Fimmtudagur, 14. júní 2012
Frekjuheimska Jóhönnu á kjarnorkuskala
Einn daginn lofar Jóhanna Sig. íslensku endurreisnina, en kjarni hennar er gjaldþrot banka og gengisfelling, en næsta dag kemur forsætisráðherra með þessa yfirlýsingu
Þeir sem vildu ganga í Evrópusambandið hlytu að vonast til þess að um tímabundið vandamál væri að ræða innan sambandsins sem gengi yfir á einhverjum tíma.
Ef Suður-Evrópa (og Írar) gætu farið íslensku leiðina, sett banka í gjaldþrot og fellt gengið, væri kominn hagvöxtur og atvinnuleysi á niðurleið. Í evru-samstarfinu er íslenska leiðin ófær.
Aðeins tvennt getur leyst evru-vandann. Í fyrsta lagi að brjóta upp evru-samstarfið og í öðru lagi að búa til Stór-Evrópu, þ.e. sameiginlegt evrópskt ríkisvald á bakvið myntina.
Vand evrunnar er ekki tímabundinn, nema í þeim skilningi að hún gæti hrunið á augabragði.
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, sem samþykkt var naumlega á alþingi 16. júlí 2009, hvar hvorki umsókn um brennandi evruland né um Stór-Evrópu.
Alþingi á að afturkalla umsóknina áður en frekari skaði hlýst af.
Ástæðulaust að hafa áhyggjur fyrirfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og stærsta vandamál Íslands er Jóhanna Sigurðadóttir...............
Jóhann Elíasson, 14.6.2012 kl. 15:42
Jóna Seingríms er stærsti vandinn núna en annars er stórkostlega sauðheimsk stjórnun og efnahagsstefna í sl 90 ár það sem er okkur fjötur um fót nú sem áður.
N.B. við erum búin að vera með ISK í um 90 ár og á þeim tíma hefur hún falið um tæp 2% á MÁNUÐI gagnvart upprunagjaldmiðlinum, danskri krónu.
Óskar Guðmundsson, 14.6.2012 kl. 18:01
Þetta er eina vandamálið í þessu landi :
"Örlög Sparisjóðs Keflavíkur eiga að vera dauðadómur Sjálfstæðisflokksins. Hvergi kemur græðgi aðstandenda flokksins betur fram en í linnulausum stuldi úr sjóðnum. Um þetta er versta hryllingsskýrsla hrunsins, svartari en sjálf sannleiksskýrslan. Með ólíkindum er, að fjármálaeftirlitið hafi ekki séð þetta. Og að bófarnir hafi ekki enn verið dregið fyrir dómara. Svartast af öllu er, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gleymt aðild sinna manna að málinu. Rífur kjaft út í eitt á þingi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ber að hrekja úr pólitík. Alla sem einn, þetta er siðlaus mafía gráðugustu sérhagsmuna. "
Þetta segir Jónas
JR (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 00:23
Óskar; Já þú ert skarpgreindur. Við höfum þá væntanlega haft það verra með hverju ári, síðustu 90 ár, en fyrir 90 árum er það ekki? Bilið á milli lífsgæða Dana og Íslendinga hlýtur þá að hafa versnað hjá okkur með hverju ári?
Eru það ekki bara vitleysingar sem skella fram svona rökleysu? Hefurðu setið í einhverjum tímum hjá Þórólfi haffræðingi og Stefáni Ólafs háðlagsfræðingi? Þeir eru snillingar í að skella fram allskonar vitleysu sem þeir styðja síðan með fáránlegum útreikningum.
Björn (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.