Sjálftökuliðið og græðgisvæddur Sjálfstæðisflokkur

Sjálftökubæjarstjórinn í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson, sýnir dýptina í spillingarhugarfari Sjálfstæðisflokksins. Sáralítil endurnýjun varð á trúnaðarmönnum flokksins og spillingartoppar sitja í þingflokknum eins og ekkert hafi í skorist.

Félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi gerir vel að lemja á fingur sjálftökubæjarstjórans. Til að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti tiltrú þarf aftur á móti miklu meira til.

Allsherjar pólitískt uppgjör verður að fara fram í Sjálfstæðisflokknum fyrir næstu kosningar.


mbl.is Dragi til baka launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heilmikið til í þessu hjá þér Páll Vilhjálmsson.

Sem Sjálfstæðismanni þótti mér miður að Ármann Kr. Ólafsson væri treyst fyrir Kópavogi.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 17:34

2 identicon

Heyr, heyr!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 17:46

3 identicon

Hvað eru þið sjallabjálfar að kvarta og kveina.

Þið kjósið þessa ílla innrættu vesalinga aftur og aftur, trekk í trekk. 

Hættið að skæla!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 18:22

4 identicon

Heyr, heyr!

Skúli (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 19:11

5 identicon

Ég frábið mér að vera kölluð sjallabjálfi - hvað þá skælandi. Það er mannaval í öllum flokkum og tekst misvel til í vali til forystu. Það ættu sumir að vita betur en aðrir.

Sigrún Guðmundsdóttirs (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 19:18

6 identicon

Trúi ekki að almennir sjálfstæðismenn sætti sig við þennan vitleysing.

Koma manninum frá - strax.

Koma svo!

Rósa (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 19:28

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér er sárt um sjálfstæðisflokkinn, ekki vegna þess að ég sé svokallaður "sjalli" heldur vegna þess að hann er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í dag og ætti að standa sig sem slíkur.

Ömurlegasta ríkisstjórn lýðveldisins heldur nú um stjórnartaumana - og hvað gerir XD: dúllar sér við sama gamla ruglið og stjórnarflokkarnir sjálfir.

Burt með allt þetta 4-flokkslið - eins og það leggur sig!

Kolbrún Hilmars, 12.6.2012 kl. 20:00

8 identicon

Allsherjar pólitískt uppgjör verður að fara fram í Sjálfstæðisflokknum fyrir næstu kosningar.

----Hverju orði sannara!

gangleri (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 20:38

9 identicon

Halló krakkar, hættið að bulla!

1. Sem sjálfstæðismanni þótti mér miður að Ármann Kr. Ólafsson væri treyst fyrir Kópavogi.

2. Heyr, heyr.

3. Ég frábið mér að vera kölluð sjallabjálfi - hvað þá skælandi.

4. Trúi ekki að almennir sjálfstæðismenn sætti sig við þennan vitleysing.

5. Mér er sárt um sjálfstæðisflokkinn.

6. Allsherjar pólitískt uppgjör verður að fara fram í Sjálfstæðisflokknum fyrir næstu kosningar.

FLokkurinn er ekki lengur stjórnmálaflokkur, flokkurinn sem foreldrar mínir kusu. Þetta breyttist undir forystu afglapans Dabba, heimalningsins, sem forðaðist útlendinga, því þeir kunnu ekki að meta brandara hans. Hlógu ekki eins og náhirðin. Sjálfstæðisflokkurinn er okkar „mafía“ í dag, hagsmunasamtök þeirra sem hafa okkar auðlindir til umráða, ignorant heildsala og lögfræðinga klíkunnar.

Þarf virkilega að lemja þetta inn í hausinn á ykkur með sleggju?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 21:34

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ja var það ekki Haukur foreldrar þinir og mínir,sem er miklu eldri, x-d. Ég veit ekki hvaða annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn með þetta mannaval fallið til forystu,hefði komið okkur ,,til þjóða,, meðal þjóða. Þegar ég flutti í Kóp.´65 var fjölskyldan boðin velkomin,með vinsamlegum tilmælum um að kjósa Framsókn Þá var pólitík léttvæg og við hentum gaman af að vera pólitísk viðrini,og trúðum ekki að neinn gerði stórvægileg axarsköft. En fótboltinn dróg okkur í alvöru að kosningabaráttu,sem kom Guðna Stefánssyni.þeim mæta manni að. Ungu mennirnir eins og Aðalsteinn Jónsson,verða að manna sig upp í að tukta þá gömlu til,sem enn eru með ,bóluna, annars!!!

Helga Kristjánsdóttir, 12.6.2012 kl. 22:36

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Haukur, þarf að lemja það inn í þitt höfuð með sleggju að fjórflokkurinn hefur hingað til skipst á um að sjá um stjórn landsins. Það jákvæða við það fyrirkomulag er (eða átti að vera) að koma í veg fyrir klíkumyndun. Greinilega dugir það ekki lengur.

Við næstu kosningar þarf að henda þessu liði út - þínu liði líka!

Kolbrún Hilmars, 12.6.2012 kl. 22:37

12 identicon

@Kolbrún Hilmars. Mínu liði hvað? Sammála, henda fjórflokknum út eins og hann leggur sig. En reyndu nú að átta þig á því að völdun hér á klakanum eru hjá kvótagreifum, heildsölum og klíkum lögfræðinga, sem hafa tvo bófaflokka á sínum snærum, Sjallana + hækjuna. Og forseta druslan hefur einnig gengið til liðs við þá.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 22:59

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Haukur, nú erum við að tala saman! En þú áttar þig vonandi á því að þegar flokksveldin falla þá detta jafnframt út hagsmunaklíkur þeirra? Margar flugur í einu höggi.

En það er alltaf ljótt að tala illa um forsetann - hver sem hann er og hvenær sem hann er.

Kolbrún Hilmars, 12.6.2012 kl. 23:21

14 identicon

"En það er alltaf ljótt að tala illa um forsetann - hver sem hann er og hvenær sem hann er."

@Kolbrún Hilmars. Næ þessu ekki, af hverju? Ef forsetinn skyldi vera drullusokkur, eins og flestir "forsetar" eru í dag, í henni versu, hví skyldum við hylla þá.

Hættum að bera virðingu fyrir hálfvitum og drullusokkum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 23:42

15 Smámynd: Elle_

En forsetinn er bara alls ekki ´drullusokkur´ eða ´hálfviti´. Það er annars næstum 1/2-vitalegt að vera að svara þessu.

Elle_, 13.6.2012 kl. 00:00

16 identicon

Hvar er Gunnar Birgisson? Hann var góður Bæjarstjóri. Já hvar er Gunnar?

Lúðvík Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband