Málfrelsi á Akureyri

Snorra Óskarssyni er sagt upp störfum í Brekkuskóla sökum þess að hann hefur skoðanir sem skólayfirvöldum á Akureyri eru ekki að skapi.

Ef það verður látið viðgangast að reka menn frá skólum vegna skoðana þá er stutt í að einhverjir missi vinnuna vegna kynhneigðar, hörundslitar, trúar eða stjórnmálaþátttöku.

Akureyringar ættu að þvo af sér þessa smán og krefjast afturköllunar á uppsögn Snorra.


mbl.is „Menn skeindust á sálinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það Samfylkingin?

Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 20:00

2 identicon

Ég er ekki skoðanabróðir Snorra, en mér finnst að hann ætti að gera okkur öllum þann greiða, og lýðræðinu, og tjáningarfrelsinu, að fara með þetta mál eins langt og hann mögulega getur. Til hæstaréttar, eða mögulega enn lengra. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisins.

Aflvaki (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 20:01

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek undir með Aflvaka. Ég deili ekki skoðun Snorra á samkynhneigðum en tel að hann þurfi og eigi að taka þetta alla leið í gegnum dómskerfið. Skoðanakúgun á ekki að viðgangast í lýðfrjálsu landi.

Ragnhildur Kolka, 12.7.2012 kl. 20:52

4 identicon

Pólitískt rétttrúnaðarfólk finnst ærið oft í lagi að tráðka á sjálfsögðum mannréttindindum annarra í nafni rétthugsunar.

Samanber dómur mannréttinadadómstóls sem taldi sig þurfa að taka sérstaklega fram að manneskja sem starfar á nektarstað eigi ekki að njóta sömu viðmiða og aðrir

Grímur (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 20:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki vildi ég hafa samkynhneygt barn í skólastofunni hans Snorra.  Hér er verið að vernda börn sem eru í vafa með sjálfa sig og aðra.  Það þarf að taka tillit til þess.  Auk þess er svona ofsatrú eins og þessi maður virðist haldinn, vera honum fjötur um fót, því það vantar alla víðsýni, hér ríkir rörsýnin ein og biblían Halelúja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2012 kl. 21:04

6 identicon

Akureyringar virðast heimskari en gengur og gerist. Þetta höfuðból Lúkasarmála virðist stjórnast tilviljunarkennt af öfgakenndri móðursýki, sem virðist auðvelt að spila á.

Akureyringar hafa líka löngum verið taldir óhóflega montnir, sem er ein hlið heimskunnar. Þessi gjörningur er þó ekki mikið til að montast yfir, og þeir Akureyringar sem hafa eðlilega greind og kollinn yfirleitt í lagi, ættu að bregðast við, áður en einhver dæmir bæinn til að punga út útsvarstekjum í skaðabætur, og bærinn fær dóm fyrir brot á stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningar.

Það er útaf fyrir sig krúttlegt að geta hlegið að heimsku smábæjarmóralsins, en þegar hann keyrir um þverbak, og verður ógn við frelsi manna, þarf að bregðast við.

Hilmar (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 21:07

7 identicon

Að það skuli vera brotrekstrarsök, að tjá sig um óeðli mannfólksins, er hlutur sem ég ekki skil, þó svo maður væri kennari.

Enn er málfrelsi og ritfrelsi í landinu, þannig að ég hreinlega næ því ekki, að það sé brottrekstrarsök að tjá sig um óeðli mannfólksins.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 21:09

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óeðli? Hvað er óeðli?.  Samkynhneigð er þekkt fyrirbæri í náttúrunni, til dæmis verða mýs samkynhneigðar þegar að þeim þrengir.  Og ef til vill fleiri dýra.  Og fyrst þetta er til í náttúrunni þá er þetta tæplega óðeli.  Þetta er viðhorf sem er ekki líðandi innan um óþroska börn sem jafnvel eru að uppgötva kynhneigð sína.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2012 kl. 21:13

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ásthildur: þú svarar spurningu þinni sjálf. Það er greinarmunurinn á "eðli" annars vegar og "hneigð" hins vegar. Hneigð er óeðli, eða þ.e.a.s. "ekki eðli".

Hrannar Baldursson, 12.7.2012 kl. 21:38

10 identicon

Sæll Páll

Ég er ekki sáttur við að honum sé sagt upp störfum, en ef hann hefur framið eitthvað brot skv. úrskurði, þá ætti að veita honum fyrst áminningu. Nú ég vil að fólk hafi málfrelsi og allt það, en á þessari Ómega prump stöð þarna er nákvæmlega ekkert málfrelsi, ekki fæ ég að vera með sjálfstæðan þátt undir nafninu "Palestína í dag" eins og ég óskaði eftir. NEI var svarið. Þannig að ég held að allt þetta svokallaða kristna Zionista lið þarna ætti bara að halda kjafti, því það er ekkert málfrelsi á þessari Kristnu- Zíonista stöð (Ómega). 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 21:55

11 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Margir hafa misst vinnuna vegna stjórnmálaskoðana eða -afskipta eða -þátttöku. Ekkert nýtt við það. Sama á svosem við um skoðanir á öðrum sviðum eða trú manna. Menn hafa jafnvel látið lífið vegna trúar sinnar - já og stjórnmálaskoðana. Þarf einhver að vera hissa á að mannskepnan sé enn söm við sig, á Akureyri eða annars staðar?

 Kannski blessaður nýi biskupinn ætti að eiga móðurleg orð við þá Akureyringa. Ekki vildi hún reka sinn þjón á Austurlandi fyrir að segja skoðanir sínar sem Guðni var ekki par hrifinn af. Akureyringar hefðu kannski betur hlustað á orð biskups við það tækifæri.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 12.7.2012 kl. 21:57

12 identicon

Mig langar að spyrja þig, Páll, einnar spurningar, nefnilega þessarar;

Segjum sem svo að þú eigir samkynhneigt barn og jafnframt að kennari þess héldi fram sömu skoðunum og blessaður Snorri gerir, myndir þú andmæla?

Já eða nei?

Jóhann (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 22:09

13 identicon

Ef ég vissi að sósíalisti væri að kenna barninu mínu, myndi ég að sjálfsögðu krefjast þess að hann væri rekinn.

Algerlega ólíðandi ef vinstrimenn fái tækifæri til að menga saklausar barnasálir með vinstri áróðri, tala nú ekki um, ef barnið mitt væri hægrisinnað.

Ég held að flestir vinstrimenn séu Akureyringar, og örugglega flestir Akureyringar vinstrimenn.

Hilmar (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 22:12

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrannar þarna er ég ekki sammála þér, kynhneigð er eðli mannsins til að viðhalda sjálfum sér.  Og þó sumir hneigist til sama kyns, þá þarf það ekki að vera óeðli, heldur einfaldlega náttúrlögmál vegna offjölgunar.  Rétt eins og hjá músum og fleiri dýrum.  Ef ég ætti samkynhneigt barn á skóla aldri myndi ég allavega ekki vilja að kennarinn sýndi slíka fortíðarfordóma, sem myndi hrekja barnið mitt út í allskonar vitleysu þar sem það væri á viðkvæmasta aldri til að takast á við líf sitt.  Þannig er það bara.  Og hann kann heldur ekki að skammast sín, því honum finnst hann ekki hafa gert neitt rangt. Það stóð nefnilega í biblíunni. Eins og allt hitt með þú skalt ekki girnast neitt sem náundi þinn á, konu, þræl eða what ever.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2012 kl. 22:56

15 identicon

Að mínu mati er einfaldlega rétt að láta óhæft starfsfólk taka pokann sinn og fara.

Kristinn (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 23:26

16 identicon

Það þarf samt hugsanlega að ympra eitthvað á því hvað telst hæfur starfskraftur í íslenskum menntastofnun.

Kristinn (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 23:35

17 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ásthildur þér leyfist að hafa þína skoðun, en það er varasamt að fara að bera menn saman við mýs, þótt Steinbeck hafi tekið sér það skáldaleyfi. Fyrir utan að það er langsótt að samkynhneigð á Íslandi sé vegna offjölgunar fólks þar sem landið er með strjálbýlli löndum heims. Þannig að sú kenning stenst ekki.

Samkynhneigð er líffræðilegt fyrirbæri og er óháð umhverfi. Kynhvöt, á hinn bóginn getur verið háð menningarlegum eða umhverfislegum þáttum og er því allt annar hlutur.

Hvergi hefur komið fram að Snorri hafi predikað þessar skoðanir sínar yfir nemendum sínum eða sýnt þeim þeirra óvild sem hneigjast til sama kyns. Nemendur hans hafa þó eflaust heyrt um skoðanir hans eða jafnvel gert sér far um að hlusta á predikanir hans sér til skemmtunar.

Ég man hins vegar eftir kennurum sem sýndu mér óvild vegna pólitískra skoðana nákominna ættingja minna. Veit ekki til að þeir hafi þurft að sæta áminningu eða brottrekstri vegna þess. ´

Ragnhildur Kolka, 12.7.2012 kl. 23:48

18 identicon

Hvar hefur þú séð samkynhneigða mús, Ásthildur?

Sigurður (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 00:19

19 identicon

Mig langar að spyrja þig, Páll, einnar spurningar, nefnilega þessarar;

Segjum sem svo að þú eigir samkynhneigt barn og jafnframt að kennari þess héldi fram sömu skoðunum og blessaður Snorri gerir, myndir þú andmæla?

Já eða nei?

Jóhann (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 00:27

20 identicon

Jóhann 13/7´12 00;27

Ég vil endilega fá að svara spurningu þinni þó að henni sé ekki beint til mín.

Já ég myndi treysta Snorra/eða þeim sem hafa hans skoðanir fyrir mínu barni. En ég myndi ekki treysta samkynhneigðum hvorki karli eða konu til þess að kenna barni mínu. Ég er búin að fá upp í kok af þessu homma/lessurugli og er fyllilega tímabært að stemma stigu við.

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 09:24

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef ekki mér vitanlega séð samkynhneigða mús.  En ég hef lesið um þær.  Og öll erum við dýr merkurinnar, og frekar að það sé vont fyrir mýs að vera bornar saman við menn. 

Auðvitað hef ég mína skoðun Ragnhildur, en ég hugsa lengra.  ÉG þekki dálítið til samkynhneigðar, og hef lesið mikið um þá erfiðleika og sálarástand sem ungt fólk lendir í þegar þau gera sér grein fyrir sjálfum sér.  Fordómar, jafnvel útskúfun.  Þetta er bara staðreyndir sem við komumst ekki framhjá, þó reyndar ástandið hafi skánað undanfarin ár.  Þá hlýtur þetta alltaf að taka á, að vera öðruvísi en normið.  Vera útundan...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2012 kl. 10:42

22 identicon

"Þá hlýtur þetta alltaf að taka á, að vera öðruvísi en normið. Vera útundan..." Segir gyðingahatrinn Ásthildur, sem vill ekki leyfa fólki með aðrar skoðanir en hún að hafa rétt á að tjá sig.

Ég á samkynhneigðan bróðir og get ekki tekið undir skoðanir Snorra. Ég trúi hins vegar á frelsið, og myndi deyja fyrir rétt hans að vera ósammála mér, í stríði við fasista eins og hana.

Eiríkur (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 18:43

23 Smámynd: Elle_

Eg er sammála Aflvaka í no. 2 og Ragnhildi í no. 3.  Í dómstóla með þetta mál og eins langt og það kemst.  Var Snorri ranglátur eða vondur við nokkurn mann?  Það kemur ekki kyn-neinu við heldur skoðanakúgun.

Elle_, 13.7.2012 kl. 18:48

24 identicon

Sem bróðir samkynhneigðs manns get ég ekki verið sammála Snorra í Betel. Ég myndi hins vegar deyja fyrir rétt Snorra að tjá sig í stríði við fasista eins og þá sem vilja þagga niðri í honum. Væri málfrelsið ekki til, hefðu samkynhneigðir heldur engin réttindi. Málfrelsið er grundvallarhornsteinn allra lýðræðislegra réttinda. En hann vilja margir taka frá okkur núna, og þá hrynur húsið með og öll okkar réttindi, því bara "þeir sem eru alveg eins og ég" og segja hátt og snjallt "hæl!" við ráðandi öfl eiga að fá að eiga rétt á skoðun framar. Og það verður upphafið af dauða lýðræðisins nema frelsiselskandi fólk sem hefur smá heilbrigða skynsemi og söguþekkingu stöðvi það. Hvað er svo trú og ekki trú? Ég er trúlaus sjálfur, en sé ekki að Snorri sé meiri ofsatrúarmaður, það er að segja; blindur fylgjandi ákveðinna skoðanna og sammála sínum líkum, frekar en að hugsa sjálfstætt, hvað þá djúpt...en bara þessi venjulegi Samfylkingarmaður á Íslandi, en xS er stærsti sértrúarsöfnuður Íslands og er að slá út xD þegar sá deyjandi flokkur var upp á sitt versta (þeir hafa mildast í trúarhitanum)

Eiríkur (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 18:51

25 Smámynd: Elle_

Góður Hilmar í no. 13:)

Elle_, 13.7.2012 kl. 19:07

26 identicon

Ég er samkynhneigður og vil mótmæla þessum gamla darwinisma (semi-nazisma) sem Ásthildur Cecil er að drulla yfir menn hér um að samkynhneigð sé: "Náttúrulögmál vegna offjölgunar". Svona tala svokallaðir social-darwinistar sem trúa því að samkynhneigðir séu eitthvað óæðri og óæskilegri, og ekki eins "sterkir" og aðrir, og deyji því einfaldlega út, rétt eins og til dæmis á við um margt mjög veikt fólk sem fæðist með fjölmarga fæðingargalla, og þetta sé leið náttúrunnar til að "losna við þá", og tryggja hinir "sterku" eignist aftur á móti nógu mörg börn og þannig verði til framfarir. Sagan sjálf afsannar ruglið í Ásthildi. Samfélög fornaldar voru full af samkynhneigð og hún þótti eðlilega þar, og meðal samfélaga sem samþykktu samkynhneigð algjörlega var Grikkland hið forna. Viðhorf Ásthildar er viðbjóðslegt og á ekki rétt á sér. Samkynhneigðir eignast börn eins og aðrir, og náttúran er ekki að reyna að "útrýma" einhverjum ákveðnum genum með að gera menn samkynhneigða. Það er annars engin offjölgun hér, vandamál jarðarbúa er misskiping auðs og óréttlæti og kúgun vesturlanda, ofríki þeirra og arðrán. En ég styð samt Ásthildi í sínum ógeðfelldu og úreltu 1930-style "eugenics" skoðunum, og ég styð líka rétt Snorra í Betel til að hafa sínar ógeðfelldu skoðanir, sem eru bara hin hliðina á skoðunum Ásthildar, og í reynd eru þau bæði með fordóma og skoðanasystkyni í hatri sínu á samkynhneigðum, þó þau séu undir áhrifum sitt hvorrar hugmyndafræðinnar, en þau bara fatta það ekki. Það hafa allir rétt á að tjá sig í lýðræðislegu samfélagi.

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:18

27 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Set inn sama texta og á öðru bloggi sem tengist þessu sama máli. Eiríkur þú stendur þig vel. Það þarf ekki að samþykkja skoðun einhvers en það er frelsi að tjá sig eða HVAÐ? Það væri ömurlegt ef það ætti að hefta málfrelsi. Omega er kristin stöð. Hvernig dettur manni eins og Þorsteini í hug að biðja um að hafa þátt þar sem væri kryddaður gyðingahatri á þessari stöð. Semdu við einhverja aðra sjónvarpsstöð og komdu með þinn hatursþátt gagnvart Gyðingum. Hvernig lytist ykkur á ef þið mættuð ekki tjá ykkur á bloggi um Gyðinga og Palestínumenn?

Tek undir með Jóhönnu: " 

Ég vil endilega fá að svara spurningu þinni þó að henni sé ekki beint til mín.

Já ég myndi treysta Snorra/eða þeim sem hafa hans skoðanir fyrir mínu barni."

Þegar ég var í skóla þá var Spíritisti að kenna mér en ég aðhyltist ekki hans trúarbrögð. Ekki vanmeta börn - þau geta alveg valið og hafnað. Einnig var kennari sem var með pólitíska fundi í kennslustofu. Hann var vinstri maður og búinn að sitja á Alþingi :-)

Víst eigum við að vernda börnin en við eigum ekki að ofvernda þau. Þau eru einstaklingar sem verða að vega og meta og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það þurfti ég að gera frá því ég var barn. 

Sæl og blessuð

Fólk skrifar um fordóma og hatur. Mér sýnist vera hatursskrif út í Snorra Óskarsson hér á þessari síðu sem að ykkar mati er með fordóma og hatur.

MARGUR HELDUR MIG SIG.

Hvernig væri að þið lituð í eigin barm og læsuð það sem þið skrifið. Ég get ekki séð annað en að þið viljið hefta málfrelsi og kannski kemur hnífurinn einhvern tímann að ykkar skrifum. Það væri auðvita ekki sanngjarnt eða hvað?

Á meðan við búum í lýðræðisríki megum við tjá okkur en þið verðið að fá þingmenn til að breyta lögum á Alþingi ef á að hefta tjáningafrelsi. Mikið minnir þetta mig á Sovétríkin sálugu og fleiri ríki. Kommúnískur andi svífur yfir Íslandi og aðför að þeim sem trúa á Jesú Krist hefur aukist og á eftir að aukast.

ÞETTA ER GREINILEGA ÞAÐ SEM ÞIÐ VILJIÐ. Hefta tjáningarfrelsi. Það er mikil afturför.

Mér finnst greinin hans Davíðs Þórs hreinn viðbjóður en hann má ausa drullu og skít yfir Ólaf Ragnar, Guðna og kjósendur Ólafs Ragnar. Viðtal við Þórhildi Þorleifsdóttir í kosningasjónvarpinu særði mig en ég verð að láta það yfir mig ganga er það ekki annars? því það er tjáningafrelsi og allir mega drulla yfir hvort annað.

Ef ég skrifa texta beint úr Biblíunni þá er það sama og skrif Davíðs Þórs sem skrifaði að Ólafur Ragnar hefði byggt kosningabaráttu sína á ósannindum og níðrógi?

Ætla að enda með Biblíutexta: "" yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana." mælti Jesú við farísea og fræðimenn.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.7.2012 kl. 19:05

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.7.2012 kl. 19:33

28 identicon

Ég hef unnið við grunnskóla og veit hvers konar pottur skoðana þar þrífst. En þar verða menn að virða skoðanir og sýna skynsemi. Það gengur ekki að einn rífi sig úr hópnum og úthrópi einstakling eða hóp. Slíkt gerði Snorri Óskarsson. Það gengur heldur ekki að úthrópa homma þó þú finnir einhvern bókstaf úr 2000 ára gamalli bók um slíkt. Ég get ekki tekið þátt í þeirri vegferð að úthrópa einstaklinga af því að þeir tilheyra ákveðnum hóp. Þar fyrir utan er margt af þessu fólki sem vill ekki tilheyra hóp, heldur bara vera það sjálft og lifa sínu lífi óháð öðrum. Ég þekki margt fólk og á marga vini sem sitt á hvað eru hommar eða ekki. Ég er reyndar ekki vanur að standa í slíkri flokkastarfsemi. Það er gegn manngæsku að gera slíkt. Hvað fólk gerir í rúminu er ekki mitt mál, né þitt. Ég veit um gersamlega óhæfa kennara og þeir eru það sem kallast gagnkynhneigðir. Er það eini mælikvarði nútímans a la biblía? Ég þekki líka nokkuð marga einstaklinga sem myndu kallast hommar eða lesbíur. Allt er það geðþekkt og flest einstaklega vel gert fólk. En samkvæmt gömlu bókinni er það vanhæft vegna kynhneigðar. Ég tek ekki þátt í svoleiðis herferð. Ég mótmæli slíku ranglæti. Skóli þrífst ekki á hrópum eða ranglæti. Hvar er manngæska þeirra sem hrópa? Hvers virði er trúboð þeirra sem úthrópa annað fólk?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 20:23

29 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Helgi minn, var Snorri að boða sína trú í skólanum? Ég þarf auðvita ekki að spyrja því ég veit að hann gerði það ekki. Hann tjáði sig á einkabloggi.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.7.2012 kl. 20:35

30 identicon

Skoðanir Snorra eru vitanlega hans einkamál en hrópin á „einkabloggi“ breytast í víðernum fjölmiðla og verða á allra vitorði, lika nemenda. Hann virðist ekki hafa skynsemi til að vinna meðal fólks sem hefur ólíkar skoðanir. En vissulega hefur hann frelsi til að básúna sína þröngsýni.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 20:50

31 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Helgi, ef ég væri kennari og börnin sem ég myndi kenna uppgvötuðu að ég myndi aðhafast eitthvað í frítíma mínum sem þeim líkaði ekki á þá að reka mig?  

Þetta fer allt vel, ég trúi að Snorri sæki sitt mál. Ég vona það því þetta kemur okkur öllum við. Lifi frjálst Ísland án ESB :-)

Ekki viljum við Helgi láta hefta tjáningafrelsið okkar.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.7.2012 kl. 21:21

32 identicon

Hver einasti kennari hefur frelsi til að sýna gáfur sínar innandyra sem utan. Það hafa samkennarar líka. Flestir sýna þó manndóm til samstarfs. Sá sem gerir það ekki verður yfirleitt útundan. En hver er þá réttur nemenda og foreldra? Eiga þau að láta allt yfir sig ganga? Er réttur nemenda enginn? Má kennari segja nemenda að hann sé óæðri vegna kynhneigðar? Mitt svar er nei. Kennari sem gerir slíkt er óhæfur í starfið. Sjálfsagt hefur hann mannréttindi með sér, tjáningarfrelsið og allt tilheyrandi. En dómgreind hefur hann enga. Slíkur kennari er einskis virði.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 21:33

33 identicon

Sæl Rósa

"...sem væri kryddaður gyðingahatri á þessari stöð.."

Hver sagði þér að það væri í lagi að vera með svona skítkast hérna Rósa, hvað þykist þú vita og geta dæmt fyrir um varðandi 300 þúsund kristna Palestínumenn, Palestínu söfnuði, palestínu Presta og Safnaðarleiðtoga frá Palestínumönnum sjálfum, ha nákvæmlega ekki neitt?

Svo hvað þykist þú vera að dæma eitthvað fyrirfram sem þú hefur ekki séð eða hvað þá kynnt þér eða eitt eða neitt frá Kristnum Palestínumönnum, og hvað þykist þú eiginlega vera hérna Rósa? 

 Ég veit að núna að allt frá Palestínu er fyrirfram dæmt hjá þér sem GYÐINGAHATUR, eða eitthvað" kryddað gyðingahatri".

Takk fyrir að benda mér á hvernig þú hugsar Rósa, þú þarft ekki að segja mér neitt meira hérna, en auðvitað á fólk að leita annað þar sem ekki er til neitt sem heitir málfrelsi á þessari Zíonista Ómega stöð.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 22:00

34 identicon

Það er ljóst eftir síðasta ræðumann að fleiri en einn eru truflaðir af tapaðari skynsemi. Þorsteinn Sch,, haltu þig innandyra.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 23:49

35 identicon

Snorri er náttúrulega einn af þeim sem er á mörkunum að vera vangefinn. Ekki nóg samt til að vera á stofnun en virkilega virkilega veikur.

Ætti að meðhöndla hann sem slíkann.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 23:53

36 identicon

Tek samt fram að auðvitað meiga vangefnir hafa skoðanir líka.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 23:54

37 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Blessaður Þorsteinn.

Ég er bara venjuleg manneskja og þykist ekkert vera meiri en þú eða aðrir. Leitt að þú skildir skrif mín sem skítkast. Hef oft lesið skrifin þín og hef lesið ýmislegt út úr þeim eins og þú nú lest greinilega á milli lína hjá mér :-)

Ég hef kynnt mér sögu Gyðinga og Palestínuaraba og meira að segja ferðast til Ísraels og hitt bæði Gyðinga, Palestínumenn og fólk sem hefur flutt til Ísraels frá Rússlandi. Stutt síðan að ég las bókina Sonur Hamas en þar komu fram sjónarmið beggja. Frábær bók. Shalom/Rósa

Sæll Helgi. Þakka þér fyrir málefnalegar umræður. Við verðum sennilega aldrei sammála en það er í lagi því það er tjáningafrelsi   Við vitum bæði að Snorri bloggaði á einkabloggi sínu en ekki á skólabloggi eða var að ræða þessi mál af fyrra bragði við nemendur sína og veit ég vel að margir sakna hans og margir fegnir að hann er farinn. Hjá sumum finnst mér gæta haturs í garð hans en þeir hinir sömu segja að hann viðhafi hatur gegn samkynhneigðum. Ég trúi því ekki á hann að hann sé að hata fólk þó hann vitni í texta Biblíunnar sem er helg bók að hans mati og einnig að mínu mati en er 2000 ára skrudda að mati sumra. Við breytum ekki skoðunum hvors annars.

Nú er spurning hver fær að fjúka næst? Ætli Davíð Þór fái að halda áfram að starfa meðal barna og unglinga á Austurlandi eftir að hann bloggaði á einkabloggi sínu? Þar  viðhafði hann ógeðsleg orð í garð forsetans, Guðna Ágústssonar og okkar sem kusu Ólaf Ragnar. Ég var ekki á sömu skoðun og Davíð Þór um hvern ætti að kjósa. Hefur hann þá rétt til að ausa skít og drullu yfir mig og okkur kjósendur Ólafs Ragnars? Jú er það ekki? Þetta er víst kallað málfrelsi en greinilega bara ætlað sumum og öðrum ekki!

Eins með Þórhildi Þorleifsdóttir þegar hún jós úr skálum reiði sinnar yfir okkur eftir lýðræðislegar kosningar. Allir áttu greinilega að kjósa það sama og hún en það er lýðræði ennþá og einnig tjáningafrelsi þannig að ég ætla ekki að láta hana segja mér fyrir verkum hvern ég kýs. Á ég að sætta mig við að hún komi í sjónvarpið og ausi drullu yfir mig og alla þá sem kusu einhver annan en hún? Ég var inná heimilinu mínu og hvað með friðhelgi heimilisins? :-))) Mér fannst hún líka mjög særandi og skýrði ég það á facebookvegnum mínum.

Helgi þú spyrð um rétt barna og foreldra. Ég trúi því á meðan maður er ekki að viðra sínar skoðanir við nemendur og foreldra þá sé í lagi og þá á það við fleira en trúarskoðanir - líka pólitískar skoðanir og ýmislegt. Kennarinn á að vera fyrirmynd fyrir nemandann. Ef ég væri kennari og viðhefði ýmislegt í mínu persónulega  lífi utan skólans sem væri ekki til fyrirmyndar fyrir nemandann - yrði ég þá rekin? Pólitískar skoðanir, færi oft á ölduhús, er gift og myndi halda framhjá - bryti hjónasáttmálann? Væri að skoða barnaklám. Ef nemandinn minn myndi komast að þessu þá yrði ég sennilega rekin? Bara svona pælingar. Fæ hroll við þessu síðasta sem ég skrifaði "barnaklám"

Ég verð að segja þér að þegar ég var í skóla þá var kennari sem var spíritisti sem reyndi að þröngva skoðunum sínum inná okkur en allavega án árangurs hjá mér. Ég þurfti að standa með sjálfri mér frá því ég var barn. Annar kennari var með pólitíska fundi í kennslustund. Hann var Alþýðubandalagsmaður og sat á þingi og býr nú í nágrenni við Snorra eða hinu megin við fjörðinn. Þetta var bara mjög hressandi. Jú við eigum að vernda börnin okkar en það er óþarfi að ofvernda þau. Börn þurfa að læra að taka sín skref líka. Það þurfti ég að gera þegar ég glímdi við veikindi sem barn. Þurfti að fara oft að heiman þar sem móðir mín var oft á spítala og missti ég hana þegar ég var 9 ára. 

Ég trúi því að þetta fari allt vel.

Ég vil ekki láta hefta tjáningafrelsi en við megum jú öll fara gætilega og reyna að muna öll að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Kemur úr hörðustu átt hugsar Þorsteinn en hann er ekki sáttur við skrif mín.

Guð gefi okkur öllum góða nótt og ljúfa drauma.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.7.2012 kl. 00:39

38 identicon

Sæll Helgi

Það gengur ekki að hefta tjáningafrelsið svona, ég hef málfrelsi hér eins og aðrir, já og ég gagnrýni fólk eins og aðrir. Ég þarf ekki að fara eftir þínum orðum Helgi, ég mun því EKKI halda mér "innandyra".   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 00:39

39 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Ég ætla að halda mér innandyra því það er að koma nótt. Vona að við getum öll farið að sofa sátt þó við séum með ólík sjónarmið.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.7.2012 kl. 01:01

40 Smámynd: Elle_

>Hefur hann þá rétt til að ausa skít og drullu yfir mig og okkur kjósendur Ólafs Ragnars? Jú er það ekki?<

Nei, hann hefur það ekki.  Og finnst þetta ekki góð samlíking nema það hafi verið það sem Snorri var að gera.  Var það?

Elle_, 14.7.2012 kl. 11:02

41 Smámynd: Elle_

Og svo var óþarfi að ráðast á Þorstein að ofan.  Ætlum við kannski að fara að þrasa hér um ofbeldi og yfirráð Ísraelsstjórnar yfir Palestínu?

Elle_, 14.7.2012 kl. 11:09

42 identicon

Sæll aftur Rósa

Þú skalt hætta að dæma eitthvað fyrirfram sem þú hefur ekki séð eða kynnt þér Rósa, jafnvel þó að það sé frá Kristnum Palestínumönnum.

Þú hefur ekki séð eða heyrt þessa þætti frá kristnum Palestínumönnum varðandi 300 þúsund kristna Palestínumenn, Palestínu söfnuði, Palestínu- Presta- og Safnaðarleiðtoga og allt þetta efni frá Palestínumönnum sjálfum, er það skilið Rósa? Svo hættu að dæma eitthvað fyrirfram sem þú hefur ekki séð. 

Ég vil ekki sjá eitthvað svona aftur frá þér :" Hvernig dettur manni eins og Þorsteini í hug að biðja um að hafa þátt þar sem væri kryddaður gyðingahatri á þessari stöð." (13.7.2012 kl. 19:33)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 11:14

43 identicon

leiðr.

átti að vera Sæl aftur Rósa

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 11:16

44 identicon

Já endilega að fara með málið lengra, Snorri tapar því pottþétt.

Magnað að menn telji að það sé í lagi að maður með svona boðskap sé hæfur til að kenna börnum; bara að hann sé í skólastofunni að kenna gefur ruglinu í honum aukið vægi í augum barna.. 
Ef Snorri væri íslamsisti með sama boðskap, þið mynduð öll vilja hann út med det samme

DoctorE (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 17:03

45 Smámynd: Elle_

Við öll?  Líka þau okkar sem erum ekki sammála Snorra?  Getur maður fullyrt svona út í loftið um heilan hóp fólks?  Og með hvaða rökum?  

Elle_, 14.7.2012 kl. 18:04

46 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Elle.

Mér finnst ekki eiga að reka fólk eins og Snorra vegna einkabloggs og ekki heldur Davíð Þór. Hugsunin hjá mér var hvort jafn yrði þá ekki yfir alla að ganga? Ég er búin að taka þátt í umræðunni á þremur eða fjórum síðum og einhverstaðar kemur þetta fram - held hjá Hrannari.

Við Þorsteinn höfum tekist á fyrr á blogginu svo engar áhyggur. Ég lofa að svara ekki innleggi frá honum á síðum þriðja aðila framvegis bara til að halda frið.

Doctor E duglegur að fullyrða. Alveg er ég viss um að í umburðalynda ríkinu Íslandi yrði allt vitlaust ef kennara sem væri íslamisti væri rekinn vegna trúar sinnar sem hann hefur ekki talað um við nemendur sína.

Minnir að múslímsk börn hafi komið til náms í Austurbæjarskóla og þá átti að taka allt svínakjöt af matseðli vegna þeirra en ekki er ég viss um að þau eða foreldrar þeirra hafi óskað eftir þessari breytingu. Vinur ykkar Snorri Óskarsson spurði skólastjórann hvort það væru ekki börn úr Aðventistakirkjunni sem stunduðu nám við þennan skóla. Skólastjórinn vissi það ekki.

Eigið gott kvöld.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.7.2012 kl. 21:10

47 Smámynd: Elle_

Eitt skil ég ekki, Rósa: ´- - - Vinur ykkar Snorri - - - ´
Er hann vinur okkar?  Ekki minn, þekki manninn ekkert.

Elle_, 15.7.2012 kl. 11:20

48 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Elle.

Fyrirgefðu að ég skildi ekki svara þér fyrr. Þetta átti bara að vera grín þegar ég skrifaði --vinur ykkar Snorri--- d

http://kjartan.blog.is/blog/kjartan/entry/1249064/

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.7.2012 kl. 18:08

49 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.7.2012 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband