Persónur, pólitík og baráttan um Bessastaði

Uppskrift að árangri í stjórnmálum er að finna frambjóðendur sem ríma við pólitíska tóna samtímans. Við hrunið komst á samfélagsleg lausung þar sem gömul kennileiti féllu úr gildi. Landslag stjórnmálanna er ógreinilegt og flókið að finna frambjóðendur sem henta.

Baráttan um Bessastaði, sem nú stendur yfir,  kallar fram ólíkar týpur til að gera atrennu að æðasta embætti lýðveldisins. Heimskonan Herdís, fræðimaðurinn Ari Trausti, sjónvarpssamfylkingarkonan Þóra, Hannes hversdagsmaður og uppreisnarkonan Andrea máta sig við pólitíska eftirspurn þjóðarinnar. Ekkert þeirra virðist vera með tilhöfðun og allt bendir til að fólk kjósi Ólaf Ragnar, sem kann öðrum fremur að lesa sig inn í samtímann.

Forsetakjör er að sönnu annað en þingkosningar. En verkefnið er í grunninn það sama: að finna frambjóðendur sem eiga erindi við þjóðina.


mbl.is Flokkarnir verði að vanda valið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn mótframbjóðenda Ólafs er nógu góður.

Þeir eru misjafnlega lélegir.

Það er einföld staðreynd máls.

Ekki að undra að raunverulegt hæfileikafólk fáist ekki til að bjóða sig fram til þessa ömurlega embættis.

Karl (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 15:36

2 identicon

Eina manneskjan sem les sig inn í samtímann er sú sem vill opið bókhald - með fullri virðingu fyrir öllum hinum.

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2012/06/18/herdis_vill_opid_bokhald/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband