VG veikastur fjórflokkanna

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs missti þrjá þingmenn (Ásmund Einar, Atla og Lilju) og þrír til viðbótar eru í dyragættinni (Jón Bjarnason, Guðfríður Lilja og Ögmundur). Málefnið sem klýfur VG er umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Í orði kveðnu er VG á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu en forysta flokksins, Steingrímur J. formaður og Árni Þór þingflokksformaður öðrum fremur, leggja sig í framkróka að þoka aðildarumsókninni áfram.

Geðklofi flokks og forystu verður ekki bættur fyrir kosningar næsta vor.

Þegar nær dregur kosningum kemur betur á daginn hversu ónýtt vörumerki VG er orðið. Sterk málefnaleg rök eru fyrir því að afdráttarlausir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu í VG gangi frá borði og finni nýjan vettvang.

Og Samstaða þarf á kunnáttufólki í pólitík að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er hægt að sjá annað, en stórfelt hrun verði á fylgi bæði Vinstri Gænna og Samfylkingarinnar í næstu kostningum,

þeirra banabyti er að hafa ekki tekið vísitöluna úr sambandi allavega tímabundið strax eftir Hrun,þann Forsendubrest,stökkbreytra lána heimilanna sem varð við Hrunið verður að lagfæra, því heimilin áttu engan þátt í Hruninu, heldur misvitrir stjórnmálamenn, sem voru nú síðast að semja við sálfa sig um ýmis fríindi svo sem frí gleaugu og frítt í líkamsrækt og fl. sem atvinnulaus fjárvana heimili, eiga að borga með skattpeningum sínum.

Guðs sé lof að flokkur fólksins Hægri Grænir eru komnir til með að vera.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 13:49

2 identicon

Teljast Jóhanna og Steingrímur ekki til kunnáttufólks í pólitík?

Nógu mikil er reynslan allavega.

Þeir sem vildu nýtt Ísland kusu gamalmennin.

Vantar þjóðina fleiri kunnáttumenn í pólitík?

Eru það Ögmundur, Guðfríður Lilja, og allir hinir?

Þarf þjóðin á kröftum þessa fólks að halda?

Ég held að þjóðin þurfi á öllu öðru en kröftum þessa fólks að halda.   

Rósa (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 14:10

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afhverju skildi sjokkeraður almenningur,sem margir höfðu lítið pælt í pólitík,kunna á annað en munnmæli!? Jóhanna,maður fólksins,Steingrímur maður hnefa ,orða og ,,æðis,,. Þennan tíma notaði Samfylkingiin til að veikja höfuðandstæðing sinn,með gengdarlausum áróðri og lýstu sjálfa sig saklaus.

Helga Kristjánsdóttir, 12.7.2012 kl. 14:56

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sæll Páll,

hvernig skilgreinir þú kunnáttufólk í pólitík?

Kristbjörg Þórisdóttir, 15.7.2012 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband