Miðvikudagur, 6. júní 2012
Vítahringur evrunnar
Lækkað lánshæfismat evru-banka sýnir minna traust sem aftur veikir efahagskerfi evru-landa sem leiðir til lækkaðs lánshæfismats. Og svo framvegis. Evruhagkerfin eru föst í vítahring sem skrúfar þau niður.
Þjóðir Evrópu vita að evru-dæmið virkar ekki. Samkvæmt viðamikilli könnun Pew Research Center, sem er virt bandarísk stofnun, telur minnihluti íbúa evrulanda myntina hafa verið til góðs. Fyrirsögn skýrslu Pew er Skipbrot evrópskrar samstöðu.
Evran er pólitískt verkefni, reist á vafasömum hagfræðilegum forsendum, svo vægt sé til orða tekið. Og pólitískt verkefni sem ekki nýtur almenns stuðnings er dæmt til að fara út um þúfur.
Moody's lækkar sex þýska banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.