Fimmtudagur, 21. júní 2012
Mannréttindi sparisjóðastráksins
Við stöndum öll sem þrumu lostin yfir þeim mannréttindamissi sem Steinþór Jónsson athafnamaður og trúnaðarmaður almennings varð fyrir með því að skýrsla alþingis um bankaræningja fór ekki rétt með stjórnarsetu Steinþórs í gjaldþrota Sparisjóðabanka.
Steinþór ásamt vinum sínum og viðskiptafélögum í SpKef má ekki vamm sitt vita. Að það skuli hafa tekið heilt ár að leiðrétta tímasetningar á stjónarsetu hans í Sparisjóðabankanum ber ekki mannréttindum á Íslandi fagurt vitni.
Auðvitað eiga menn eins og Steinþór samúð okkar allra enda er hann einn af landsins bestu sonum; skapar auð fyrir sjálfan sig og gjaldþrot handa hinum.
Tók heilt ár að fá leiðréttingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður pistill Páll. Nú áttu hrós skilið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 09:51
Skil varla þetta skens hjá Páli. Er hann óánægður með, að Alþingi hafi það, sem sannara reynist? Fleira mun reyndar mega finna að verkum Steinþórs heldur en þetta, sem tilhæfulaust hefur reynzt.
Sigurður (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 12:14
Það er með ólíkindum, hvernig svokallaðir "blaðamenn" geta komist upp með að leggja mannorð einstaklinga í einelti til þess eins að selja snepilinn. Enginn fjölmiðill á Íslandi gengur lengra í því efni en DV, enda dæmdir fyrir, þó svo að það hafi engin áhrif. Það gildir einungis "Seljanleg frétt á aldrei að líða fyrir sannleikann" Hafi DV skömm fyrir dylgjur sínar í garð Steinþórs og fleiri sem ég þekki.
Ég hef starfað með Steinþóri Jónssyni og þar er öflugur og réttsýnn maður á ferð. Við eigum frekar að dæma menn og virða fyrir það sem þeir gera gott og vel. Þannig met ég menn og hef gert um marga fleiri en hann. Menn sem eru í forystu verða seint óumdeildir. Öfundin er allstaðar. Steinþór hefur staðið fyrir mörgum framfara málum og nægir þar að nefna baráttuna fyrir öruggri Reykjanesbraut og Ljósanótt.
Ég þekki vel mann sem varð fyrir svipuðum árásum fjölmiðils á sama bás og DV í Bretlandi. Sá fjölmiðill er núna horfin vegna sinnar hegðunar og sama þarf að gerast á Íslandi. Heiðarlega blaðamennsku skortir verulega hjá okkur og það verður að bæta.
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.