Mjúka ófreskjan og Kafka í Brussel

Stellan Hermannsson, sænskur vinstrimaður, fjallar um bók Hans Magnúsar Enzensberger, Mjúku ófreskjuna, og segir bráðsnjalla sögu sem smellpassar við ,,sigurræðu" Rajoy í tilefni af gjaldþroti Spánar. 

Fyrir nokkrum árum, segir Stellan, kom portúgalski nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum, José Saramago, í heimsókn til Brussel og hélt fyrirlestur. Ef fyrirlesturinn var Saramago spurður hvort hann hefði fengið innblástur í nýjar bækur í Brussel-heimsókninni.

Jú, sagði Saramago, en þær bækur eru þegar skrifaðar - af Kafka.

 


mbl.is Rajoy: Sigur fyrir evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Bók Hans Magnúsar Enzenberger um "Mjúku ófreskjuna" ætti að kenna í flestum skólum landsins og sérstaklega í Evrusetrum Háskólana.

Það hafa reyndar líka fleiri þekktir rithöfundar en Hans Magnus skrifað um "Mjúku ófreskjurnar" í Brussel og það jafnvel fyrir daga ESB valdaapparatsins.

Frægust er líklega saga Orson Wells "Animal Farm" þar sem svínin sem stjórnuðu öllu skipulaginu og voru í hlutverkum Kommisarana í Brussel og voru því að sjálfssögðu miklu jafnari en öll hin dýrin á búgarðinum !

Sú bók og myndin líka ætti að kenna og sýna í öllum Grunnskólum landsins.

Gunnlaugur I., 10.6.2012 kl. 14:38

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég held að Rajoy sé að plotta eitthvað. Nú hefur honum tekist að yfirfæra vandamál spönsku bankanna frá spænska ríkinu til hinna evruríkjanna - a.m.k. tímabundið. Sem veitir Rajoy ákveðið svigrúm til athafna.

Er ekki frá því að það verði fróðlegt að fylgjast með athöfnum spönsku ríkisstjórnarinnar næstu vikurnar...

Kolbrún Hilmars, 10.6.2012 kl. 14:59

3 identicon

Nafni minn I:

Þú meinar víst kvikmynd Orson Welles "Animal farm" gerð eftir skáldsögu Harold Pinters?

Gunnlaugur Þorleifsson (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 22:48

4 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Var það nú ekki George Orwell sem skrifaði Animal Farm...

Egill Helgi Lárusson, 10.6.2012 kl. 23:04

5 identicon

Takk fyrir leiðréttingarnar Egill Helgi Lárusson.

Það var auðvitað Breski ádeilu rithöfundurinn George Orwell sem skrifaði "Animal Farm"

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband