Sunnudagur, 3. júní 2012
Yfir 10 þúsund vilja afsögn Jóhönnu
Á 11 dögum hafa tíu þúsund manns skráð sig á kjosendur.is og þar með krafist afsagnar Jóhönnu Siguarðardóttur forsætisráðherra og þingkosninga í kjölfarið.
Almenningur er kominn með upp í kok af ríkisstjórninni og óþurftarmálum sem hún tekur upp á sína arma s.s. ESB-umsóknin og atlagan að stjórnarskránni.
Jóhönnustjórnin situr í óþökk þjóðarinnar - flokkarnir sem að henni standa eru með 22,8 prósent fylgi.
9.358 vilja afsögn Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll, þetta er ekkert annað en primitive múgsefjun og þeim sem standa fyrir þessu til skammar, sem og þeim sem krota nafn sitt undir heimskuna. Varúð, við erum ekki ein í heiminum, það er fylgst með okkur og við höfum þegar orðið okkur meira en nóg til skammar meðal þjóða. Ef þessu heldur áfram verðum við að "þorpsfífli" Evrópu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 18:07
Og hvað með það, Haukur? Við höfum aldrei skipt Evrópu nokkru máli.
En víst eigum við þorpsfíflið - þarf ekki annað en skoða myndir af því í félagsskap kerfiskarlanna Barroso og Fule. Þar sem gömul bros þeirra ekki aðeins taka sig upp heldur ummyndast í skellihlátur. Gott ef Fule tók ekki líka fyrir nefið á einni slíkri mynd...
Kolbrún Hilmars, 3.6.2012 kl. 18:31
Kolbrún Hilmars er ekki allt í lagi með þig. Er það svona sem þú óskar að talað sé um þig og þína og reynir þú að koma svona talsmáta á í þinni ætt. Og hvað áttu við með að við höfum aldrei skipt Evrópu nokkru máli? Nú þá er engin áhætta á að ganga í ESB. Annars minni ég þig á að það voru Pólland, Noregur, Danmörk, Finnland og Færeyjar sem lánuðu okkur peninga þegar að við vorum gjaldþrota hér í byrjun árs 2009. Og viti menn að þessar þjóðir eru allar í Evrópu og flestar í ESB.
Annars minni ég þig og aðra á að Jóhanna stjórnar ekki ein. Hún hefur hér meirihluta Alþingismanna á bakvið sig og nú þegar t.d. er að koma í ljós að svona loforð eins og 20% lækkun allra lána myndu kosta ríkið um 260 milljarða og síðan þegar verður búið að reikna fórnar kostnað okkar vegna Icesave deilunar t.d. varðand mánuði sem allt var hér í frosti þá held ég að fólk eigi eftir að virða það við Jóhönnu að hún leiddi hér ríkisstjórn við aðstæður sem engin annar hefur þurft að fást við.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.6.2012 kl. 18:53
Haukur og Magnús greinilega á taugum yfir undirskriftalistanum. Þeir vita hvað undirskriftalistar þjóðarinar geta áorkað.
Sólbjörg, 3.6.2012 kl. 19:00
Þeir fóstbræður trúa því líka að þeir hafi einkarétt á óþvegnum munnsöfnuði um pólitíska andstæðinga.
Sá skolli er því miður smitandi því "það sem höfðingjarnir hafast að, hinir halda sér leyfist það."
Kolbrún Hilmars, 3.6.2012 kl. 19:09
Magnús og Haukur vita að ekkert af því sem Jóhanna hefur gert hefur verið til að bæta ástandið eftir hrun. Ekki nokkur skapaður hlutur. Það er út af fyrir sig magnað.
Þorpsfíflin eru auðvitað þau sem hrópa ennþá Ísland í ESB.
Brunarústir blýantanagara krata allrar Evrópu.
Hver er munur fylgis núverandi stjórnar og hrunsstjórnarinnar á meðan verst lét. Ég bara spyr. Fínt mála að skrifa undir listan góða. Það getur ekki skaðað.
(Annars kanski gott fyrir þorpsfífl Evrópu að sjá að það fyrirfinnist lýðræðisöfl, þó ekki nema væri á eyjunni Íslandi).
jonasgeir (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 19:39
Ekki verða þau við kröfunni nema fleiri skrifi undir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.6.2012 kl. 20:05
Það hefur ekki borið mikið á þessari undirskriftasöfnun í fjölmiðlum, og árstíminn fyrir hana er ekki sá hentugasti. Gott hjá Páli að minna á söfnunina. Ég var glaður að fá tækifæri til að skrifa undir. Ágætt framtak, aðstandendum sínum til sóma.
Sigurður (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 21:00
Þið eruð búnir að syngja allan skalann Magnús Helgi. Fyrir stuttu þá snérist áróðurinn um "20/20", "landið er að rísa", "við erum að ná árangri" og svo framvegis. Núna er þetta farið að snúast upp í sjálfsvorkun yfir því hversu það hafi verið erfitt að taka við því búi sem þið voruð sjálfir með í að setja í þrot.
En það bað ykkur enginn hér innanlands um að taka þátt í þeirri efnahagslegu árás á heimilin og fyrirtækin sem þið hafið verið í fylkingarbrjósti fyrir. Þið lýstuð einfaldlega yfir stríði á hendur landsmönnum og núna eru flóttleiðirnar árásarhersins að lokast. Maður uppsker eins og maður sáir og allt það.
Fyrir vikið dreg ég í efa að það dygði til þess að hreyfa við þeim skötuhjúum þó að allir kjósendur landsins myndu skrifa undir þessa áskorun. Hjúin eru einfaldlega að bíða eftir kraftaverki til þess að forða þeim frá afhroði í næstu kosningum. Kraftaverkið er ekki í augsýn en vissulega er lengi von á einum.
Seiken (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 21:04
Um seinustu helgi var ég beðin að skrá manneskjur á listann,þá var tölvan ekki að hlíða,ónýtt batterí var að trufla hana,svo ég man ekki hvort ég náði inn. Veit ekki hvenig ég get séð hvort það hefur heppnast,en skilst samt að komi nafn upp 2 svar,verði það vinsað úr.
Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2012 kl. 21:22
Helga það eru upplýsingar inni á síðunni undir spurt og svarað.
G (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 21:49
Það er orðið vandlifað fyrir Samfylkingar- e-essbé- ið.
Þeir þora lítið að tala um stöðuna, en bæta það upp með umvöndunum og kvarti. Væli, öllu heldur. Nú eru gleymd þeirra stóru orð, svívirðingarnar, óhroðinn og lygin. Þeir ætla öðrum betri framkomu, en þeir hafa sýnt sjálfir. Auðvitað, þeir eru vanir því að annað fólk sýni betri framkomu. Þannig hefur það alltaf verið, og verður alltaf. Það er þó fyllilega við hæfi að fólk með betra orðfæri, kalli fulltrúa þessa fólks á Alþingi, suma allavega, þorpsfífl.
Orðleysið er orðið svo algert með Samfylkingar- e-essbé-sins, að Eyjan, höfuðból þorpsfífla, hefur ekki treyst sér til þess að minnast á síðustu tvær kannanir, þar sem afhroð Samfylkingar, og litla flokksfélagsins, VG, er afhjúpað.
Nú er það síðasta að frétta, að sökum orðleysis, hefur Pressan ákveðið að gera Eyjuna að litlu e-ess-bé- horni á Pressunni.
Það er alveg sama hvert horft er yfir vígvöllinn, Samfylkingar e-ess-bé- ið er á fullkomnum flótta á öllum vígstöðvum. Hershöfðinginn Fúli virðist ekki hafa neina betri hertækni að bjóða sínu fólki í Samfylkingunni, og því augljóst að stríðið er tapað.
Nú er bara að sjá, hversu alvarlegar afleiðingar "scorched earth" taktík Jóhönnu og Steingríms hefur í för með sér. Spurningin er hvort þetta þorpsfíflapar vinnur óafturkræf spjöll á hagsmunum Íslands, áður en þjóðinni tekst að hrekja þau út úr sínum opinberu húsum.
Hilmar (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 22:14
Já ,takk G.
Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2012 kl. 23:32
- - - Fórnarkostnaðurinn vegna ICESAVE meðan allt var í frosti. - - - Magnús Helgi, var það ísalda frostið ykkar? Eins og í Kúbu norðursins? Munuð þið aldrei skilja hvað er rangt við þann ræfildóm að sættast á nauðung? Vitið þið ekki að það kostar að verja sig?? Það eru ruddaleg öfugmæli að kalla það fórnarkostnað og það hefur ekkert með frost að gera. Varst þú ekki að fárast yfir orðinu þorpsfífl?
Elle_, 4.6.2012 kl. 00:22
Þið gleymið þögla meirihlutanum hans Steingríms, sem hann telur standa með sér en af einhverjum ástæðum ekki hafa sig í frammi. Það eru þeir sem ekki skrifa undir áskriftir. Mæta ekki í mótmæli og lenda ekki í úrtökum skoðanakannana.
Hann er búinn að reikna þetta út.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2012 kl. 03:09
"Þögli meirihlutinn" hans Steingríms finnst hvergi að finna nema í hans firrta ímyndunarheimi - í höfðinu á honum.
Er enginn að sjá hve sjúkur og bilaður maðurinn er? Það er mjög hættulegt að slíkir menn hafi eins mikill völd eins og hann er með.
Sólbjörg, 4.6.2012 kl. 04:42
Jamm það blæs ekki byrlega fyrir frúnni í stefninu, ég er alveg hissa á henni að hafa ekki bara látið sig gossa, smánin verður meiri eftir því sem hún situr lengur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2012 kl. 11:11
Smalað saman í einum grænum af Útvarp-Sögu hvítu trassi...
Jóhann (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 21:09
Er í alvörunni enn til fólk sem reynir að kenna Icesave um getualusa ríkisstjórn.....
Það verður kannski hægt að dusta rykið af Svavarsafrekinu og reyna einu sinni enn ef það tekst að koma Þóru í á Bessastaði.
þau væru vís með að reyna það...
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.