Össur teflir þjóðarhagsmunum í hættu

Í stofnskrá Evrópusambandsins, Lissabonsáttmálanum, segir ótvírætt að fiskveiðar í landhelgi aðildarþjóða séu alfarið á forræði Evrópusambandsins.

Á meðan Lissabonsáttmálinn stendur óbreyttur færast yfirráð yfir fiskveiðum á Íslandsmiðum yfir til Brussel.

Með því einu að ræða við Evrópusambandið um inngöngu er Össur Skarphéðinsson að tefla þjóðarhagsmunum okkar í hættu.


mbl.is Samningsmarkmiðin tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maðurinn er rakið fífl, og ætti að vera búið að setja hann af fyrir löngu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 19:14

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Össur er og verður Skoffín.

Vilhjálmur Stefánsson, 23.6.2012 kl. 19:15

3 identicon

Hvernig er hægt að leggja fram samningsafstöðu í sjávarútvegsmálum þegar rýniskýrsla ESB í málaflokknum er ekki einu sinni komin fram?

Baldur (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 19:35

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Össur situr í miðri spillingarhítinni, sem hefur fengist að viðgangast í íslenskri stjórnsýslu frá seinni heimsstyrjöldinni.

Það er of ódýrt að kenna honum um hvernig komið er í stjórnsýslu Íslands.

Ég er ekki að segja að ég sé sammála Össuri og hans klíkuliði, heldur er ég að benda á, að allir flokks-formenn eru í sömu spillingarhítinni. Það er mikilvægt að almenningur átti sig á þeirri staðreynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.6.2012 kl. 20:10

5 identicon

Samkvæmt skýrslu starfshóps á vegum utanríkisráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytisins og hagsmunasamtaka í íslenskum sjávarútvegi frá árinu 2004 sem og skýrslu forsætisráðuneytisins frá árinu 2007 mundi reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggja að íslenskar útgerðir héldu hefðbundnum fiskveiðiréttindum sínum innan íslenskrar efnahagslögsögu (200 sjómílur) ef Ísland gerðist aðili að ESB. Þetta leiðir af því að einungis Íslendingar hafa aflað sér veiðireynslu í íslenskri efnahagslögsögu undanfarna áratugi. Einnig er hátt hlutfall svæða hérlendis sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Ísland ætti því að halda óbreyttum veiðiheimildum á staðbundnum fiskistofnum sem og flökkustofnum og deilistofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu. Óvíst er þó um heimildir Íslands til þess að veiða makríl þar sem veiðireynsla Íslendinga í þeim stofni er lítil í samanburði við önnur ríki. Einnig gætu komið upp einhver álitamál um útlutun á veiðiheimildum vegna karfaveiða sem skip frá ESB stunda í íslenskri efnahagslögsögu á grundvelli tvíhliða samnings á milli Íslands og ESB. Nánari umfjöllun um meginþætti umræðunnar um sjávarútveg í tengslum við aðildarviðræður Íslands og ESB má sjá í svari við spurningunni

-----

Í fyrsta lagi gagnrýna sumir að ákvarðanir um veiðiheimildir myndu færast til Brussel og í því felist framsal á valdi sem íslenska ríkið hefur núna. Því er haldið fram á móti að þetta sé eingöngu formsatriði vegna reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika og sögulega veiðireynslu. Með hlutfallslegum stöðugleika er átt við þá meginreglu í sjávarútvegsstefnu ESB frá árinu 1983 að hlutdeild hvers aðildarríkis í hverri sameiginlegri fiskveiðiheimild skuli haldast stöðug, og er þá miðað við sögulega veiðireynslu.

----

þriðja lagi ber fullt forræði yfir fiskimiðunum oft á góma og er þá rætt um veiðiréttindi og aflahlutdeild, aðgang að fiskveiðilögsögunni, ákvörðun um hámarksafla, flökkustofna og erlendar fjárfestingar. Sumir segja aðild óhugsandi nema farið verði að öllum kröfum Íslendinga í þessum efnum, enda sé um grundvallarhagsmuni landsins að ræða. Aðrir trúa því að hægt sé að semja um þessa hluti í aðildarviðræðunum þannig að Íslendingar geti vel við unað, enda hafi fulltrúar ESB nú þegar staðfest að sambandið geri sér grein fyrir sérstöðu Íslendinga í málaflokknum og að ólíklegt sé að ESB myndi ganga gegn grundvallarhagsmunum einnar þjóðar. Eins og endranær getur tíminn einn leitt í ljós hvernig þetta endar.

---http://evropuvefur.is/svar.php?id=60373

gangleri (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 20:32

6 identicon

Jájá, Össur er tilbúinn með samningsmarkmiðin sín, og Samfylkingar. Aðrir, eins og utanríkismálanefnd, hafa ekki fengið að sjá þessi markmið.

Auðvitað má semja um allt. Össur gæti t.d. farið fram á einn kampavínskassa á dag, fyrir sjálfan sig. Gott skattlaust ESB djobb í leiðinni. Þetta eru fremur aðgengileg markmið fyrir ESB, og hægt að benda á mörg góð fordæmi, fyrir Össur.

Annað mál er breyting á sjávarútvegsstefnu ESB. Það er sennilega frekar óaðgengilegt fyrir ESB. Spurning hvort þeir bæta ekki við öðrum kampavínskassa, og málið er dautt.

ESB ákvarðar kvóta á öllum miðum innan lögsögu ESB. Já, lögsögu ESB, það verður ekkert sem heitir lögsaga Íslands eftir inngöngu. Íslensku miðin eru nú þegar með númer í ESB, og eftir þeim verður farið.

Og þá er það brandarinn um hlutfallslegan stöðugleika. Eini stöðugleikinn sem er garanteraður í ESB, er að aldrei er farið eftir ráðleggingum fiskifræðinga. 25 pólitískir ráðherrar í Brussel, ákvarða kvótann, punktur. Það er líka ákveðinn stöðugleiki í því, að á dularfullan hátt, hafa ríki eins og Bretland og Írland þurft að sætta sig við falska flöggun spænskra skipa. Þessi spænsku skip fá úthlutaðan kvóta, eins og væru þau bresk og írsk. Og aflinn fer að sjálfsögðu beint til Spánar.

Síðan má benda á það, að ESB hefur í hyggju að setja tilskipun um frjálst framsal kvóta á milli landa. Ákaflega hentugt fyrir spænskar útgerðir, sem þurfa bara að semja við erlenda vogunarsjóði, til að eignast kvóta við Ísland.

Og svo er það smáfiskadrápið og brottkastið. Það er víst umtalsverður stöðugleiki þar á ferð innan lögsögu ESB. Við þurfum sennilega að bæta þessum stöðugleika á okkur, eins og aðrir innan ESB.

Gleymdi ég nokkuð að benda á, að Ísland er eina ríkið í Evrópu, sem ekki niðurgreiðir fiskveiðar?

Lítið mál, ESB reddar því. Við fáum niðurgreiðslur hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 21:17

7 identicon

Já Gangleri, og hvað með eignarhald á sjávarútvegsfyrirtækjum? Hverju breytir kvótaúthlutun þegar peningarvöld í ESB eru búin að kaupa upp eða stofna ný sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi?

palli (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 21:21

8 identicon

Já, bíddu, er það vegna makrílsins sem alltaf er tönglast á þessari "veiðireynslu"?

ESB hefur annars sýnt sitt sanna andlit í þeim deilum, vegna makrílsins sem lifir í íslensku hafi 40% af ævinni og étur meira en milljón tonn af átu.

En það kæmi Íslendingum bara ekkert við, skv. veiðireynslureglu ESB.

palli (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 22:06

9 identicon

þegar Gangleri og Hilmar eru mættir ber okkur ekki að hafa aðra skoðun

guru (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 04:54

10 identicon

GangLeri er GjaldKeri

samfýósa allra skinhelgu hræsnsis skrattakollanna.

Kolbeinn kjaftur (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 17:32

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það er hann reyndar ekki Kolbeinn minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2012 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband