Miðvikudagur, 20. júní 2012
Alþingi í rúst eftir Jóhönnu og Steingrím J.
Frekjuheimska forsætisráðherra og allsherjarráðherra skilur eftir sig sviðna jörð í íslenskum stjórnmálum. Gerræðispólitík Jóhönnu og Steingríms er ekki í nafni málstaðar eða framtíðarsýnar heldur í nafni valdsins.
Fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins býr ekki að neinni hugmyndafræði sem hönd á festir. Nær aldrei vísar ríkisstjórnin til framtíðar þegar umdeild mál eru á dagskrá. Viðkvæðið er jafnan að vísa í hrunið og kenna öðrum um.
Stærsta málið sem ríkisstjórnin nær fram á þriggja ára valdatíma er veiðileyfagjald upp á 12 -14 milljarða króna. Rökin fyrir að þessum peningum sé betur komið fyrir í ríkissjóði en hjá þeim sem afla þeirra eru aftur hver?
Hefur ríkisvald Jóhönnu og Steingríms sýnt sig kunna til verka í meðferð fjármuna? Steingrímur reyndi hönd sína á rekstri Sparisjóðs Keflavíkur og tapaði 20 milljórðum á nokkrum mánuðum.
Vinstristjórn Jóhönnu og Steingríms talar ekki til þjóðarinnar heldur þjösnast hún áfram með mál sem eru illa kynnt og órædd í samfélaginu: ESB-umsóknin og stjórnarskrárbreytingar eru lýsandi dæmi. Minnihlutinn á alþingi reynir að verja almannahagsmuni fyrir yfirgangi stjórnarsinna og þess vegna er þingið blóðugur vígvöllur.
Til þrautavara er Ólafur Ragnar Grímsson forseti sem í tvígang hefur orðið að vísa í þjóðaratkvæði afleiðingum af gerræði Jóhönnustjórnarinnar eins og það birtist í tvennum Icesave-lögum.
Með því að endurnýja umboð Ólafs Ragnars Grímssonar treystir þjóðin varnir sínar gegn yfirgangi ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms.
Þingi frestað fram á haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Menn treysta ekki varnirnar með því að kjósa mann sem mismunar fólki.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 10:15
Það er kominn berserksgangur í Pál, eftir hrósið frá Dabba.
En málflutingur hans og hamagangur gegn Jóhönnu og Steingrími er að nálgast sturlun. Einhver þyrfti að tala við Palla og reyna að koma vitinu fyrir hanns. Kannski vinur hans Egill Helga?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 10:38
Til að allrar sanngirni sé gætt er rétt að sem flest sjónarmið heyrist. Hér er grein eftir Björn Jónasson, bróður Ögmundar, til varnar Ólafi.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/286401/
Endilega krakkar mínir, ef þið viljið verjast yfirgangi Ögmundar og félaga í ríkisstjórninni, kjósið Ólaf.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 10:49
Lestu innleggid aftur Haukur. Tad er hægt ad læra af tvi. Og svo bara ad taka eina yfirferd aftur tegar tu skilur ekki..
jonasgeir (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 12:01
Alþingi í rúst, segir Páll. Jóhanna Sigurðardóttir skýrði það út í dag: „Af hverju er ekki hægt að hafa ræðutíma, eins og hjá siðuðum þjóðum?“ Hún ætti að svara fyrir sjálfa sig, áður en hún kastar steinum að öðrum. Af hverju flutti hún þingræðu, sem losaði tíu tíma, þegar henni þótti henta að leggjast í málþóf? Kerlingin er sjálf málþófsdrottning Alþingis, og af mörgum ástæðum ber hún mesta ábyrgð á niðurlægingu þess.
Sigurður (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 13:36
Hvers vegna kemur Páll Vilhjálmsson aldrei á óvart ?
Að vera launaður leigupenni og skrifari fyrir málstað aðila, sem ,,Mogginn" hefði sagt okkur að væru mafíur, ef þetta væri í öðru landi !
Allt það sem Páll Vilhjálmsson skrifar verður því í boði LÍÚ og eigendafélags bænda !!!
Fyrir hvað vill Páll Vilhjálmsson verða minnst ?
Leigupenni LÍÚ og eigendafélags bænda ????
JR (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 22:41
Ég er sammála Jonasgeir og Sigurði. Og svo er það löngu orðið ljóst að það er bara ekki neitt að marka eitt einasta orð sem Jóhanna Sigurðardóttir segir.
Elle_, 22.6.2012 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.