Samfylkingin og óháðir í framboð

Samfylkingin íhugar andlitslyftingu flokksins með því að næsta framboð verði undir merkjum Samfylkingar og óháðra. Stefán Ólafsson prófessor er foringjaefni ,,óháðra" en hann byrjaði nýverið blogg undir þeim formerkjum.

Vinstriflokkar í tilvistarkreppu skeyta stundum ,,óháðum" við sig. Undir þeim formerkjum gekk Ögmundur Jónasson til liðs við Alþýðubandalagið 1995.

Þingkosningar eru eftir níu mánuði og Samfylkingin bíður afhroð verði ekkert gert. Tilraunir með hliðarframboð, sbr. Gumma Steingríms-flokkinn, mælast ekki vel fyrir og því þarf að fitja upp á nýjum söluaðferðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú liggur lífið á, hraðallinn gangsettur, yfirþyrmandi eftirvænting úff, er þetta ekki bóseindin, jú-

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2012 kl. 10:37

2 identicon

Vinstri flokkarnir verða bara að taka Ólaf á þetta. Boða heiftarlegt sjálfsofnæmi og sigra út á það.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 11:13

3 identicon

Almenningur sér nú í gegnum þetta ómerkilega og ömurlega fólk.

Þannig hefur Ísland breyst.

Rósa (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband