Ólafur Ragnar er mótvægi við Jóhönnustjórnina

Forseti Íslands er formlegur aðili að stjórnkerfinu og getur haft afgerandi áhrif á lokaniðurstöðu mikilvægra mála. Með því að forsetinn er eini þjóðkjörni leiðtogi landsins er umboð hans óvefengjanlegt.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti sýndi það í Icesave-málinu að hann er tilbúinn að taka sér stöðu með þjóðarhagsmunum þegar gerræðisleg ríkisstjórn stefni almannahag í óvissu.

Með Ólaf Ragnar áfram á Bessastöðum veit þjóðin að ríkisstjórninni eru takmörk sett. Á meðan stjórnmálaástandið er þannig að ríkisstjórnin ómerkir úrskurði Hæstaréttar og heldur áfram umboðslausu ESB-ferli er öryggi að hafa forseta sem vísar málum til þjóðarinnar þegar nauðsyn ber til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mótvægi? Þau sem eru svo sammála um að veita sumum ívilnanir? Og Ögmundur situr alltaf prúðbúinn hjá.

http://www.visir.is/fjorir-fengid-ivilnanir---nubo-vill-lika/article/2012120129149

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 10:17

2 identicon

Við sáum það í Icesave, að þjóðin getur staðið með sjálfri sér. Nú er að taka skrefið áfram, og losa okkur við þá venju að kjósa hannaða frambjóðendur, auglýsingaplaggöt án innihalds.

Þóra Arnórsdóttir yrði aldrei annað en upphengt plaggat á Bessastöðum. Dregin fram við hátíðleg tækifæri. Táknmynd gamalla tíma þegar það þótti sómi að rugga ekki bátnum.

Framboð Þóru er órækt merki um það, að ímyndafræðingar Samfylkingar hafa ekkert lært á hruninu. Við erum að kjósa einstakling í valdamikið embætti, en ekki fallega glossmynd sem einungis talar um mikilvægi ótilgreindrar "sameiningar", menntunar og gróðursetur tré.

Þjóðin kýs í eigin þágu í þetta sinn. Hún hefur lært af hruninu, ólíkt ímyndafræðingunum.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 11:14

3 identicon

Mér sýnist, að á síðasta spretti kosningabaráttunnar höfði Þóra Arnórsdóttir í auknum mæli til sjálfstæðismanna, með því að fá sæmilega þokkað fólk af þeim kantinum til að lýsa ýmist yfir stuðningi við sig eða andstöðu við Ólaf Ragnar. Það væri eftir öðru, að sjálfstæðismenn yrðu til að fleyta frambjóðanda Samfylkingarinnar og ESB síðustu metrana í mark! Þótt Ólafur Ragnar sé sannarlega ekki neinn draumaprins, er hann miklu betri kostur en Þóra, sem bæði hefur komið að stofnun Samfylkingarinnar og umsókn um aðild að ESB. Og þótt henni þyki ekki vænlegt að tala á þeim nótum núna, hefur hún ekki heldur étið ofan í sig fyrri hugsjónir sínar og framkvæmdasemi. Hún er því ekki, með fullri virðingu fyrir annars frambærilegri konu, neitt betri kostur fyrir fullveldi landsins en refur væri sem hæsnahirðir. Ólafur Ragnar hefur hins vegar lýst yfir andstöðu við aðild og sýnt í verki, að hann er ekki strengjabrúða Samfylkingarinnar.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband