Snillingurinn Björgvin G. nýr Íraks-Ali

Spánverjar biðja um neyðaraðstoð eins og fyrir löngu varð orðið ljóst - fjórða stærsta hagkerfi evrulandanna er komið á hnéin. Snillingurinn Björgvin G. Sigurðsson er þeirrar skoðunar að vandræði Evrópusambandsins verði yfirstaðan innan nokkurra mánaða. Hér er afrit úr frétt RÚV um hugmynd þingmanns Sjálfstæðisflokksins að afturkalla ESB-umsókn Íslands.

Björgvin G. Sigurðsson er á allt annarri skoðun en vill fara varlega og að ekki eigi að láta undan pólitískum þrýstingi. „Því vildi ég skora á þingheim og þjóðina að halda ró sinni í þessum efnum. Rasa ekki um ráð fram og stöðva ekki viðræðurnar heldur halda þeim áfram af festu og yfirvegun og klára samninginn þegar umrótinu og breytingunum er lokið í Evrópusambandinu. Og síðan getum við kosið um aðildasamninginn, vonandi, einhvern tímann seint á næsta ári.

Björgvin G. trúir því að evru-kreppunni ljúki á næstu tólf mánuðum eða þar um bil. Þegar Barroso og félagar fara að leita að nýjum Íraks-Ali til að koma fram í sjónvarpi og segja allt í fína í evrulandi þá hlýtur Björgvin G. að koma sterklega til álita.


mbl.is Fagna ákvörðun Spánverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dapurlegt dæmi um skólagenginn en illa menntaðan Íslending.

Rósa (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 22:24

2 identicon

Einn albesti madur samfylkingarinnar.

Væri eflaust medal hinna bestu i Brussel.

jonasgeir (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 07:40

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Að þessi fyrrum bankamálaráðherra skuli enn vera á þingi og bera enga ábyrgð á "hrununnu" er hreint með ólíkindum. Bananalýðveldi hvað ha!!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.6.2012 kl. 10:10

4 identicon

Þarna talar maður með reynslu enda bankamálaráðherra í hruninu. Kjósendur hans hljóta að vera honum sammála og maður á að bera virðingu fyrir skoðunum sunnlendinga einsog annarra.

Grímur (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 10:12

5 identicon

Sæll.

Það er sorglegra en orð fá lýst hve illa Evrópa er að fara með sig, það er eins og lélegustu menn Evrópu fari með stjórn mála þar - í Evrópu er allt gert vitlaust.

Atvinnuleysi mun ekki minnka þar, það mun frekar aukast ef eitthvað er og fyrir því eru nokkrar ástæður.

Aldurssamsetning íbúanna er einnig þannig að sífellt færri vinna fyrir sífellt fleiri. Stjórnmál álfunnar fara að snúast mun meira um hagsmuni hinna eldri frekar en að skapa störf og góð skilyrði fyrir ný fyrirtæki enda er það eldri borgurum ekki efst í huga.

Til að bæta gráu ofan á svart er mokað inn múslimum þangað sem aðlagast ekki og liggja á félagslega kerfinu þarna. Hefur einhver hlustað (youtube) á það sem Pat Condell hefur sagt um Svíþjóð?

Evrópa er búin að vera :-(

Helgi (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband