Þriðjudagur, 26. júní 2012
Evru-kreppan er ekki hálfnuð
Evru-kreppan hófst 2008 og hún er ekki hálfnuð, segir Mervyn King seðlabankastjóri Bretlands. Hann varar við fimm mögrum árum. Þeir sem hafa kynnt sér fyrirliggjandi tillögur um aukinn samruna evru-ríkjanna telja að King sé bjartsýnn.
Jeremy Warner skrifar í Telegraph að tillögur æðstráðenda í Evrópusambandinu séu algjörlega úti í móa. Nýsamþykktar tillögur um fjármálabandalag gera ráð fyrir að Brussel fái í hendur fjárlög aðildarríkja áður en viðkomandi þjóðþing samþykki þau. Tillögurnar sem liggja fyrir leiðtogafundinum í vikunni gera ráð fyrir miðstýringu ríkisfjármála. Gefum Warner orðið
Fiscal sovereignty as we know it would be dead, and I guess large elements of commonly understood democratic accountability too.
Punkturinn hjá Warner er að engar líkur eru á því að evru-þjóðirnar 17 munu samþykkja fullveldisframsal af þessum toga. Lýðræði stendur þokkalega traustum fótum í Vestur-Evrópu og það er einfaldlega ekki hægt að búa til Stór-Evrópu með tilskipunum.
Samfylkingarmenn sem kunna útlensku gerðu margt verra en að lesa analísu Jórmundar.
Skattar lagðir á fjármagnsflutninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki hálfnuð!!! Ja, þú segir nokkuð,hvað ætli þau geri í hálfleik,þegar Ólafur hefur unnið forsetakosninguna,bruðl þeirra til einskis og stutt í Landsdómsákærur??? Flýja og sækja um pólitiskt hæli!!???
Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2012 kl. 21:45
Evropa er í rúst Evruvæðingar ! Ættum við ekki að kjósa okkur stuðnigsmann KANADADOLLARS ef það verður ekki of seint ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 26.6.2012 kl. 22:54
Sæll.
@EMA: Kanadadollar mun engu bjarga, við þurfum mynt sem lagar sig að þeim efnahagslega veruleika sem við búum við. Vandinn við evruna er að hún gerir það bara fyrir sumar þjóðir.
Nei, evru kreppan er ekki hálfnuð og heldur ekki vandræði Evrópu. Vandi Evrópu er að hluta til evran, of stór opinber geiri, gjaldþrota velferðarkerfi og vonlausar reglur varðandi atvinnumarkaðinn. Evrópa er algerlega búin að vera eins og við þekktum hana.
Héðan í frá mun Evrópu bara hnigna þó það muni gerast hægt, svo hægt að sumir munu ekki sjá. Hver fjárfestir í svona brunarúst? Hvar er hægt að græða í Evrópu? Það er ansi erfitt vegna skatta og reglna varðandi fyrirtæki og starfsmenn. Menn fara frekar með sinn aur annað þar sem hann skilar mun meiri arði. Svo er líka annað vandamál sem ekki má ræða, vandi sem Svíar finna nú fyrir og mun að öllum líkindum verða öllum ljós 2048 þar og fáum árum síðar í Hollandi. Evrópa er á hnignunarbraut og ekkert mun stöðva það - því miður :-(
Helgi (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 23:40
Lausn Hægri Grænna er lausnin. Skoðið heimsíðu þeirra xg.is
Björn Emilsson, 27.6.2012 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.