Jóhanna grefur undan ESB-umsókn Össurar

Forsætisráðherra löðrungar utanríkisráðherra í samtali við erlenda fjölmiðla með því að benda á Ísland sem fyrirmynd fyrir Evrópusambandið. Ísland sem fyrirmynd fæli í sér að evran yrði aflögð og Evrópusambandið leyst upp.

Fullvalda Ísland kom sér hratt og vel á beinu brautina með því að setja bankana í gjaldþrot og fella gengið. Hvorugt er hægt í Evrópusambandinu.

Jóhanna forsætis og Össur utanríkis eiga að heita í sama flokknum, Samfylkingunni. Aðalmál Samfylkingarinnar er ESB-umsóknin.

Með ummælum sínum vekur Jóhanna athygli á því að rökin á bakvið ESB-umsóknina eru ruslahrúga.


mbl.is Ísland fyrirmynd Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband