Þriðjudagur, 19. júní 2012
Ólína boðar til þingkosninga
Ólína Þorvarðardóttir segir skilið við forystu Samfylkingarinnar, Jóhönnu Sig. og hennar ráðuneyti, og er óbundin af fastmælum ríkisstjórnarflokkanna.
Ólína getur nánast tryggt að þingkosningar verði í haust.
Sjálf gæti Ólína markað sér foringjabás í Samfylkingunni með tveim einföldum en snjöllum leikjum: haldið fast í kröfuna um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu en hafnað ESB-umsókninni.
Bingó handa Ólínu.
Ekki veitt umboð til samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kanski einum kjánanum færra í kjánafylkingunni?
Hlýtur að vera ef hún bingóar...
jonasgeir (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 11:51
Hún er maður að meiri í mínum huga. Flott hjá henni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 12:12
Alltaf líflegt hjá síðuhafa.
Sjórnarslit og kosningar á hverjum deg.
Já alltaf mikið að gerast hér..
hilmar jónsson, 19.6.2012 kl. 12:28
Fólk er vonandi almennt að byrja að gera sér grein fyrir, að gömlu brýnin og formenn flokkanna eru öll sammála bak við tjöldin. Á leiksviðinu er svo til sýnis uppeldis-fyrirmynd barnanna, sem er hættulegt leikrit.
Þau spilltustu og æðstu ætla að láta þá sem sitja utan við þann spillingarmúr í öllum flokkum, taka ábyrgð á öllum svikunum, og afleiðingunum af sínum svikum, eftir að þau háttsettu og "háttvirtu" hafa att fólki úr öllum flokkum saman, í öllu sem skiptir verulegu máli fyrir almenning. Það er óábyrgur og hættulegur leikur af ríkisstjórninni og meðhjálpurum þeirra, sem getur haft óbætanlegar afleiðingar.
Það er gott að fólk geri sér grein fyrir sinni eigin ábyrgð, hver og einn, óháð flokks-bókstöfum, því í stjórnarskránni er grein, sem skyldar þingmenn til að fara einungis eftir sannfæringu sinni, með því að sverja eið. Þess vegna er það samviska og siðferðisþroski hvers og eins sem skiptir öllu máli, ef á að hlúa að því góða og útrýma hinu spillta úr vinnubrögðunum.
Ólína er að að brjóta af sér flokksspillingar-höftin og það er henni og öðrum fyrir bestu. Vonandi gera fleiri slíkt hið sama áður en eitthvað óbætanlegt skeður, vegna svika-vinnubragð stjórnvalda á toppnum, við þá sem neðar eru í valda-píramídanum og kjósendur.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.6.2012 kl. 12:42
Árni Páll, Guðbjartur og Ólína verða öll í framboði til formanns í haust.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2012 kl. 13:48
Aumingja Samfó að eiga ekki betri kandídata en þau... Guðbjartur er reyndar viðkunnulegur, en varla formannstýpa! Árni er pirrandi og Ólína er hún sjálf og enginn annar.
Skúli (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 14:37
Öll eru þau gull af manni ef maður miðar við Jóhönnu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 15:44
Engu er líkara en Ólína telji sig eiga möguleika á að hreppa formannsembættið.
Það er til marks um veruleikafirringu.
Hún er ekki á leið til forustu í stjórnmálunum.
Hún er á útleið í pólitíkinni.
Hún fellur út af þingi í næstu kosningum.
Það verður miklum fjölda fólks mikill gleðidagur og þjóðinni til gæfu.
Rósa (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 18:43
Ólína segir ekki skilið við flokksforustunna. Hún er ósátt við fylgisskjal sem undirhópur atvinnuveganefndar hefur lagt fram.Hún er auðvitað ekki frekar en aðrir þingmenn bundnir af þessu skjali. Ef vantarust er samþykkt í haust verða kosningar. Ef Jóhanna beitir þinngrofsheimild(og forseti samþykkir!!) verða kosningar. Annars ekki.Ólína mun ekki ganga gegn flokkssamþykktum. Ergo: hugleiðingar EkkiBaugsmiðils eru marklaust rugl.
gangleri (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.