nennt að klára að lesa, frekar en nokkrar aðrar heimsbókmenntir utan það sem þér var skylt að læra í skóla. Menntunarstig þitt er ekki hátt. Ég er ekki trúuð. Ég virði bara menningu gyðinga. Umskurn kemur heilbrigðisástæðum ekki við, nei, DoctorE, hún er táknræn, hlutur sem aðeins fólk með menntun, sál og menningu skilur að hafi neina þýðingu. Flestir gyðingar eru trúlausir, en láta samt umskera börnin sín, af virðingu fyrir þjóð sinni og til að gefa þeim djúpar menningarlegar rætur. Ef þú ættir sjálfur 5000 ára ættartölu fulla af stórmennum myndir þú kannski skilja þetta. Hvað þá ef frændur þínir í Evrópu hefði margsinnis reynt að kála þér, og drepið menn fyrir að umskera sig, brennt á báli, kært til rannsóknarréttarins, og allt það, öldum saman. Reyndu nú að sýna smá virðingu og halda bara kjafti. Vertu sæll á þínum torfbæ, í þínum litla kassa.
Ásta (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 09:59
Óskaplega eruð þið annars stórir karlar að vera komnir í lið með Isabellu Spánardrottningu, rannsóknarréttindum, Hitler og fleiri mannvitsbrekkum í því að vilja uppræta umskurn og aðra menningu gyðinga. Þið eruð nú meiri heimsborgararnir. Þið ættuð bara að fá nóbelsverðlaunin.
Ásta (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 10:01
Og hér eru engar "kjaftasögur". Reyndu bara að mennta þig sjálfur, og lesa eitthvað annað en hvað sem þú þurftir að lesa til að fá að taka próf plús heilaþvottinn í mogganum, léleg blogg og jólabækurnar. Þá myndir þú vita allt sem ég veit og meira en ég. En menntunarstig þitt er lágt meira að segja á Íslandi, forvitnin engin og andlegt- og vitsmunalegt líf ekki til staðar, heilinn löngu kominn í frí hjá þér og kölkun byrjuð fyrir aldur fram afþví þú ástundar ekki það sem kallast hugsun.
Ásta (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 10:03
Hér er hið fræga rit sem ofsatrúa gyðingar líta á sem heilaga bók.
http://www.evilbible.com/
Palli (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 11:15
Gaur, gyðingar notast við tugi bóka, hundruðir ef þú telur þær minna mikilvægu. Biblíuna skoða þeir í sögulegu ljósi, táknrænu ljósi, og í ljósi hinna bókanna sinna, sem sumar eru stundum mikilvægari en Biblían. Þetta eru það merkilega fræði að trúlausir gyðingar stunda þau líka. Þeir hafa sínar eigin synagógur, eitt afbrigði slíkrar trúleysis-trúar heitir Reconstructuralist Judaism, og skoða þar bækurnar án þess að pæla neitt í Guði eða slíku, því þeir trúa ekki á hann. Gyðingar skoða þessa bók meðal annars gegnum rökræður, og oftast er engin ein rétt skoðun. Að læra slíka rökræðuhefð er hluti af Gyðingdómi, og gerði sitt, ásamt mun meiri landflutningum,nýjum siðum og tungumálum að semja sig að, vandamálum að sigrast á, og hindrunum að yfirstíga en þú og þínir líkar bjugguð við, til að gera Azkenazi gyðinga greindasta hóp manna á jörðinni (og yfir 40% allra nóbelsverðlaunahafa til að sanna það auk greindarmælinganna), þrátt fyrir að vera undirhópur hóps sem er vel undir 0,0..eitthvað prósent mannkynsins, þ.e.a.s gyðinga sem heildar. Ef þú villt þykjast betri en þetta fólk, þó þínir forfeður séu nýkomnir úr torfkofunum og hálft mannkynið ný komið niður úr trjánum,.......kvartaðu þá ekki yfir að fá færri meðöl og slíkt í framtíðinni. Menning gyðinga hefur góð áhrif á heilastarfsemina virðist vera, því engin þjóð hefur búið til fleiri lyf og á fleiri afreksmenn í læknavísindum. Notaðu nú skynsemina og lengdu líf þitt og þinna með að láta þá bara í friði með sitt, sem þér kemur ekki við. Farðu svo að lesa eitthvað annað en bloggsíður sem haldið er út af ofstækismönnum eins og islamistum, nazistum og öðrum fíflum, og eru skrifaðar fyrir hálfvita og vangeflinga. Sýndu smá sjálfsvirðingu.
Ásta (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 12:28
"Þegar mannréttindi og trú rekast á hljóta mannréttindi að víkja."
Það halda a.m.k. margir, en mér sýnist nú að þessi setning sé nú bara kaldhæðni, sem betur fer...
Skúli (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 14:40
Mannréttindi er hugtak sem var þróað með því að filtera ákveðna hluti út úr frumskóginum "trúarbrögð", sem er risastórt og miklu stærra hugtak. Mannréttindin voru síuð úr ávextinum trú, má segja. Trú er sem sagt eins og bókahylla, "mannréttindi" ein bókin í hyllunni. Mannréttindi eru afkomandi og barn trúarbragða, rétt eins og siðferði okkar samfélags, hvort sem við erum trúuð eða ekki. Sumum líkar þetta ef til vill ekki, afþví þeim er illa við trúarbrögð, en að vera illa við trúarbrögð, er eins og að vera illa við eigin uppruna, og um leið, að skilja ekki hvað trúarbrögð eru (en þau eru mikið meira og stærra fyrirbæri en einhver trú á Guð(i) eða yfirnáttúruleg fyrirbæri, og spanna heilu menningarheimana. Þetta er samt staðreynd, og hver vel lesinn maður veit þetta.
Það má líka rekja mörg mannréttindi okkar beint til trúarbragða, en stundum er slóðin flóknari en hún virðist. Cyrus konungur Persíu, var til dæmis upphafsmaður þess afkima mannréttinda sem við köllum Trúfrelsi, en áður en hann færði það í lög var það algjörlega óþekkt hugtak. Ástæðan er sú að Cyrus þessi, sem er talað um í Biblíunni sem "helgan mann", var afkomandi Estherar, gyðingastúlku sem giftist Persakonungi (og lesa má um í Biblíunni), og því gyðingur að uppruna, þó hann væri það ekki að menningu. Hann vissi það, og hann vissi að formóðir hans Esther hafði forðað gyðingum frá algjörri útþurrkun. Á þeim tímum var fyrsta tilraunin til algjörrar helfarar á gyðingum, og skipað að drepa hvern einasta gyðing í Persaveldi. En Esther taldi konunginum, sem vissi lítið af þessu, hughvarf. Þetta fylgdi síðan þessari ætt og varð til þess að fóstra með henni manngæsku og brennandi réttlætiskennd, sérstaklega fyrir hönd minnihlutahópa, sem loks varð færð í lög af Cyrusi þeim sem setti þetta sérstaklega í letur, eftir að það var búið að gerjast innra með fjölskyldu hans í margar kynslóðir.
Og án hans, og án gyðinga, væri trúfrelsi ekki til, og þú og ég hefðum það ekki.
Þetta er dæmi um hvernig oft má rekja slóð mannréttinda til trúar, jafnvel þar sem það er ekki augljóst. Mörg önnur mannréttindi koma aftur á móti beint upp úr trúarritunum og/eða siðvenjum ólíkra trúarbragða.
Jón (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 14:56
Ég er aðeins að svara upprunalegum póstinum.
Þetta er rökvilla. Sem kallast Appeal to tradition.
http://www.nizkor.org/features/fallacies/appeal-to-tradition.html
Ólafur Waage (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 18:11
"Farðu svo að lesa eitthvað annað en bloggsíður sem haldið er út af ofstækismönnum eins og islamistum, nazistum og öðrum fíflum, og eru skrifaðar fyrir hálfvita og vangeflinga. Sýndu smá sjálfsvirðingu".
Lesa slíka vitleysu er eiginlega fyrir neðan sjálfsvirðingu siðaðra manna. Gleymir alveg að telja til Zionista sem eru einir af brengluðustu öfgasinnum sem til eru á jarðríki.
Palli (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 21:08
Zionisti merkir maður sem styður það að gyðingar eigi rétt á griðlandi, eins og aðrar þjóðir, og að Ísrael eigi sér því tilverurétt. Meirihluti ríkisstjórna þessa heims eru zionistar, þar á meðal þín eigin, og þær einu sem eru það ekki almennt stírt af islamistum eða öðru öfgafólki. En fáfróðir og illalesnir menn skilja ekki hvað orðið zionisti þýðir. Það þýðir bara maður sem virðir rétt gyðinga til þess að eiga sér land. Flestir zionistar eru líka samþykkir því að Palestínumenn megi hafa sitt eigið land. Þetta tvennt getur alveg farið saman, og fer það oftast. En fólk sem les ekki nema bloggsíður og rusl, það notar svona hugtök vitlaust. Farðu að lesa, væni, þú ert ekki heilalaus. Hættu að nota heilann þinn sem ruslakistu og lærðu að nota orð rétt.
Ásta (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 05:12
Svona svo þú áttir þig aðeins, þá er jafn mikið merki um fáfræði að halda að zionisti = illmenni, og það að halda að Hitler sé einfaldlega = hægrimaður, og Stalín = vinstrimaður. Flestir zionistar eru jafn fjarri því að vera eitthvað öfgafólk og segjum Guðlaugur Þór eru frá Mussolini, eða Lilja Mósesdóttir frá Stalín. Skilurðu? Nema zionisti er mun víðara hugtak en hægrimaður eða vinstrimaður, því zionistar eiga almennt mun minna sameiginlegt almennt, en hægri- eða vinstrimenn. Þetta er bara fólk sem virðir rétt Ísraela rétt eins og annarra þjóða, og telst ekki til þess öfgafólks sem vill útrýma þeim eða steypa þeim í sjóinn. En öfgamenn hafa vísvitandi brenglað notkun þessa hugtaks, til að stýra fjöldanum í átt til gyðingahaturs og breiða yfir sannleikann. Enginn maður sem hefur lesið eitthvað af viti skilur þó ekki þetta orð.
Annars er anti-zionisti svo gott sem = anti-semíti, því það eru mjög fáir gyðingar sem virða ekki tilvist Ísraelsríkis (og þeir örfáu sem gera það ekki gera það nær allir af trúarofstækisástæðum.....hluti gyðinglegra ofsatrúarmanna trúir því að Guð leyfi ekki núverandi tilvist Ísraelsríkis, og það fólk reynir markvist að eyðileggja þjóðríkinu).
Anti-zionistar skiptast í fimm hópa; menn með mjög öfgakenndar pólítískar skoðanir sem vilja leggja niður öll þjóðríki og eru á móti þeim öllum sem einu gætu flokkast sem slíkir (minnihluti anti-zionista, yfirleitt einhvers konar harðlínu kommúnistar eða önnur úrelt fyrirbæri), herskáir Islamistar og gyðingahatarar (sem hata gyðinga af kynþáttalegum eða trúarlegum ástæðum), og gyðingar sem eru á móti tilvist Ísraelsríkis af trúarlegum ástæðum (mjög lítill og mjög ofstækisfullur hópur gyðinga, sem hefur mjög ólíkar skoðanir og allir aðrir).
Fimmti hópurinn eru fáfróðir og afvegaleiddir menn sem skilja bara ekki hvað orðið þýðir, en slá um sig með því og skilja ekki það lætur þá líta út eins og fífl.
Ásta (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 05:21
Mun fleiri gyðingar eru andvígir Ísraelsríki en þú villt láta af vera og er það mest sökum mannúðarmála. Ísrael hefur unnið markvist að útrýmingu palestínsku þjóðarinnar og eiga þeir hina mestu skömm fyrir. Af þeim sökum hef ég og mjög margir aðrir enga virðingu fyrir Ísrael og þeim gildum sem það stendur fyrir.
Palli (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 08:39
Og ekki bendla minni ríkistjórn við zionista, hún hafði dug í að viðurkenna leifar Palestínu meðan aðrir voru skíthræddir vegna auðvaldsafla sem kúga heiminn.
Eina ruslið sem ég les er slíkur áróður og heimskulegt bull sem vellur upp úr þér og þínum líkum.
Palli (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 08:46
Sæll, væni. Það er ekki það sama að vera andvígur meðferð ríkisstjórnar Ísraels á Palestínumönnum og að vera andvígur tilvist Ísraelsríkis. Það eru flestir gyðingar andvígir því fyrrnefnda, mjög fáir, og nær bara trúaröfgamenn hinu síðarnefnda. Ríkisstjórn Íslands er zionistar, jú. Horfðu bara á viðtal Al Jezeera við Össur Skarphéðinsson, hann viðurkennir það sjálfur þar, hann segist styðja bæði tilverurétt Ísraelsríkis og Palestínuríkis, maður sem gerir hvort tveggja, eins og flestir gyðingar, ég og Össur, eru bæði zionistar og pro-Palestínumenn, það er engin mótsögn þar á milli........Þú skilur bara ekki hvað orðið zionisti þýðir. Kannski varstu að horfa of mikið á Omega. Lið eins og þar er ekki venjulegir "zionistar", ef þú heldur það, þó það flaggi orðinu meira en aðrir. Alveg eins og sumir segjast sífellt vera vinstrimenn, en það þýðir ekki engir aðrir séu það.
Þú veist ekkert hverjir "mínir líkar" eru. Ég er meðlimur ótal samtaka sem styðja Palestínu og hef varið um 250.000 krónum samtals af eigin fé til þeirra, þó lítið sé það. Ég er ekkert einsdæmi, heldur ef þú þekkir það. Ég þekki marga aðra eins og mig, eini munurinn á mér og þeim er að þeir eru flestir gyðingar. Hvað hefur þú gert fyrir Palestínu nýlega?
Kveðja, Ásta, zionisti.
Ásta (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 09:14
Hvað er Zionisti? Að geta tekið undir þessa setningu: Ísrael á tilverurétt, rétt eins og aðrar þjóðir. Það er ekkert meira en það. Og að vera tilbúinn að styðja þann tilverurétt. Það þýðir ekki að vera hlynntur eða andvígur neinni ákveðinni ríkisstjórn eða gjörðum hennar, né heldur að vera hlynntur, ellegar andvígur Palestínumönnum, því það kemur Palestínumönnum bara ekkert við. Annars ættum ég og þú bara að hundskast í burtu, því forfeður okkar hröktu friðsæla papa hér af landi, og það ætti að kasta öllum hvítum Bandaríkjamönnum, Áströlum og svo framvegis í sjóinn eða hvað, og gera þá landlausa, því forfeður þeirra flæmdu burt Indjána? Álíka rökréttur er anti-zionisminn, nema enn ruglaðri, með tilliti til þess að það var alþjóðasamfélagið og Sameinuðu Þjóðirnar sem stofnuðu Ísrael, en ekki gyðingar, og það var gert til að leysa þann vanda að enginn annar vildi taka við þessu fólki í raun og veru (það var orðið öreigar, og margt andlega veikt og óvinnufært eftir helförina líka, og hefði kostað ríkiskassa Þýskalands og félaga of mikið að láta sem ekkert hefði gerst, og það var hagkvæmara að losna bara við það....Afkomendur þessa fólks býr svo nú í Ísrael, fædd þar rétt eins og ég og þú fæddumst hér.)
Ásta (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 09:17
Annars er raunverulega ástæða þess að ríkisstjórnir styðja ekki Palestínu sú að Hamas samtökin viðurkenna ekki Ísrael, vilja stofna ríki þar sem gyðingum verður meinað að koma um aldur og æfi, og eru tilbúin að úthella blóði sakleysingja fyrir markmið sitt, og hafa oft gert, svo sem með að kasta sprengjum á skólabíla, og eru því það sem kallast hryðjuverkasamtök. Vel flest ríki þessa heims styðja rétt Palestínu til að verða ríki, en bara helst ekki meðan hryðjuverkasamtök ráða yfir henni. Össur er einn örfárra sem er ekki sammála, það er ekki endilega skynsamlegt. Það eru heldur engin "peningaöfl" sem valda því að hinn siðmenntaði heimur er ekki sammála Hamas samtökunum. Palestína hefur mikið meira á bak við sig en Ísrael, því heimurinn er háður olíu, hún kemur öll frá aröbum, og flest arabalönd banna Ísraelum að heimsækja sig og eru alfarið á móti Ísrael (þar af eru bara þrjár undantekningar). Ísrael framleiðir hugbúnað í tölvur og slíkt, en það gera margir fleiri. Olía er aftur á móti ómissandi og Ísrael á enga. Þannig að það eru sterk peningaöfl á bak við Palestínu, þó þau séu ekki jafn augljós og aðeins erfiðara að rekja þau. Þetta er flókið mál með margar hliðar, þetta er ekki tölvuleikur með "vondu köllum" og "góðu köllunum" eða kvikmynd fyrir 12 ára börn um baráttu "myrkurs" og "ljóss". Þetta eru menn á móti mönnum, með milljón ástæður fyrir því hvor um sig. En þeir sem einfalda og djöfulgera alltaf aðra hliðina, stuðla að því að aldrei finnist lausn. Þeir sem segjast ekki vera zionistar eru með því að lýsa því yfir tilveruréttur gyðinga þarna sé enginn, og skipa sér þannig í eina "illa" liðið sem er til, lið þröngsýninnar.
Ásta (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 11:20
Olían kemur ekki öll frá aröbunum, það gleymdist að setja næstum þarna með. Það er nú samt þannig að arabarar hafa sterkari ítök í heiminum en gyðingar. Gyðingar eiga menntun og hugvit og gáfur, en litlar sem engar auðlindir. En sá sem heldur með einum á móti öðru í þessu máli, hann heldur með stríði, sá einn sem viðurkennir rétt hvors um sig, jafnan rétt, er friðarins meginn.
Ásta (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 11:22
Mikið er ég sammála eftirfarandi frá Palla (hætt að nenna að lesa ofstækitalið):
>Mun fleiri gyðingar eru andvígir Ísraelsríki en þú villt láta af vera og er það mest sökum mannúðarmála. Ísrael hefur unnið markvist að útrýmingu palestínsku þjóðarinnar og eiga þeir hina mestu skömm fyrir. Af þeim sökum hef ég og mjög margir aðrir enga virðingu fyrir Ísrael og þeim gildum sem það stendur fyrir.<
Elle_, 17.7.2012 kl. 19:39
Þið skiljið ekki hvað orðin þýða. "Að vera andvígur Ísraelsríki" þýðir að vera á móti því að gyðingar fái að búa þarna og eiga sína eigin þjóð, þó alþjóðasamfélagið hafi ákveðið það fyrir löngu. Það þýðir ekki að vera andvígur ríkisstjórn Ísraelsríkis. Ég er andvíg ríkisstjórn Ísraelsríkis í nær öllu, og ég styð það að Palestínumenn fái að hafa sitt eigið land. Ég styð samt ÍsraelsRÍKI sem slíkt. Ef þið kallið það ofstæki, þá eru nær allar ríkisstjórnir í heiminum, svo og ykkar eigin utanríkisráðherra og forsætisráðherra, ofstækismenn.
Ásta (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 02:56
Zionisti merkir, fyrir lærðu og lesnu fólki sem hefur heyrt orðið annars staðar en á Omega og einhverjum bloggum fáfræðinga; maður sem styður tilvist Ísraelsríkis, sem er ekki það sama og að styðja ríkisstjórnina. Ef við finndum svipað orð um Ísland, Íslandisti, myndi það þýða maður sem styður rétt Íslendinga til að vera þjóð, eiga sér land og halda sína siði og allt það. Það myndi ekki þýða að viðkomandi væri stuðningsmaður stjórnvalda hér. En ég er eiginlega búin að gefast upp á að reyna að ræða við garðinn þar sem hann er lægstur. Get bara mælt með bókasöfnum og smá sjálfstæðri hugsun, sem mun leiða til meiri gagnrýni á lesefni og heimildir, og minna auðtrúa viðhorfs og þá kannski hættið þið að ríghalda í fáfræðina. Lífið er ekki fótbolltaleikur þar sem maður velur sér "lið" til að halda með, þeir sem gera það, eru óvinir alls mannkynsins. Ísraelar hafa sama rétt á að lifa í landinu sem þeir fæddust í og þið sjálf í ykkar.
Ásta (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 03:00
Það að það sé "unnið markvisst að útrýmingu Palestínsku þjóðarinnar" er svo lygi. Það býr fjöldi Palestínu-araba í Ísrael, hefur þar ísraelskan ríkisborgararrétt og nýtur sömu mannréttinda og aðrir, og þeir eru jafnvel á þingi. Í Palestínu Hamas ríkis á hins vegar að meina gyðingum aðgang um aldur og æfi, þeir mega ekki búa þar, og munu þar ekki hafa nein réttindi yfirhöfuð. Ísraelsríki er eitt órasískasta ríki heims, enda fluttu þeir inn hundruðir þúsunda af kolsvörtum eþíópískum gyðingum, og það er stefnan að hafa flutt inn hundruðir þúsunda í viðbót fyrir 2014, nokkuð sem mun bjarga ótal fjölskyldum frá hungursneyð. Það hefur engin siðmenntuð, vestrænt þjóð gert nokkuð sambærilegt fyrir Afríkumenn. Þið getið ekki gert skoðanir einstaka ofstækisfulls landnema að skoðunum heillar þjóðar. Lygi er lýti á manneskju.
Ásta (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 03:05
Það er í raun aðdáunarvert hvernig aðilar eins og þessi Ásta geta snúið allri uræðu, jafnvel umræðu um fúavarnarefni upp í fegurðar- og aðdáumarlýsingu á Gyðingum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2012 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.