Föstudagur, 6. júlí 2012
172 hagfræðingar gegn evru-björgun Merkel
172 þýskir hagfræðingar mótmæla í opnu bréfi í Frankfurter Allgemeine síðustu tilraun Merkel-stjórnarinnar til að bjarga evrunni. Leiðtogar skuldugra Suður-Evrópuríkja þvinguðu Merkel kanslara að opna leið fyrir skulduga banka að fá bein lán frá seðlabanka Evrópu.
Þýsku hagfræðingarnir segja sparifjáreigendur og lífeyrisþega í mestri hættu vegna áforma að auðvelda bönkum aðgang að lánum frá seðalbanka.
Ótti hagfræðinganna er að skuldir óreiðubanka í óreiðuríkjum muni sliga fjármál þýska ríkisins.
Horfurnar verri en áður var talið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar þú talar um "óreiðubanka í óreiðuríkjum" bendir það til þess að þú þurfir nú að leggjast í smá lestur. Mæli eindregið með því að þú lesir The Lost Science of Money og Web of Debt. Þá sérðu hvernig "óreiða" er innbyggð í kerfið og þar með er vandinn ekki bundinn við lönd eða einstaka banka heldur er sjálft fjármálakerfið sökudólgurinn.
www.umbot.org
Egill Helgi Lárusson, 6.7.2012 kl. 11:03
Fyrir þessum hópi fer Hans-Werner Sinn, sem Þjóðverjar kalla “Rattenfänger”. Brilljant náungi að vísu, en þekktir fyrir spár sem ekki rætast. Bókin hans “Ist Deutschland noch zu retten” (2003), seldist vel, en er í dag í ruslflokki. Þar lofar hann mjög Thatcher-umbætur (reforms) og hversu mikil og góð áhrif þeirra á efnahag Breta hafi verið.
Brandari í dag.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 13:43
Efni bréfs hagfræðinganna er í lauslegri endursögn þetta:Merkel kanslari var þvinguð til að taka rangar ákvarðanir. Það er mikil hætta í því fólgin að mynda bankabandalag sem er sameiginlega ábyrgt fyrir skuldum evrusvæðisins.Skuldir bankanna eru þrisvar sinnum meiri en skuldir ríkjanna og skiptir óheyrilegum summum í þeim ríkjum sem eru í kreppu.Skattgreiðendur í ríkjum með traustan fjárhag munu verða að greiða geysiháan reikning þegar þegar greiða þarf úr vanda ríkjanna fimm. Bankar verða að geta farið í gjaldþrot.Þegar skuldir gjaldfalla verða lánadrottnarnir sjálfir að taka á sig skellinn. Ríkin sem eiga í kreppu hafa áhrif á upphæðina sem bankabandalagið mun bera ábyrgð á....vandinn verður ekki leystur með því að gera alla ábyrga fyrir skuldum...það felur í sér mismunun...ákveðnir skuldarar eru teknir framfyrir og það skekkir samkeppni.....
..
gangleri (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.