Fiskveiðistjórnun og haturspólitík

Fiskveiðistjórnun ætti að vera úrlausnarefni þar sem fjölþættir hagsmunir eru metnir og fundin niðurstaða. Kerfið er að stofni til frá 1986 og hefur tekið margvíslegum breytingum enda eðlilegt þar sem jafn veigamikill þáttur í efnahagslífi okkar hlýtur að vera í stöðugu endurmati.

Vinstriflokkarnir eru ófærir um að breyta og bæta fiskveiðistjórnunarkerfið vegna þess að þeir nálgast viðfangsefnið í pólitískri heift en ekki af yfirvegun með almannahagsmuni í huga.

Haturspólitík vinstriflokkanna leitar ekki að málamiðlun eða heldur stofnar til úlfúðar með það markmið að deila og drottna. Orðfæri þingmanna Samfylkingar á alþingi undanfarna daga sýnir hugarheim hatursstjórnmála. Mál er að linni.

 


mbl.is Ísland tilnefnt fyrir fiskveiðistjórnarlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig fer þessi haturspólitík eiginlega fram? Þeir sem hötuðu Ólaf seinast hampa honum nú manna mest. Mikið óskaplega hlýtur að vera gaman á bak við tjöldin.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 12:34

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hefur stjórnarliðið eitthvað lagt til málanna í umræðunni um fiskara-spillinguna?

Mér finnst ég ekki sjá það lið of mikið á alþingi, nema kannski þegar sér-gæluverkefni eins og kynþáttunarvandi er á dagskrá. Ég er ekki að gera lítið úr þeirra vanda, síður en svo, en spyr mig og aðra hvort eigi að fórna réttlæti og velferð allra annarra svikinna hópa á kostnað þeirra?

Myndin er orðið verulega veikluleg og brotin af þessari "velferðar-stjórn". Og þeir eru svo sannarlega ekki betri sem áður sátu við gæluverkefna-færibandið á alþingi.

Það væri réttast að setja lygamælir á alla sem tjá sig um málin á alþingi og í öðrum opinberum málum og dómum. Þeir mælar myndu líklega ofhitna vegna álags á skömmum tíma, en það væri þó besta fjárfestingin fyrir skattpeninga almennings.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2012 kl. 12:49

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kynáttunarvandi, átti þetta að vera.

Annars er ég ekki alveg búin að læra orðið rétt, á mikilvægasta máli stjórnarinnar þessa dagana. Ég vona að mér verði fyrirgefið fyrir það hæfileikaleysi.

Vitið er ekki meir en Guð gaf.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2012 kl. 12:54

4 identicon

Sjávarútvegurinn á Íslandi er að skila ebitu upp á 5-15%, hefur gert það undanfarinn áratug.

Það þykir ekki merkilegt í venjulegum rekstri, en í meðförum og áróðri vinstrimanna, þá er það OFSAGRÓÐI kvótagreifa.

Skattgreiðendur a Íslandi, greiða ekki niður fiskveiðar á Íslandi. Það er nú aldeilis ekki staðan í ESB, þangað sem vinstrimennirnir vilja fara, og þangað sem þeir ætla íslenska kvótanum að fara. Í ESB eru fiskveiðar baggi. Gríðarlegar niðurgreiðslur, ofsaleg ofveiði og pólitískar úthlutanir eru að leggja iðnaðinn í rúst.

Það er kerfið sem Samfylkingin og Vinstri grænir vilja.

Haturspólitík ESB flokkana er helsta ógnin við afkomu íslensku þjóðarinnar.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 14:04

5 identicon

Þetta er því miður alveg hárrétt hjá Páli.

Heiftin ræður för en ekki almannahagsmunir.

Jóhönnu og Steingríms verður minnst fyrir heiftina og eitrið.

Þetta er stjórnlaust fólk og öfgafullt.

Þau hafa unnið mikinn skaða og sér ekki fyrir endann á því.

Karl (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 14:23

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er rétt að benda á að stéttarskiptingar og mismunun skapar alltaf, öfund, hatur og heift.

Það væri rétt að velta þeirri staðreynd fyrir sér.

Hvernig hefur sumt fólk vilja og getu til að horfa samviskulaust á veraldar-verðmæta-rændan almenning, á meðan það fólk skortir sjálft ekki veraldlegan auð? Það hlýtur að skapast af andlegri fátækt, vanhæfni, samfélagshugsjóna-fátækt og ó-öryggi þeirra sem þannig haga sér.

Ég er hvorki heimsspekingur né sálfræðingur, en þetta er mín skoðun.

Svo verða Há-skólakeyptu sérfræðingar pólitíska stjórnkerfisins að koma með sína rökstuddu menntagráðu-sýn á málin, eftir bestu og réttlátustu getu og víð-sýni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2012 kl. 16:05

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já hahaha nú ætlar palli hatursheimsýn að dæma hvað sé ,,haturspólitík".

Að þú skilir ekki hafa vit á að skammast þín drengræfill og þegja! En nei - þú veist hver fjármagnar þig og geltir og gólar eins og hver annar rakki sem þjálfaður er þar að lútandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.6.2012 kl. 16:32

8 identicon

Það eru vissulega fátækir rökþrota menn sem rita sem Ómar Bjarki. Aumingja maðurinn !

 Orð Hilmar hér að ofan, ættu ALLIR að hafa í huga.

 Ísland er líklega eina fiskveiðiríki veraldar, þar sem skattgreiðendur greiða EKKI KRÓNU til sjávarútvegsins.

 Öðruvísi mér áður brá á tímum bæjarútgerðanna.

 Gleymum þessu ekki., og út í hafsauga með velferðarríkisstjórnina !!

,

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 16:51

9 identicon

Sæll.

Flokkarnir hafa ekki útskýrt hvers vegna bylta þarf afar hagkvæmu kerfi.

Menn gleyma því alltaf að útgerðin skilar fé til landsmanna (arði) og opinbera geirans jafnvel þótt ekkert veiðigjald væri lagt á.

Sjómönnum eru greidd laun og af þeim launum greiða þeir skatta til ríkis og sveitarfélaga. Þeir kaupa líka hitt og þetta sem greiða þarf virðisaukaskatt af.

Útgerðin greiðir líka skatta af sínum tekjum. Útgerðin kaupir viðhald og þjónustu í landi og á þeim viðskiptum er virðisaukaskattur (alltof hár auðvitað) og þeir aðilar sem vinna viðkomandi störf greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Útgerðin kaupir olíu og þar hirðir ríkið líka vænan skerf. Fólk vinnur auðvitað við að selja útgerðinni olíu. Útgerðin er með fólk í vinnu hjá sér sem vinnur að markaðsmálum fyrir söluvöru útgerðarinnar, það fólk fær greidd laun og það borgar ef þeim launum skatta og skyldur til stjórnmálamanna sem skilja ekkert hvernig er að reka fyrirtæki.

Halda þarf skipum við og kaupa veiðarfæri sem skapar störf og aftur hirðir hið opinbera vænan skerf af þeim peningum sem þar skipta um hendur í formi virðisaukaskatts, tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds. Eru engin takmörk fyrir því hve mikið af peningum einkaaðila ríkið má einfaldlega gera upptæka?

Af hverju vita stjórnmálamenn betur hvað á að gera við þessa fjármuni en einkaaðilar? Af hverju mega þeir ekki halda meiru eftir en þeir gera í dag og það er þá hægt að nýta í að skapa störf eða fjárfestingar? Af hverju eiga skussar eins og Steingrímur, Jóhanna og Oddný að ákveða fyrir fólk í hvað peningar þess fara? 

Hvers vegna þarf að leggja enn frekari álögur á útgerðina eða bara fyrirtæki í landinu yfir höfuð? Það er beint samband milli skattlagningar og opinberra afskipta annars vegar og atvinnuleysis hins vegar, sagan geymir ótal dæmi þess.

Svona della viðgengst auðvitað vegna vanþekkingar kjósenda á efnahagsmálum, vanþekkingar sem kemur í veg fyrir að lífskjör almennings í landinu batni. Ef kjósendur væru vel að sér í efnahagsmálum myndu þeir einfaldlega hlæja menn sem koma fram með svona hugmyndir út af sviðinu.

Margir fjölmiðlar láta eins og hagnaður sé alveg hræðilegur hlutur en enn verri ef hagnaðurinn er hjá útvegsmönnum. Ég held að þessir aðilar ættu að reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri fyrst þeir eru svona vel að sér!

Helgi (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 22:42

10 identicon

Ruglið í Seingrími og Slowhönnu sést best á því að meira að segja þeir umsagnaraðilar sem þau borga geta ekki gefið aðra niðurstöðu í umsögn um það sem verið er með heift og reiði að keyra gegnum þingið en að þetta sé almennt ruglandi, bjóði spillingunni heim og sé ekki reiknanlegt á neinn hátt... sé jafnvel vísvitandi villandi og hreinlega heimskulegt (orð Steingríms sjálfs fyrir 9 árum).

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 01:30

11 identicon

Hversu margir sem fengnir hafa verið til að greina hlutina og gefa umsögn hafa mælt með frumvarpinu.... NÚLL... þ.e.a.s.  ENGINN.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband