Fimmtudagur, 12. júlí 2012
Möppudýrakvóti Íslands í Brussel
Ríki sem ganga inn í Evrópusambandið fá sérstakan starfsmannakvóta. Kvótinn segir til um fjölda þeirra starfa sem bjóðast í Brussel til handa þegnum umsóknarríkis. Króatía sem verður 28 ESB-ríkið á næsta ári fær starfsmannakvóta upp á 249 störf.
Þetta er ein meginástæðan fyrir því að embættismenn eru ákafir ESB-sinnar; þeir eiga von á feitum bitum enda alþekkt að launakjör í höfuðborg Evrópusambandsins bera af.
Hver skyldi vera möppudýrakvóti Íslands?
Athugasemdir
2009 hélt Kristján Vigfússon aðjúnkt við HR því fram að 289 störf fyrir Maltverja hefðu skapast í Brussel í tengslum við aðild þeirra.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 23:49
Já, ofurlaunin þarna eru hrikaleg - og hrikalega freistandi fyrir ýmsa!
En við ætlum okkur ekki að senda neina Júdasa þangað. Ekkert Esb.!
Jón Valur Jensson, 13.7.2012 kl. 00:13
Gömul barnamynd ,,Lyon king,,lýsir vel þeim sem girnast og svífast einskis í taumlausri græðgi,um auð og völd. Hyenur smeðjulegar óhæfar til öflunar fæðu af eigin rammleik,latar og hæfileikalausar,hrepptu letilífið sem þær þráðu,með fláttskap,sem dró ærlegan réttborinn konung til dauða. Það var oft erfitt að svara spurningum barna,horfandi með þeim á þetta ,,drama,. Þð er jafn erfitt fyrir okkur,sem unnum “konungsdæmi” okkar fullveldinu,horfa á og skynja vilja þeirra til að ganga frá fullveldinu,með öllum ráðum. Sjáið tilurð uppkasts af nýrri stjórnarskrá,má segja að þeir sem unnu að því.í 4 mán, á fullum launum,hafi nær allir verið tengdir stjórnarflokkunum. Er eitthvað réttlæti í þessu,? það átti að kjósa aftur eftir að hæstiréttur dæmdi kosningu til stjórnlagaþings lögleysu. Nú er allsherjarráðherrann að semja fyrir þjóðina um löglegar Makrílveiðar. Hann kemur örugglega með kvörnina á fullu í RRUV.hælandi sjálfum sér,sem fyrr. Kemst nokkur ærlegur þjóðernissinni að til að reka ósvífnina ofan í ódáminn. Er ekki kominn tími til uppgjörs,varla hægt að bíða til kosninga. Ísland verður varið,því skulu þeir komat að.
Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2012 kl. 03:49
Maður hefu heyrt að sumir séu að læra frönsku til að verða gjaldgengari þarna
Gunnar Þórarinsson (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.