Dómstólar verkfæri til þöggunar

Íslenskir dómstólar eru þénugt verkfæri til þöggunar umræðu sökum þess að þeir túlka málfrelsið þröngt. Hverskyns vafagemsar í samfélaginu komast upp það með hjálp dómstóla að berja niður umfjöllun.

Málfrelsið á að túlka vítt og ekki þrengja að því nema verulegir hagsmunir eru í húfi. Dómstólarnir bera sinn hluta ábyrgðarinnar að gagnrýnin umræða stendur höllum fæti hér á landi. Það er til dæmis sérstök útgáfa af þöggun þegar hægt er að fá blaðamenn dæmda fyrir ummæli annarra.

Dómstólar hljóta að sjá að sér ef niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 

 


mbl.is Verða að geta birt orðrétt ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttarbætur á Íslandi koma að utan.

Hvar værum við án Mannréttindadómstólsins?

Ætti að vera einangrunarsinnum umhugsunarefni.

Rósa (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 15:52

2 identicon

Rósa: Ísland, Danmörk, Búlgaría, Tyrkland og Aserbaídsjan eru öll aðilar að mannréttindadómstólnum.

Dómstóllinn hjálpar vissulega til en ég held að ástand mannréttindamála ráðist mest heimafyrir.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 17:04

3 identicon

Surprise, íslenskir dómarar verri en talandi páfagaukar með skykkju, hugsanlega fundið prófskírteinið í Cheerios pakka

DoctorE (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 17:11

4 identicon

DoctorE: Ísland hefur verið aðili að mannréttindasáqttmála Evrópu frá 1952. Á tímabilinu 1952-2010 voru 13 mál gegn Íslandi tekin til meðferðar. 9 töpuðust og 3 lauk með öðrum hætti.

Til samanburðar hefur Damörk verið aðili frá 1953. 1953-2010 eru 34 mál frá Danmörku tekin til meðferðar. Í 13 mál töpuðust, 9 unnust og hinum lauk með öðrum hætti.

Noregur hefur verið aðili frá 1952. Fram til 2010 höfðu 28 mál verið tekin til meðferðar, 20 tapast og 8 unnist.

Svíþjóð hefur verið aðili frá 1952. Fram til 2010 höfðu 99 mál verið tekin til meðferðar, 47 tapast, 22 eða 23 unnist og og hinum lokið með öðrum hætti.

Finnland hefur verið aðili frá 1990. Á tímabilinu 1990-2010 voru 151 mál tekin til meðferðar. 119 töpuðust, 21 vannst og hinum lauk með öðrum hætti.

Byggt á upplýsingum héðan og héðan.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 17:41

5 identicon

Hárrétt hjá Páli. Vonandi verður þessi dómur til þess að dómstólarnir hugsa sitt ráð.

Illugi Jökulsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 19:27

6 identicon

Hvað er einangrunarsinni, Rósa? Fólk sem vill vera einangrað, innlimað og innilokað í Evrópusambandinu, undir þeirra yfirráðum? Eða er það bara eitthvað sem Evrópusinnar lugu upp um sjálfstæðissinnaða Íslendinga? 

Þú ættir kannski einu sinni að gera grein fyrir þínum undarlegu fullyrðingum út um hvippinn og hvappinn.

Ólafur (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 19:35

7 identicon

Með lagabreytingu nr. 45/2010 á lögum um dómstóla nr. 15/1998 verður ekki betur séð en að kröfum alþjóðasamfélagsins sé mætt að mestu sem og að búið sé að mynda þann grundvöll sem talinn er nauðsynlegur til að um dómsvaldið sé samfélagssátt. Lagabreytingin felur í sér að sérskipuð dómnefnd meti hæfi og hæfni umsækjenda og að ráðherra séu settar frekari skorður er varðar skipun með aðkomu Alþingis. Það má segja að með aðkomu Alþingis sé löggjafavaldinu gefið tækifæri að hafa afskipti af skipun dómsvaldsins en hins vegar má rökstyðja það með því að vissulega sé mjög þröngur ramma sem dómsmálaráðherra hefur til að fá samþykki Alþingis fyrir skipun á umsækjenda. Þrískipting ríkisvaldsins er því í raun styrkt með áðurgreindri lagabreytingu og framkvæmdavaldinu settar frekari skorður við skipan í embætti en áður var. Þó mun það koma í ljós hvort að ráðherrar muni leggja vana sinn í að skipa að tillögum dómnefndarinnar eða hvort þeir nýti sér rétt sinn til að skipa annan en tilnefndan með samþykki Alþingis........

Fyrir breytingu á lögum um skipan dómara í vor má segja að margt hafi verið athugavert við skipanir til embættis dómara við bæði héraðsdóm sem og Hæstarétt. Skipanaferlið vakti upp mikla umræðu á tímum, mikið var um það skrifað og það gagnrýnt sem og að álit umboðsmanns Alþingis og dómur héraðsdóms um ábyrgð ríkisins renndi stoðum undir þá gangrýni. Tenging framkvæmdavalds við dómsvaldið var umtalsverð og til þess fallin að vekja upp vantrú almennings á hlutleysi dómsvaldsins. Dómsmálaráðherrar, sem ekki fóru að tillögum þar til gerðra dómnefnda eða áliti Hæstaréttar, skipuðu af og til eftir sínu höfði og höfðu á tímum hagsmunatengsl við umsækjendur. Lögð hefur verið áhersla á það að takmarka verði vald ráðherra til að skipa dómara. Í skýrslu eftirlitsmanns Evrópuráðsins með mannréttindum frá 2005 undirstrikar hann þá áðurkomnu athugasemdir umboðsmanns Alþingis um nauðsyn þess að fagleg dómnefnd leggi til hvaða umsækjendur eigi að skipa í embætti dómara enda sé nauðsynjalaust að hafa fagnefnd sem sérhæfi sig í því að meta umsækjendur um störf dómara ef ráðherra ætli ekki að skipa á forsendum þeirra álit....

gangleri (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 06:43

8 identicon

Hvaðan koma valdheimildir Mannréttindadómstólsins til að dæma fébætur?

þeir sem samsama sig starfsemi á borð við nektarstaði þurfi að þola meiri gaganrýni en aðrir - eru mjög undarleg "mannréttindi" í röksemdum dómara. 

Grímur (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband