Mánudagur, 18. júní 2012
Ísland losar sig við evrur
Evran er gjaldmiðill á flótta og gæti orðið óseljanlegur ef vantrú á gjaldmiðlinum eykst. Í Þýskalandi er vaxandi krafa um að evrunni verði varpað fyrir róða og tekið upp þýskt mark eða norður-evra ríkja sem eru gjaldfær.
Seðlabankinn og íslenskir viðskiptabankar takmarka stöðu sína í evrum með því að greiða upp evru-skuldir.
Íslenska krónan mun lifa evruna.
Greiða 171 milljarð af lánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja, in der Tat. Wir erleben sehr seltsame Zeiten.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 18:25
Nú er ég hættur að skilja: Ef evrukvikindið væri að styrkjast, mundi ég borga upp evruskuldir mínar sem snarast, til að tapa´ekki á þeirri gengishækkun. En nú stefnir þessi svokallaði gjaldmiðill niður, og þá borgar íslenzka ríkið upp evruskuldir sínar, í staðinn fyrir að skulda áfram og græða á fallinu.
Sigurður (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 20:50
Þegar evran fellur verður ekki um gengisfellingu að ræða heldur verður evruskuldum breytt í annan gjaldmiðil. Punkturinn er sá að evran glímir við tilvistarvanda, - ekki rétta eða ranga skráningu.
Páll Vilhjálmsson, 18.6.2012 kl. 21:02
Takk, Páll. Ég skal reyna að melta þetta. En ég man hins vegar glöggt eftir, að í upphafi féll evran um tugi prósenta, því að tiltrú vantaði, og það var kallað gengisfelling.
Sigurður (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 21:09
Já, Siggi minn. Hvernig ættir þú og innbyggjarar að þekkja annað en gengisfellingu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 21:38
Já, ég er enn að hugsa, Haukur. Ég hugsa mér til dæmis, að Kalifornía, New York, Florida og Texas færu á huasinn, en dollar stæði óhaggaður, því að þetta væri bara "tilvistarvandi". Og svo hugsa ég, hvernig eiga að segja hókus pókus og breyta si svona skuldum sínum í aðra mynt. Nú er mikið að hugsa :) En ég er ekki viss um, að þetta gangi allt upp. Þegar brakar í öllu evrusvæðinu og bankar ýmist fara á hausinn eða eru alvarlega laskaðir út um það allt, mun eitthvað undan láta.
Sigurður (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 21:51
Sigurður: Sterkt gengi er ekki endilega merki um styrk myntsvæðis. Ef seðlabanki er tilbúinn að fórna nægilega miklu af raunhagkerfinu þá getur hann viðhaldið verðmæti gjaldmiðilsins næstum út í það endalausa.
Seðlabanki Evrópu hefur það eina markmið að halda evrunni stöðugri.
Í sjálfu sér heði verið hægt að ímynda sér martarðasviðsmynd eftir hrun þar sem Seðlabanki Íslands hefði einfaldlega ryksugað krónur úr umferð til að halda verðmæti þeirra stöðugu. Ríkið hefði orðið greiðsluþrota, allar bankainnistæður hefðu glatast og megnið af atvinnulífinu hefði farið í þrot en tæknilega hefði verið hægt að fækka krónum nægilega mikið til að halda réttum hlutföllum við þá litlu framleiðslu sem enn hefði verið til staðar.
Þetta er eiginlega það sem Grikkir eru að upplifa.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 22:52
Maður verður kex-ruglaður af þessu, fer þetta aftur í sjóð 9 hjá BíBí?
Er það þess vegna sem hann er svona áhugasamur um Í Ess Bí
ásamt Postulum Allaballa Samfýósa Og Krata (PASOK)??
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 22:57
Helgalin hrægamma spilling og uppvaktir vafningar og ísaðir skrattakollar.
Kolbeinn kjaftur (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 23:03
þetta er einhver sú sérkennilegasta klausa sem eg hef lesið í 2-3 mánuði. Verð að viðurkenna að ég skellti uppúr haha.
það er ekki furða sð ,,pirraði ritstjórinn" hrósi sínum manni fyrir að ,,þekkja sitt efni út í æsar".
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2012 kl. 00:00
ég vildi svo eiga mínar fallegu íslensku krónur í Evrum, eða þýskum mörkum, eða dönskum krónum, eða norður-Evru!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.6.2012 kl. 03:50
Það er hefð í sumum ættum fyrir því að vilja fá greitt í gjaldmiðli innrásarliðsins.
En sem betur fer er ekki nein innrás enn á Íslandi, aðeins misheppnuð útrás flibbadrengja með spilafíkn, sem þótt gaman að klappa gjaldmiðli Stórríkja á kostnað þjóðar sinnar sem þeir fyrirlíta.
Auðvitað eru Quislingarnir komnir á kreik og vonast líka eftir launaumslögum fullum af evrum fyrir að fara í sumarfrí um miðjan júní meðan ESB ferlið er í "góðum farvegi".
Lúalegasta landsölulið Íslandssöguna er vafálaust þessi auma ríkisstjórn sem bjargaði sér enn einu sinni fyrir horn vegna sumarleyfisþorsta. En þegar upp verður staðið verður skeinupappírinn meira virði enn evrurnar sem Íslendinga þyrstir í.
Ég er hræddur um að Páll Vilhjálmsson hafi rétt fyrir sér um endalok evrunnar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.6.2012 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.