Þriðjudagur, 29. maí 2012
Jörð kallar: Magnús Orri, ertu þarna?
Þingmaður Samfylkingar (auðvitað) sagði þetta á þingi í kvöld:
Hann sagði að jafnaðarmenn hafi talið það bestu leiðina til að losna úr baslinu að sækja um aðild að ESB. Þó hart sé sótt að þeim sem vilja aðild muni jafnaðarmenn halda sínu striki.
Höfundurinn er ekki góðkunningi af skjánum, sem stundum ráfar um alþingi kenndur, heldur Magnús Orri Schram.
Magnús Orri hefur áhyggjur af basli ungs fólks á Íslandi og vill ganga í ESB. Hann gleymdi að minnast á hvort í boði væri írsk, spænskt eða grískt atvinnuleysi - en prósentutalan hleypur á 15 til 50, eftir aldurshópum.
Upplýsingar en ekki hræðsluáróður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lýsandi fyrir sama mann sem æpti sig nánast hásan í alþingi í des, 09: Það verður ICESAVE eða ÍSÖLD. Ætli ´ísöldin´ hafi átt að vera á jörðinni? Þar sem hann og hans flokkur eru ekki enn?
Elle_, 29.5.2012 kl. 23:02
Hann er víst kenndur ,,, við Samfylkinguna,með stóreldisdraumana.
Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2012 kl. 23:07
Ræður samfylkingarfólks líkjast meir og meir trúarlegri sefjun þessa dagana. Þarna er hann nánast að lýsa lífinu eftir dauðann og lofa lúxusinn innan perluhliðsins. Maður finnur nánast til vorkunnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.5.2012 kl. 23:09
Stór-veldis!!
Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2012 kl. 23:10
Atvinnuleysið á Írlandi, Spáni og Grikklandi hleypur á 10-25% eftir löndum.
5-50% eftir aldurshópum og er mest hjá yngsta fólkinu.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 23:45
Hann japlaði á einu orði, jafnaðarmaður, í allt kvöld.
Eins og það væri hans lifibrauð og atvinnugóðmennska að japla nógu oft
á þessu eina orði og eins og hann tryði ekki sjálfum sér, bara orðatugga,
bara samfýósísk orðatugga, bara samfýósísk atvinnugóðmennsku tugga
og svo viknaði hann í lokin yfir sjálfum sér, fyrir sjálfan sig og bara sig.
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 23:51
Muniði hljómsveitina á Titanic sem lék "hærra minn Guð til þín" og lét sig engu varða þótt skipið væri að sökkva. Hætti ekki fyrr en sjórinn rann upp í þá.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 23:57
Samfylkingin er ekki og hefur aldrei verið jafnaðarmannaflokkur.
Samfylkingin er júró-bíró-teknó-krata forræðis-flokkur og grátkór
fyrir útvalda hræsnara dauða og helferðar... selected hypocrates.
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 00:00
Samfylkingin var stofnuð vegna reður-duldar gagnvart Sjálfstæðisflokknum.
Dr. Sigmundur fróði (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 00:01
Hef stúderað reður-duld fyrrverandi og núverandi formanns
Samfylkingarinnar nokkuð lengi,
en vitaskuld og af skiljanlegum ástæðum, úr hæfilegri fjarlægð.
Dr. Sigmundur fróði (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 00:05
Mér finnst þetta skondin frétt. Jóhanna brýtur reglur alþingis og jafnvel lög. Framferðið er gagnrýnt og þá er bara hent saman frumvarpi til að gera gjörninginn löglegann. Er einhver endir á þessum fíflagangi?
Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 00:05
Hjá þessu veruleikafirrta samfylkingarliði er alveg sama hver spurningin er svar þeirra er alltaf að ganga í ESB. Þessi ríkisstjórn á sem betur fer í mesta lagi 332 daga eftir. Svo verður líklega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG þeir vg liðar virðast nefnilega vera svo þægilegir í samningum og alveg til í að kasta öllum sínum stefnumálum fyrir róða, fái nokkrir þeirra að verma þægilega ráðherrastóla.
Hreinn Sigurðsson, 30.5.2012 kl. 01:08
Mæli eindregið með að fólk lesi þess grein:
http://www.telegraph.co.uk/finance/financialcrisis/9298180/Europes-debtors-must-pawn-their-gold-for-Eurobond-Redemption.html
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 01:38
Í helförinni þótti tanngullstaka mjög gróðavænleg til stríðsrekstrar,
en nú skal vegið að fullveldi þjóða með því að taka gullforða þeirra upp í pant.
Hvað næst, kannski hold af pundi hvers þegns "í friðarsambandi ESB?
Er ekki kominn tími til að þessar þingmannsdruslur og gungur
leyfi íslenskri þjóð að stoppa þessa helför?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 01:43
Allt fyrir "friðinn"! Ekki dugar minni útborgun fyrir seðla-bankaræningjana en tilverurétturinn og lífið, og þó skal haldið áfram helförinni "friðsamlegu".
"Guð" er sagður taka bestu sálirnar fyrst inn fyrir Gullna hliðið. ESB-"Guðinn" hefur ekki breytt verkreglunum í "sannkristna" Evrópu-himnaríkinu ESB!
Nú kemur "sannkristni" skatt-kirkju-kórinn og kallað svona málfar "GUÐ"-last, en það verður að hafa það. Við endum hvort sem er öll á sama stað fyrir rest. Bara spurning hvað við gerum þangað til.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.5.2012 kl. 02:31
Ég á afar bágt með að skilja þessa ákefð Samfylkingarinnar til að troða okkur inn í ESB eins og ástandið er það þessa dagana. Af hverju ekki að annað hvort draga umsóknina til baka sem væri besta málið, eða setja hana á ís, uns ljós verður hvað verður úr þessu samstarfi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2012 kl. 08:31
Það er svo mikill hroki í þessum orðum þingmannsins, eins og þau hafi valið einu réttu leiðina og þó þau hafi minnihluta almennings með sér skal samt kýla þetta í gegn með góðu eða illu. Hver gaf þessu fólki alræðisvald yfir Íslandi?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2012 kl. 08:32
Af ræðu Magnúsar Orra má ráða að það ríkir ísöld í höfðinu á honum.
Alræðisvaldið Ásthildur þykjist stjórnin sækja sér til Brussel. Þar sem verið er að afsala sjálfstæði landsins til ESB finnst þeim engin þörf á að hlusta á stjórnarandstöðuna eða "málþóf" þjóðarinnar.
Sólbjörg, 30.5.2012 kl. 09:10
Nákvæmlega þetta er hægt að lesa út úr málflutningi þessa fólks. Svei því bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2012 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.